Mánudagur, 28. ágúst 2006
Að lokinni svaðilför
Fyrir Nonna er það meiriháttar svaðilför að fara í jeppa um hálendið og gista í tjaldi og það um há sumarið. Hann hefur aldrei séð þann hluta hálendisins sem hann fór um um helgina. Sprengisandsleið - sunnan við Öskju - leið sem kallast Gæsavatnaleið - í Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og síðan niður með Kárahnjúkum og landveginn um suðurland til Reykjavíkur. Hann gisti í Herðurbreiðarlindum í tjaldi eina nótt og síðan í bændagistingu rétt austan við Höfn aðra nótt. Hann tók fullt af myndum sem hann er nokkuð sáttur við.
Venjulega höfum við samband við mömmu Nonna á sunnudögum, bjóðum henni heim eða tökum hana á Kaffihús. Þar sem Nonni kom ekki fyrr en kl. 8 um kvöldið heim fórum við aðeins í heimsókn til hennar og horfðum á Monk framhaldsþáttinn í Sjónvarpinu.
Á meðan Nonni var að sýna karlmennsku sína var Sigga heima. Á föstudagskvöldið fór hún í heimsókn til Ingu Hjartar sem ættuð er úr Hnífsdal og Margrét - eldri kona í Furugerði fór með henni. Á laugardeginum fór hún ásamt Kára og Guðrúnu í heimsókn til Hlínar föðursystur Siggu sem er á Eir. Þá var Elísabet Emma með Siggu ömmu sinni um daginn og gisti um nóttina. Fóru þær í Kringluna og síðan í heimsókn til Hröbbu og Birgis. Þá var farið á McDonalds og síðan var horft á teiknimyndir fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum fór þær heim til Elísabetar og sóttu systur hennar Margréti Helgu. Fóru síðan allar þrjár í bíó að sjá Gretti 2.
Einn daginn í vikunni festum við kaup á húsbíl sem við vonumst til að verði heimili okkar um helgar. Hann kemur með Norrænu þann 9. september nk.
Þarseinustu helgi spiluðum við m.a. við Ella og Sigrúnu fram eftir laugardagsnóttunni.
Kær kveðja elsku vinir og ættingjar
Þakka ykkur fyrir að fylgjast með þessum skrifum okkar
Það væri gaman að sjá nöfnin ykkar í gestabókinni
Ykkar
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.