Annar í hvítasunnu í Portúgal.

Það er alltaf betra og betra hér í Portugal. Nú er þetta í þriðja skiptið sem við erum hér og erum við byrjuð að þekkja okkur nægjanleg til til þess að geta notið þess. Við erum á litlum Citroen og höfum farið upp í fjöllin með Þórunni og Palla (Í gær), Á ströndina í dag og í fyrradag fórum við að sjá land sem Guðmundur Ragnarsson og frú hafa keypt hér í hundrað km. fjarlægð. Palli sagði það hreint út að honum litilst ekkert á þetta. Stærðin er 5000 fermetrar af skógi, vínvið og villigróðri. Húsið er komið að hruni og er spurningin hvort borgi sig að rífa það eða endurreisa. Nonna leist ekki alveg eins illa á þetta - sá vissa rómantík en samsinnti að mikið verk væri fyrir höndum. Sigga samþykkti álit Palla. Það eru hins vegar ekki við sem eigum að búa þarna og ef þau láta sig dreyma um mikla vinnu við að endureisa stað eyðibýli í Portúgal þá er það þeirra.

 Þórunn og Sigga hafa að sjálfsögðu skoðað markaðinn og þó við ætlum að sleppa yfirvikt á heimleiðinni (megum hafa samtals 30kg en vorum með innan við 20 kg. þegar við komum) þá er ekki hægt annað en að kaup pínulítið skraut og svona ýmislegt smávegis.

 Hér hefur annars verið yfir 30 stig þegar heitast er á daginn en á morgnanna og kvöldin er skaplegt veður. Það er alltaf hægt að fara í goluna á ströndinni. Grasa vinkona Þórunnar og Palla hefur látið sjá sig enda er hún svolítil útlendingasnobb. Hún hefur einnig boðið okkur inn í lúxusvilluna sína sem er upp á tvær hæðir og kjallari (sem er ekkert niðurgrafinn að framan) ca 170 fermetrar hver hæð. Hurðir eru í ljósum viði. Í kringum glugga og inn í falsinum eru granítflísar. Smekklegar rústbrúnar flísar á gólfum. Okkur finnst valið á flísum á baði aðeins of dökkt og einnig er eldhúsinnréttingin mjög dökk. Þetta er þeim mun bagalegra þar sem Portugalir hleypa helst ekki sólarljósi inn í hús sín og tíma ekki að tendra almennileg ljós.l

Grasa ætlar að hylja gluggana með hvítum léreftsgardínum þó eiginmaður hennar kvarti yfir því að þá komii ekki einu sinni sólarljós inn á kvöldin. Ekki á að vera hægt að draga frá.

 Þau heita Matthild og Manuel nágrannar Palla og Þórunnar. Bæði eru þau mjög alþýðleg og inndæl. Manúel hefur ekki sætt sig við að Nonni skilur ekki Portúgölsku og bætir við orðræðuna sæmilegu magni af bendingum þar til Nonni skilur hann.

 Við erum búin að læra að segja góðan daginn, gott kvöld, góða nótt,  takk fyrir og stór og lítill kaffi með eða án mjólkur. Það er þetta mikilvægasta.

Þetta er nú orðið nóg í bili.

 

Elsku vinir og ættingjar

Hafið þið það gott

 

Nonni og Sigga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband