Grænland

Í gær 8. júní fórum við til Grænlands í dagsferð. Við lögðum af stað klukkan rúmlega tíu um morguninn með fokker frá Flugfélagi Íslands til Kulusukeyju við Grænland. Með okkur í för voru 19 starfsmenn og maka á skrifstofu Blindrafélagsins. Áður en ferðin hófst höfðum við farið í Hamrahlíðina og þar var hlaðið bjór á mannskapinn og samlokum. Þar sem við erum í danska kúrnum höfðum við kálið okkar með okkur, vatn og ávexti en þáðum kókflöskur í nesti. Á leiðinni út fengum við grænmetisrétt í flugvélinni sem hentaði okkur vel. A leiðinni heim var að vísu ekki grænmetisréttur en maturinn virtist passa okkur vel.

Flugvöllurinn  á Kúlusuk er malarvöllur og virtist eini slétti flöturinn í þessu fjallalandi. Fjöllin voru snarbrött í sjó fram. Þegar við höfðum náð í farangur okkar fórum við fótgangandi í átt til þorpsins. Það var sagt að leiðin væri aðeins tveir kílómetrar. Vegurinn var troðningur og lá leiðin um hóla og hæðir. Þar að auki stoppuðum við á leiðinni og tókum myndir. Líklega hefur gönguferðin tekið um 40 mínútur í allt. Eftir eitt hæðardragið blasti við þorpið  - húskofar sem tilt var á súlur í nokkuð brattri hlíð. Á leiðinni gengum við framhjá tveimur kirkjugörðum. Jarðvegur er þarna af skornum skammti og kisturnar eru ekki djúpt undir yfirborðinu. Krossar eru ekki merktir nöfnum. Grænlendingar telja að maðurinn samanstandi af þrennu, líkama sál og nafni og aðeins líkaminn deyi og því eigi nafnið ekki að vera á leiðinu. Í eldra kirkjugarðinum sáum við veglegan granít legstein á leiði ungs mans og var þar höggið nafn viðkomandi. Á öllu er undantekning. Líklega hafa foreldrarnir verið sigldir og séð svona í Danmörku og viljað gera eins veglega gröf barns síns eins og danskra barna.

Þegar inn í þorpið var komið voru margir á ferli. Nonni hafði komið þarna áður og fannst miklu mun fleiri vera á ferli í þetta skiptið. ágætis veður var í bæði skiptin en nú var vor en komið fram á sumar seinast og því eðlilegt að íbúarnir vildu njóta meiri útiveru nú en þá.

Eins og áður var mikil eymd að sjá á flestum sem þarna gengum um. Þó voru nokkrir á ferli nú sem báru ekki eymd og drykkjuskap utan á sér. Nonni hafði gaman að taka myndir og tók óhemju margar. Hann var stöðugt að allan tíman sem við vorum þarna. Sigga tók líka myndir og fannst athyglisvert að sjá fólkið og hversu ólíkt allt er íslandi þó ekki sé ýkja langt á milli. Það er helst hægt að lýkja þessu við svörtustu Afríku enda ekki nema ein og hálf öld síðan fólkið sem þarna bjó var á steinaldarstigi.

Áfengisvandinn er gífurlegur. Stór hluti fólksins er hreinir rónar. Samt lifir fólkið nokkuð á sjálfsþurftarbúskap, aðalega veiðum og smíðum úr því litla efni sem þarna rekur á fjörur.

Rúmlega tvö var trommudanssýning og maður á kajak sýndi listir sínar með skutul. Klukkan þrjú fórum við svo í bátsferð á milli jakanna að flugvellinum aftur og héldum heim rúmlega fjögur að íslenskum tíma en þá er klukkan tvö að Grænlenskum tíma.

 Um kvöldið litum við við hjá Ella og Sigrúnu.

 

Nú 9. júní eru 20 ár síðan Sigga sá Kristján fósturson fyrst. Í því tilefni ætlar hann að koma í mat með Birnu sambýliskonu sína.

Semsagt allt gott að frétta elsku vinir og ættingjar.

 Hafið þið það alltaf gott

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það var fróðlegt að lesa ferðasöguna frá Grænlandi, þetta hefur greinilega verið góður dagur hjá ykkur öllum. Heppin að fá mat við hæfi.

Bestu kveðjur frá okkur í Austurkoti

Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband