Sunnudagur, 21. maí 2006
Kuldaskastið í lok maí
Íslenska veðráttan er alltaf söm við sig. Þessar fáu plöntur sem eru svo lífsseigar að geta tórt á þessu skeri vakna til lífsins í lok apríl og byrjun maí. Það kemur gott veður, sólin er hátt á lofti og allt virðist vera í himna lagi. Þá kemur þessi hefðbundni kuldakafli eftir miðjan maí sem stendur oft fram undir 17. júní. Maður er alltaf jafn bjartsýnn og fer að líta til sumarblómanna og aldrei lærir maður að aðeins þær allra sterkustu geta lifað af seinni hlutann af maí.
Nonni var út á palli að reyna að vefja rósirnar í plast. Þær höfðu kalið næstum niður að rót en samt voru komin ný skot á þeim litlu stilkbútum sem lifðu af veturinn. Í gærnótt var næturfrost. Nonni fór út kl. 5 um nóttina og vætti plönturnar í von um að svolítil klakabrynja gæti bjargað þeim. Þær virðast enn lifandi og nú ætlar Nonni að sofa nóttina og nota plastpoka í stað vatnsins.
Veðurglöggir menn á Dalvík sem spáð hafa bæði fyrir góða veðrinu og þessum kuldakafla segja að komið verði fram yfir sjómannadag áður en þessum ósköpum linnir. Ég veit að þessi frásögn gerir vini okkar í útlöndum bara ánægðari með lífið þar. þeir fá þá síður einhverjar rómantískar hugmyndir um hvernig landið er.
Stöð 2 bauð okkur með öllum börnum sem við gátum komist yfir í húsdýragarðinn. Við fórum með dætrum Gabríelu og Palla. Þrátt fyrir skíta kulda hvassviðri og 4 stig á C° Þá var allt fullt í garðinum. Allir vilja fá eitthvað fyrir ekkert. Ekki komust stelpurnar í nein alvöru tæki þær gátu farið út í víkingaskipið og leikið sér þar smá stund, gengið um garðinn í mannþrönginni og fengið kók og pulsu. Þetta var samt ágætt enda allir kapp klæddir. Eftir þetta fórum við heim og Sigga bakaði pönnukökur. Gabríela kom. Stelpurnar náðu að dreifa dóti um allt húsið og borða heilmikið og taka nokkra veiðimenn. (spilið) með sérstöku afbrigði. Þetta afbrigði er þannig að þegar allir slagirnir eru komnir þá má sá sem röðin er komin að geta sér til um slagi hinna. Geti hann rétt þá má hann reyna aftur. Geti hann ekki rétt má næsti reyna. Sá sem á enga slagi dettur út. Þarna reynir á minnið og þegar fækkar í hópnum auðveldast leikurinn. Sigurvegarinn stendur uppi með alla slagina. Það var mikill hlátur og gleði af þessum leik. Ekki gátu stelpurnar verið í mat. Við buðum þeim aftur á móti í grill á miðvikudaginn kemur.
Við ætluðum með hana Hrafnhildi mömmu Nonna á kaffihús í dag eins og við gerum gjarnan á sunnudögum. Hún var svo slæm í bakinu að við sátum frekar með henni í stofunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Við heimsóttum bæði hana Sísi sem er hárgreiðsludaman okkar og færði hún okkur þær slæmu fréttir að hún ætlar að búa í París í vetur og því verðum við að láta okkur nægja þá næst bestu á stofunni.
Við litum við hjá Kára og Guðrúnu eftir að hafa verið hjá mömmu Nonna og höfum eytt síðustu klukkustundum helgarinnar hér heima við skúríngar og afslappelsi. M.a. sáum við eina hugljúfa ameríska ástarmynd sem endaði VEL. og okkur líður vel á eftir.
Í gær sáum við myndina Prime í bíó. Þá var Eurovision og aðeins tvenn hjón í salnum. Nonna fannst myndin ekkert æði. Sigga naut hennar betur. 37 ára kona skildi og kynntist 23ja ára manni og þau verða ástfangin. Ekki er það svosem í frásögu færandi nema hvað að strákurinn er sonur sálfræðings konunar. Sálfræðingurinn hefur ekki hugmynd um hver ástmaðurinn er og hvetur konuna til þess að njóta lífsins. Að sjálfsögðu kemur sannleikurinn í ljós........ og svo og svo...
Jæja! Nóg í bili elsku vinir og ættingjar.
Ykkar vinir og ættingjar
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.