önnu vika ágústs

Það var svo margt sem skeði um seinustu helgi að við höfum ekki tíundað það allt. Það gleymdist að geta þess að við fórum í heimsókn til Ástu og Halla vina okkar sem búa á Seltjarnarnesi og skoðuðum íbúð þeirra sem þau fluttu í fyrir nokkrum mánuðum síðan en okkur hafði ekki unnist tími til að skoða. Þá spiluðum við á laugardagskvöldið við Sigrúnu og Ella. Ég segi aldrei frá hvernig gengur þegar ég tapa þó það hafi ekki munað nema örfáum slögum og Elli hafi náð því í seinasta spilinu með því að taka áhættuna. Vogum vinnur vogum tapar.

Vikan hefur gengið sinn vana gang. Það hefur rignt heilmikið en veður annars verið millt. Í gær fórum við á Súfistann um það leyti þegar GayPride gangan var. Nonni kom sér fyrir út á skyggninu og tók myndir. Við komum þar fyrir eitt og gangan fór ekki fram hjá fyrr en undir þrjú. Nonni tók um þrjúhundruð myndir.

Eftir að hafa velt fyrir okkur bíóferð í gærkveldi varð leningin rólegt kvöld heima. Nú er sunnudagur  og komið undir hádegi. Við sitjum hér upp á palli. Eftir bloggið fer Sigga að sauma og Nonni að vinna í myndum.  Við ætlum síðan að hjóla út eftir Álftanesi kaupa í matinn en Auðunn og fjölskylda og mamma Nonna koma í heimsókn í kvöld.

Nóg í bili kæru vinir

 

Ykkar Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband