Áfram með smjörið

Nú hefur dregist svolítið að segja frá ferðinni. Við ætlum að hlífa ykkur og stytta frásögnina. Við enduðum frásögnina á tjaldstæðinu að Þórisstöðum í byrjun águst. 2. ágúst vöknuðum við í blíðskapar veðri. Við tókum því rólega fram yfir mat og héldum síðan sem leið lá um Hvalfjörðinn til Reykjavíkur. Nonni stoppaði nokkrum sinnum að taka myndir og ókum við inn í Botnsdalinn eins langt og vegur leyfði. Þaðan gengum við að Glym. Að vísu sáum við aldrei fossinn. Stígurinn hvíslast áður en komið er að fossinum og tókum við vitlausan stíg sem leiddi okkur að yfirsýn yfir gilið sem fossinn er í. Sigga treysti sér ekki niður gilið til að sjá fossinn og þótti okkur líka gangan vera orðin nægjanlega löng. Héldum við heim.

 Þegar heim kom vorum við spennt að sjá hvernig smíði pallsins á lóð okkar hefði gengið. Það var ekki að sökum að spyrja. Pallurinn sjálfur var farinn að sjá dagsins ljós. Það átti eftir að saga endana af gólfborðunum og gera handrið. Okkur leist mjög vel á framkvæmdina og vorum ekki frá því að pallurinn nýttist betur svona á einu gólfi heldur en í stöllum eins og hann var þó minni væri. (Við þurftum að minnka pallinn og draga hann frá nágrannalóð vegna deilna og greiddi bærinn kostnaðinn).

Verslunarmannahelgin gekk vel í rólegheitunum.

 

Meira seinna

 

Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar

 

Nonni og Sigga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband