Fimmtudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.

 

Hér á meginlandinu Íslandi (andstætt við eyjarnar sem kendar eru við Vestmenn) er að koma dæmigert verslunarmannahelgarveður. (langt orð) Það er semsagt helli rigning. Maður getur svo sem ekki kvartað. Síðustu daga hefur verið einmuna blíða farið yfir tuttugu stigin hér á mölinni sem þykir gott. Enn heitara hefur verið fjær sjónum.

Nonni fylgist með vexti eplanna beggja í garðinum á hverjum degi. Honum finnst þau vera að vaxta en hann er ekki viss. Til að auka von um einhverja ætilega uppskeru fækkaði hann þeim úr þremur í tvö.

Nú er síðari lyngrósin búin að missa öll blómin, nema kannski einhverjarar títlur sem sjást ekki nema færa til lauf hennar. Gulu rósirnar eru í fullum skrúða og þær rauðu eru byrjaðar að sýna fegurð sína.

 Eins og við höfum nefnt þá er verslunarmannahelgin að bresta á. Það er einkennilegt hvað menn verða vitlausir og rjúka í halarófum út úr bænum. Það er fátt sem mér þykir leiðinlegra en að láta einhverja lestarstjóra stýra hvernig maður ekur og ekki er það afslappandi í sumarleyfinu að fara fram úr heilli bílalest til þess eins að hanga aftan í þeirri næstu. Þá þykir okkur fátt leiðinlegra en drukknir menn ekki síst drukknir Íslendingar. En fyrir mörgum er þetta toppurinn á tilverunni þ.e. að hanga í halarófu til þess eins að hanga utan í fullu fólki jafnvel dauðadrukkinn sjálfur þegar á leiðarenda er komið.

Það er fátt svosem nýtt hjá okkur. Sigurgeir sonur Nonna ætlar að koma hingað í stutta heimsókn og Elín kona hans og börnin hættu við að fara til NY. Það verður því væntanlega frá meiru að segja eftir helgina

Læknir Nonna hefur gefið honum ný ónæmisbælandi lyf sem hugsanlega lækna hann alveg á svona sex mánuðum. Vonandi fylgja ekki eins slæmar aukaverkanir og af sterunum sem hann hefur tekið. Hann er bjartsýnn og er ánægður að reynt sé að gera eitthvað.

 

Kæru vinir og ættingjar um allan heim.

hafið þið það alltaf gott

 

Ykkar Nonni og Sigga.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband