Júlílok

Það er milt í veðri hér í Klettássnum eins og hefur verið síðari hluta júlí mánaðar. Það hafa komið þó nokkrir sólardagar alveg dýrlegir eins og ég hef sagt ykkur frá. Samt sem áður eru menn að kvarta yfir sumrinu. Það lét að vísu á sér standa. Síðari hluta júní og fyrri hluta júlí var maður orðinn vondaufur. Þá sagði Nonni við Siggu: " Við getum ekki kvartað þar sem við gátum keypt okkur sumar" þe. farið til útlanda.

Sumarið er svo ósköp stutt hér á Fróni að maður verður að njóta þess sem þó er ennþá betur. Ég sé á gróðrinum, hvernig hann braggast að við getum ekki kvartað. Enn sér á blöðum eftir vorhretið en það sem síðar hefur sprottið er gott.

 Ég tala um veðri hér í Klettás. Það er ekki af ástæðulausu því það getur verið hávaðarok í Kópavoginum þó það sé lygnt hér. Þannig var það a.m.k. í gær.

 Við keyptum okkur forláta álstóla í Rúmfatalagernum í gær. Eftir það fórum við að undirbúa veislu. Hingað komu 9 manns þe. Elín tengdadóttir Nonna, Unnur Ósk dóttir hennar og Sigurgeirs, Auðunn sonur Nonna og Súsanna kona hans með Knút litla son þeirra, Pétur Guðfinnsson pabbi Elínar, Kristján Geir æskuvinur Nonna ásamt konu sinni Herborgu, fyrri konu Nonna og síðast en ekki síst Hrafnhildur mamma Nonna. - Sannkallað fjölskylduboð til heiðurs þeim hluta Sigurgeirsfjölskyldu sem er hér á landi.

Sigga tryllaði fram ljúffengan fiskrétt og borðað var bæði inni og úti - standandi borðhald. Á eftir var skyrkakan hennar Siggu..

Boðið stóð stutt vegna tónleika Sigur - Rósar á Klambratúni. Eftir það komu Sigrún og Elli vinir okkar í heimsókn.

Á laugardaginn komu Hrafnhildur systir Nonna ásamt Friðrik manni sínum hjólandi í heimsókn og ef við förum enn aftur í tíman þá borðuðu Elín, Unnur Ósk, Pétur Guðfinns og Hrafnhiludr eldri hér á fimmtudaginn.

Annars allt gott kæru vinir og ættingjar. 

 

 Hafið þið það alltaf sem best

Með kærri kveðju frá Klettásfólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband