Miðvikudagur, 24. maí 2006
Enn í kulda
Þetta kuldakast sem ég hef sagt frá er það versta í yfir hundrað ár. Að vísu nær snjórinn hér fyrir sunnan ekki nema í miðjar Esjuhlíðar þó nokkur korn hafi fallið hér niður á láglendið.
Við vorum að kveðja Gabríelu og stelpurnar hennar, Margréti sem verður 11 ára 7. júni, Elísabetu Emmu verður 6 ára í ágúst og Krisjönu Ósk sem varð fjögurra ára í janúar.
Þær komu hér og snæddu hjá okkur grillað svínakjöt, pilsur, grænmeti, kartöflur og banana með súkkúlaði. Með grillmatnum var svo salat og kaffi fyrir konurnar á eftir. Eftir matinn var tekinn veiðimaður, horft á DVD mynd og annað eins og hverri líkaði best.
Þegar liðið tók að geyspa var haldið heim. Sólin vermdi pallinn það mikið að hægt var að sitja úti smá stund þó hinum megin í við húsið réði norðan garrinn ríkjum.
Sigga hefur yfirleitt vaknað fyrir allar aldir á morgnanna og er ekkert lát á því. Hún fer ásamt þremur til fjórum samstarfskonum sínum í göngutúr áður en hún hefur vinnu kl. átta að morgni. Á meðan sefur Nonni á sínu græna eyra. Gigtarlæknirinn sagði fátt hvað væri hægt að gera við slitgigtinni sem hrjáir Nonna en hann sagði að hreyfing væri af hinu góða. Nonni á sem sagt að hætta að vorkenna sér og fara að byggja sig upp. Læknirinn sagði að liðirnir væru gerðir til þess að hreyfa sig. Oft hefur reynst vel að byrja slík átök í útlöndum og nú eru aðeins sjö dagar í ferð okkar til Portúgal og Bretlands.
Á morgun er uppstigningardagur eða uppstingingar dagur eins og ´Dani sem ´hingað fluttist hélt að hann héti því íslendingar notuðu þennan dag til þess að stinga upp kartöflugarðana meðan þeir enn nentu slíku. Við stefnum á leikritið "Viltu finna milljón þá um kvöldið. Nonni hefur verið að undirbúa brúðkaupsmyndatöku með Halla systursyni sínum. Spennandi verkefni.
Í gær fór Sigga í jarðarför bróðursonar Stjána heitins fyrra manns hennar.
Jæja elsku ættingjar og vinir
Hafið þið það alltaf gott
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.