Komin heim

Í dag er sunnudagurinn 25. júní. Við byrjuðum daginn með göngutúr, þá keyptum við blóm á leiðið hans kristjáns heitins og settum þau niður. Við erum vön að gera slíkt fyrir sjómannadag en það tafiðist vegna kulda og svo vegna ferðarinnar okkar.

 Við keyptum Cybris tré til að hafa í pottum við innganginn en þau sem lifað höfðu af veturinn þoldu ekki vatnsleysi meðan við vorum í burtu. Helga Haraldsdóttir, vinkona Ellu Hönnu býr hér rétt hjá. Var hún í göngutúr með barnabarn í kerru, stoppaði við og þáði svart og sykurlaust kaffi. Þá fórum við að hafa okkur til  fyrir næsta dagskrárlið sem var veisla í tilefni útskriftar Helgu Guðrúnar Friðriksdóttur, Sophussonar og Helgu Jóakimsdóttur. Kristján kom með okkur í veisluna.

Í gær heimsóttum við Auðunn, Súsönnu og Knút þór. Um kvöldið kom Hrafnhildur mamma Nonna í mat og horfði með okkur á DVD disk sem við höfðum keypt.  Daginn sem við komum að utan 23. fórum við í heimsókn til Ella og Sigrúnar.

 Það var gaman að sjá hvað hann Knútur Þór er orðinn stór. Hann fæddist mánuði fyrir tíman 12. apríl og hefur nú náð fullri þyngd miðað við fullburða börn. Hann nærist nærri eingöngu á brjóstamjólkin sem Súsanna segir að sé hreinn rjómi.

 Elsku vinir og ættingjar. Hafið þið það gott  það höfum við.

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband