Daginn eftir þjóðhátíð

 

 Það var reglulegt þjóðhátíðarveður hér í Greenwich í gær 17. júní. Fólkið drífur sig út í Greenwich park og þar er ísbíll og sannkölluð þjóðhátíðarstemming þó enginn fatti að það sé ekki bara venjulegur laugardagur. Efst í garðinum er rennislétt rautt malbik sem hjólaskautaliðið notar óspart. Margir hafa lítil tjöld með sér grill og hvaðeina til góðrar lautarferðar eins og það kallast víst á íslensku.

Í fyrradag (16. júní) fórum við niður í miðborg Greenwich á markað og skoðuðum gamallt te skip Cut Sark Það var byggt skömmu eftir miðbik þar síðustu aldar og var einstaklega hraðskreytt. Mikilvægt var að hafa slík skip hraðskreið til að koma teinu sem fyrst á markað. Þegar það hóf siglingar var ekki búið að grafa Suesskurðinn. Leiðin suðurfyrir Afríku var svo löng að ekki borgaði sig að sigla gufuskipum. Kolafarmur til slíkrar ferðar hefði tekið nærri allt lestarrýmið. Síðan var Suesskurðurinn grafinn og komið fyrir kolahöfnum á leiðinni og í Kína. Eftir það urðu dagar þessara hraðskreiðu seglskipa taldir. Skipið var selt til Portúgal fyrir rúm 2000 pund og nokkrum áratugum síðar var það keypt aftur til Englands fyrir rúm 3000 pund. Það var gert að skólaskipi og þjónaði það sem líkt fram yfir seinustu heimstyrjöld þegar það fékk legstað í þurrkví hér í Geenwich.

 Fyrir dyrum standa miklar endurbætur á skipinu sem eiga að hefjast sumarið 2007.  Að sjálfsögðu fylgdi ferðiinni að setjast inn á kaffihús og drekka ískaffi og ganga síðan í gegnum Greenwich garðinn heim í Highmore road.  ´

 Í gær fór Elín með krakkana til NY í próf fyrir skóla þar. Við erum því í hundspössun og byrja dagarnir og enda með göngutúr með Castro og síðan höfum við aðra hluta dagsins frjálsa fyrir okkur. Eftir gönguferð i garðinum fórum við niður í Blackheat bæinn og fengum okkur að borða á Café Uno sem er Ítalskur veitingastaður.

 

Í dag fórum við niður í miðborg Lundúna og gengum þar um stund - frá Charing Cross. Fyrir framan National Gallery var Indversk hátíð. Torgið var fullt af Indverjum og Englendingum klæddum indverskum búningum. Bænasamkomur við tignun Cristna guðsins voru þar, dansatriði og langar biðræðir eftir mat, litrík klæði og tjöld. Við fórum síðan að St. James Park og eftir Whit hall að Charing Cross og til baka heim. Lestin sem við tókum til baka virðist hafa verið hraðlest og stoppaði ekki á Mase Hill stöðinni sem næst er Highmore road.  Við urðum því að taka leigubíl frá næstu lestarstöð. Úthaldið er nú ekki meira en svo að göngutúr í garðinum með Castró og stuttur göngutúr niður í bæ er alveg nót fyrir okkur. Þá er hægt að taka því rólega hér á Highmore road. Hvíla sig - horfa á íslensku fréttirnar í beinni á netinu hekla (það gerir Sigga) og lesa einhvað í bókunum sem Nonni hefur keypt sér. Hér eru fjöldi bókabúða sem selja bækur á 2 pund hverja. Nonni hefur keypt heildar verk Oscars Wilds, - The Nations Favorite Poems og Rights og Man eftir Thomas Paine. Thomas Paine var uppi á tímum frönsku byltingarinnar og boðaði ýmisleg félagsleg réttindi öld áður en það kom til í Bretlandi.

Þetta er nóg í bili elsku vinir og ættingjar.

 

Hafið þið það öll gott hvar sem þið eruð

 

Ykkar Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, mikið er gaman að lesa fréttirnar frá veru ykkar í London. Það fer greinilega vel um ykkur og þið kunnið að njóta lífsins þarna, ekkert "hundalíf" á ykkur. Bestu kveðjur frá Portúgal, Þórunn og Palli

Þórunn (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband