Þriðjudagur, 4. júlí 2006
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna
4. júlí og 14. júlí eru merkis dagar í þróund þeirra mannréttinda og lýðræðis sem við þekkjum. 4. júlí er minnst sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (1776) og 14. júlí er Bastilludagurinn en árás á það allræmda fangelsi er upphaf Frönsku byltingarinnar 1789.
En það er semsagt kominn 4. júlí. Fyrstu árin sem Nonni bjó á Hringbrautinni svona fyrir fjórðung úr öld síðan, þá héldu Dennis og Ingibjörg sem þá voru nágrannar alltaf garðpartý þennan dag. Það voru skemmtillegar veislur. Það var líka alltaf sólskin og blíða í þá daga!!.
Nú rignir hins vegar á Fróni sem alldrei fyrr. Menn sætta sig við þetta þar sem hvorki er kalt eða rok.
Sigga hefur verið að æfa sig á nýju saumavélinni. Hún tók sig til og stytti gardínukappa í stofunni. Í stað þess að klippa efnið þá tvöfaldaði hún það. Það var tvöfallt fyrir og er nú orðið fjórfalt. Þetta var sodan hýalín að það ber ekkert á því.
Nonni hefur hins vegar verið að setja upp innréttingu þvottahúsið. Við skruppum niður í IKEA og fengum okkur skápa undir þvottavél og þurkara ásamt plötu, vaskaskáp og skúffuskáp þar við hliðina og tvo kústaskápa. Þetta hefur tekið vikuna að púsla þessu saman og mála herbergið. Kristján sonur Siggu hefur hjálpað við pípurnar.
Nonni er kominn yfir erfiðasta hjallan í þessu dæmi en tímafrekar innansleikjur eru eftir. Innifalið í þessu er að sníða til borðplöturnar, gera gat fyrir vask og krana og festa í plötuna. Þetta er ef til vill ekkert flókin smíði en engu að síður full nóg fyrir óvana.
Við höfum að venju fengið heimsóknir - m.a. spilakvöld með Ella og Sigrúnu með einni sunnudagakrossgátu sem eftirmála og Ella og Birgir á Selfossi litu við í Kaffi.
Palli og Gabríela eru komin frá Kanaríeyjum og litum við við hjá þeim í vikunni, við heimsóttu Kjartan (bróðir Nonna) og Dísu og skoðuðum hvernig gengur með að innrétta háaloftið hjá þeim.
Framan af æfi létu þau sér nægja þriggja palla raðahús í Fossvoginum en eru nú flutt í stærðar einbýlishús við Elliðavatn. Á því er mikið ris sem hefur verið óinnréttað. Nú hefur Bjarni sonur þeirra lokið námi í grafískri hönnun og hyggur á framhaldsnám erlendis. Hann ætlar ekki strax út heldur hyggst hann búa þarna á loftinu hjá foreldrunum ásamt konu og barni. Þetta þýðir að farið var út í að innrétta loftið. Súðin er panleklædd og veggir úr gipsplötum. Innréttingin var langt komin og virtist hin ágætasta smíð. Kjartan vinnur að henni ásamt sonum sínum. Það skemmtilega við að gera svona sjálfur að maður hefur tækifæri að kaupa alls kyns fín verkfæri. M.a. fjárfesti Kjartan í forláta borðsög og loftpressu. Loftpressuna notar hann til að knýja naglabyssu eða heftibyssu sem festir borðin í loftið.
Alparósin sem tók á móti okkur í fullum blóma þegar við komum heim er að fella blóm. Sú rós er nokkurra ára orðin um 70 cm að ummáli og sást varla í laufið fyrir blómum. Nonni keypti aðra í vor, setti í stærri pott með súrum jarðvegi og nú launar hún greiðan með því að taka við. Þegar sú gamla er fallin ætlar sú unga að skarta sínu fegursta.
Á sunnudaginn (nú er þriðjudagur) fórum við á kaffihús og kringluráp með Hrafnhildi mömmu Nonna eins og oft áður. Hún þreytist voða hratt á slíku. Maður sér sársaukann í andliti hennar í lokin. Hún kvartar samt aldrei og segir að hún verði að hreyfa sig. (Hún er öll úr lagi gengin vegna beinþynningar. ).
Verðið þið nú sæl elsku vinir og ættingjar og hafið þið það alltaf gott. Fyrirgefið hvað það er langt síðan við skrifuðum síðast.
Ykkar
Nonni og Sigga
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.