Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Verslunarmannahelgin
Við vorum ákveðin í því að aka ekki í halarófu eftir öllum hinum út á land um verslunarmannhelgina. Ekki fór svo að við færum ekkert eins og við ætluðum okkur en meira um það síðar.
Nú er verslunarmannahelgin afstaðin og þeir sem hafa verið afvelta eða sauðdrukknir á einhverri útihátiðinni að skríða til síns heima.
Sigureir og fjölskylda voru hérna um helgina en þau taka við íbúðinni í New York á föstudaginn. Stelpurnar höfðu verið fyrir austan fjall hjá ömmu Hebu og Kristjáni Geir nokkra daga. Við ætluðum hins vegar að hafa kvöldverðarboð á mánudagskvöldið. Okkur fannst tilvalið að bjóðasts til að sækja stelpurnar og sjá í leiðinni húsið sem þau búa í á Stokkseyri en Margrét Frímansdóttir byggði húsið fyrir nokkuð mörgum árum síðan en seldi fljótlega.
Maður hafði heyrt heilmikið um þetta hús. Það var sagt byggt við sjóvarnargarðinn og ekki bjóst maður við því að þar yxi nokkur gróður. Það kom hins vegar á óvart þegar við nálguðumst staðinn að umhverfis húsið virtist heilmikil gróðurvin. Kristján Geir upplýsti að garðurinn hefði hlotið verðlaun á sínum tíma. Umhiriða garðsins var ekki lengur með því móti að hann hlyti verðlaun. Hann var orðinn svolítið viltur. Fjöldi tegunda var samt gifurlegur og allt í blóma. Hann var þvi ákaflega skemmtilegur. Kristján sýndi okkur umhverfið. Við gengum upp á sjóvarnargarðinn, garðinn og skoðuðum húsið hátt og lágt. Heba var ekki búin að koma öllu dótinu sínu fyrir. Engu að síður var mjög hlýlegt og skemmtilegt að koma þarna, húsið stórt og mikið og nægilegt rými fyrir allt. Marta dóttir Kristjáns hafði komið sér fyrir í tveimur herbergjum og hafði svefnherbergi og skrifstofu. Húsið er annars hæð og ris. Timbur einingarhús frá Danmörku. Á efri hæðinni eru svefnherbergi, baðherbergi og hol. Eitt hverbergið hefur Kristján sem skrifstofu. Á neðri hæðinni er stórt eldhús hol og stofur. Svalir eru fyrir framan hjónaherbergið á loftinu og var Kristján að skipta um gólf . Svalirnar snúa að sjónum og veðurálagið of mikið fyrir furu. Hann var því að leggja harðviðargólf á svalirnar.
Eftir að hafa skoðað hús og umhverfi fengum við pönnukökur sem Heba hafði bakað á meðan. Við höfðum lagt á stað laust eftir hádegi og lögðum af stað til baka um þrjúleytið til þess að losna við mesta umferðarálagið. Fátt var um bíla á þrengslaveginum. Ekki virtist meira en venjuleg helgarumferð á Hellisheiði og rendum við heim á um 90 km. hraða í halarófunni sem við fylgdum.
Þegar í bæinn var komið keyrðum við Unni á Þinghólsbrautina til afa Péturs þar sem vinkona hennar vildi hitta hana. Sandra fór hins vegar með okkur heim. Sigga trylaði fram fiskisúpu og kom fjölskylda Sigurgeirs ásamt Pétri Guðfinns í mat.
Sigurgeir og fjölskylda fljúga síðan í dag til New York. Nú er komninn venjulegur vinnudagur. Hiti hefur lækkað niður í 10 gráður í stað 13. Það er logn og millt veður en rigning.
Elsku vinir og ættingjar.
Hafið þið það alltaf sem best og endilega skrifið í gestabókina þegar þið lesið þetta.
Ykkar Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.