Í ró í London

 

 

Það er óhætt að segja að við séum í góðu yfirlæti hér í London. Það er yndislegt að vera hér í Highmoreroad á heimili Sigurgeirs og Elínar þo Sigurgeir hafi aðeins komið hér yfir helgina frá New York. Hitinn hefur verið mikill, næstum of mikill. Þegar maður heyrir hins vegar hitatölurnar frá Íslandi, allt niður að frostmarki þá nýtu maður bara veðurblíðunnar 32 stig eru sko betra en 2-10. Það er dumbungur í dag og það komu hitaskúrir í gær jafnvel svo miklar að það  var eins og vera undir sturtu á fullu. Það er´mjög gott að hér væti svolítið því farið er að gæta vatnsskorts og mönnum ráðlagt að spara vatn eins og kostur er. Ekki má þvo bíla með slöngu og ekki á að vökva garða.

 Sigga heklar og heklar. Hún er nú í því að hekla mátulegar pakningar utan um Tissú- pakka. Sandra bað hana að hekla handa sér tösku og hannaði Sigga eina slíka í hvelli og daginn eftir var tilbúið heklað dömuveski með heklaðri tölu á lokinu. Glæsilegt.

 Við höfum ekkert farið í miðborg London. Við höfum dvalið hér í Highmoreroad - dundað okkur við hekl, lestur og sjónvarp - ásamt ferðum á matsölustaði, göngur í Greenwich garðinum og kík í búðir niður í miðborg Greenwich. Nonni keypti  tvær bækur í búð sem selur hverja á 2 pund (um 280 kr. eftir nýjasta og versta genginu.). Önnur var gagnrýni á Bandaríkin og hin var mótleikur við píkusögur fyrir karlmenn. (tippasögur).  Í fyrri bókinni var m.a fjallað um kosningasvindl Bush í Florida og þeirri síðari er fjallað um reðursafnið á íslandi og gerð ítarleg rannsókna á því hvort stærðin skipti máli. Að sjálfsögðu er þetta uppbyggileg lesning sem lætur flesta líða vel með það sem þeir hafa. Nonni notar alltaf tækifærið í útlöndum og kaupir nokkur ljósmyndablöð. Þau sem kosta tvö til þrjú pund hér kosta um 1200 - 1500 kr. á Íslandi. Mörg fyrir verð eins. 

 

Í dag er ætlunin að nota veðrið þ.e. að ekki er allt of heitt til þess að ganga og njóta umhverfisins.

 

Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar

 

Kær kveðja frá Greenwich

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, mikið er gott að heyra hvað þið eruð heppin með veðrið. Það er ekki að spyrja að henni Siggu, hún fer létt með að hanna hvað sem er og hekla. Við teljumst heppin líka að það skuli rigna, sóttum stórfjölskylduna til Porto í gærkvöldi í öskrandi rigningu og himinninn logaði af eldingum. Svo er sól og blíða í dag. Bestu kveðjur frá Portúgal

Þórunn og Palli (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband