Þriðjudagur, 11. júlí 2006
10. júlí - Miðsumarsvæta
Yfir sumarið þá velti ég því stundum fyrir mér hvað það er stutt. Það er varla nema tveir mánuðir, frá miðjum júní til miðs ágústs. Stór hluti af þessum tima er rok og rigning. Þannig eru æði fáir dagar sem eru sól og blíða. Við kunnum hins vegar betur að njóta þeirra en aðrir og klæðum okkur barapeysur yfir há sumarið.
Við ósköpumst yfir ástandinu, bilinu milli ríkra og fátækra sem ekkert var en er orðið verulegt vandamál, þá sérstaklega hvað þeir sem minnst hafa hafa lítið. Við ósköpumst yfir kvótanum sem sumir hafa grætt á en við eigum öll. Við ósköpumst yfir eyðslu í sendiráð og veislur þegar ekki er hægt að greiða fyrir bráðnauðsynlega þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Við ósköpumst yfir því að enginn skilji málið okkar og kostnaðinum við að halda því uppi.
Þrátt fyrir allt það neikvæða er gott að vera Íslendingur. Hér eigum við rætur í fjölskyldu og vinur, þekkingu á land og sögu. Við höfum ræktað með okkur sérstakan smekk sem leitast er við að þjóna. Við borðum kók og prins og lindusúkkulaði. Höfum heimsins bestu páskaegg og sumir éta jafnvel súrmat og hákarl. Allt er þetta partur af því að vera Íslendingur, hluti sem við hreinsum ekkert af okkur hvert sem við förum um heiminn.
Við fórum í giftingu systursonar hennar Siggu, norður á Akureyri. Þar fundum við fyrir tengslunum við ættingjana og tókum þátt í gleði brúðhjónanna. Fjölskyldan hjálpaðist að að gera þessa athöfn vel úr garði og hina skemmtilegustu. Skemmtanir i veislunni voru fram færð af ættingjum og vinum og eins tóku þeir þátt í matarundirbúningi og skreytingum. Þessi samheldni og samhjálp er svo mikilvægur þáttur í rótum okkar eitthvað sem við getum ekki flutt neitt annað og tengir okkur órjúfanlegum böndum þessu kalda, dimma og hráslagalega skeri.
Við fórum norður á föstudegi og komum norður um kvöldmatarleitið. Við gistum á Dalvík hjá foreldrum Siggu um nóttina og fórum til Sævars og Ellu um hádegisbilið á laugardaginn. Þau eru ný fltutt í einbýlishús á Akureyrir. Það var nærri fullbúið að innan en garður og múr á húsi eftir. Okkur þótti heimili þeirra mjög glæsilegt og mikill munur á því að´búa í blokk í Reykjavik og þessu glæsilega einbýlishúsi á Akureyri.
Eftir huggulegan eftirmiðdag með þeim hjónum fórum við í veisluna sem nefnd hefur verið. Matur hófst um kl. 8 eftir fordrykk, matarmikil fiskisúpa. Um hálf tíu var svo aðalrétttur. Um þrjá rétti var að velja - tveir fiskréttir og kjötréttur og síðan um miðnætti voru kökur - marenge og súkkulaði. Við Sigga reyndum að fara snemma en kl var langt genginn eitt þegar við loksins vorum búin að matast.
Við lögðum af stað til Reykjavíikur þegar kl. vantaði korter í átta um morgunin eftir. Með því að fara svona snemma sluppum við við umferðina sem var mjög mikil að sögn lögreglu síðar um daginn. Kalt var í veðri á leiðinni allt niður í 5 stig a heiðum. Það hittnaði strax og suður kom og voru 16 stig í Reykjavik þegar við komum þangað um kl. 13. Um kvöldið komu Auðunn og fjölskylda og Hrafnildur mamma Nonna til okkar í kvöldmat. Svín grillað með ýmis konar meðlæti.
Nóg í bili kæru vinir og ættingjar.
Harfið þið það alltaf gott
Ykkar
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.