Þriðjudagur, 5. júní 2007
Bloggfærsla maímánaðar
Það er hart að hafa svo mikið að gera að við höfum ekki tíma til að blogga og muna svo ekki neitt.
Maí var kaldur mánuður hér á Fróni. Nonni hefur haft trjágróður í pottum síðan við fluttum hingað fyrir næstum fimm árum síðan og aldrei hefur hann farið svo illa eins og nú. Næstum helmingur af honum er dauður.
Pallurinn fyrir framan húsið okkar er útiverustaður okkar við húsið. Hann er um 70 fermetrar og þar höfum við áðurnefndan gróður. Við ætlum ekki að endurnýja gróðurinn strax. Ástæðan er sú að nágranni okkar sem í upphafi gaf okkur leyfi til að hafa pallinn að lóðarmörkum hefur andskotast út í hann síðan, enda af Engeyjarættinni, sonur Benedikts Sveinssonar sem kallaður var stjórnarformaður Íslands og höfuðið á Kolkrabbanum. Þó Nonni telji allar líkur á því að fá okkur dæmdan rétt til að halda pallinum þá hefur þessi deila farið það mikið á sálina á Nonna að við ákváðum að taka tilboði Bæjaryfirvalda um að smíða minni pall og hafa lóðina eins og aðalteikningar segja til um. Þetta verður okkur að kostnaðarlausu en á meðan þá erum við ekkert að endurnýja gróðurinn. Það kemur síðar.
Þegar ekki hafa verið veislur eða eitthvað álíka höfum við farið á húsbílnum í smá ferðir. Hann var hins vegar í viðgerð megin hluta maí mánaðar. Hann þurfti að fara á þrjá staði, einn fyrir hverja bilun. Alltaf var lofað að hann væri að verða til en vikurnar urðu þrjár. Ekki tókst að ljúka öllu. Þó beiðnin hafi verið skrifleg og ekki átti að fara á milli mála hvað væri beðið um þá gleymdist að laga viðvörunarkerfi sem fer í gang þegar bakkað er. Við eru þó komin með hann og búin að fara í tvær ferðir á honum um suðurland, í annarri gistum við í Úthlið og þeirri sem við fórum nú fyrstu helgi í júní gistum við á Flúðum.
Flúðarferðin var með félagsskapnum Kátu Fólki sem er skemmti félag sem stendur fyrir fjórum dansleikjum á ári með mat og skemmtiatriðum. Lagt var af stað frá Osta og smjörsölunni í einni halarófu 26 bíla - læðst austur fyrir fjall á um 80 km. hrað - þrengslin, fram hjá Stokkseyri og Eyrarbakka, átum nesti í þjórsárveru. Síðan héldum við þaðan upp á þjóðveg 1 og síðan Skeiðin og upp að Flúðum. Í þjórsárverum var farið í leiki með krakkana og spilað fyrir hringdönslum á harmoniku.
Aðeins voru tveir á húsbílum en nokkrir höfðu pantað gistingu á hótelinu. Flestir fóru í bæinn að balli loknu.
Um morguninn kenndi Nonni einum eldriborgara sem hann hafði hitt á myndavél sem viðkomandi var ný búinn að kaupa og kenndi einföld atriði í Photoshop. Síðan héldum við á Laugarvatn og inn í hjólhúsabyggðina þar og hittum vinnufélaga Siggu og mikla vinkonu - Helgu. Að þessu loknu skunduðum við í bæinn til að taka niður myndir á sýningu sem Nonni tók þátt í á vegum Fókuss i Ráðhúsi Reykjavíkur.
Erling og Sigrún litu við í gær enda orðið langt síðan við höfum hitt þau. Nonni og Erling fara að vísu saman í sund á mánudögum og föstudögum en margt hefur komið upp á hjá þeim báðum sem hefur komið í veg fyrir það upp á síðkastið.
En semsagt.
Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar. Fyrirgefið hvað er langt á milli blogga hjá okkur
Ykkar
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.