12. september

Var það annars ekki höfundarnafn sem kom aftur og aftur fram í óskalagþáttum í gamladaga þe 12 september.

 

Sá atburður sem er okkur minnisstæðastur þann hálfan mánuð sem liðinn er frá seinustu færslu er skírnin hans Knúts þórs Auðunssonar. Hún for fram hjá Afa Knúti og ömmu Þuríði. Það var heimaskírn og skírnarfonturinn var gömul og marg blessuð skál sem notuðu hafði verið oft við slíkar athafnir í fjölskyldunni.

 Það var afi Knútur sem hélt nafna sínum undir skírn. Sá yngri ætlaði eitthvað að hafa sig í frami en afi Knútur ruggaði honum rólega í svefn.

Knútur var skírður á Laugardaginn 9. Daginn eftir var fjölskylduboð í Nonna fjölskyldu hjá Kjartani bróður hans í Breiðahvarfi. Sýndar voru gamlar litskyggnur mest af fjölskyldunni. Vélin sem notuðu var var komin á sextugs aldurinn og þurfti stuðning í hverju skrefi. Myndirnar voru margar svo dökkar að það þurfti að geta sér til um hvað væri á þeim. Hlegið var af myndatökunni sem þótti skondin á stundum. Þegar málverk sást yfir hópi af fólki var málverkið skirt en aðeins sást í hluta af hausum á fólkinu og stundum var andlitunum sleppt og aðeins myndaður búkurinn. Það varð hins vegar mikil ánægja í eldra liðinu þegar birtust myndir af nú háfullorðnum börnum þeirra á bleyju einni fata. (Nokkuð yngri á myndinum en þau eru nú). Þetta er hann Snorri minn og svo framvegis.

 Nú er húsbíllinn kominn til landsins og Sigga hefur verið dugleg að kaupa ýmislegt smálegt sem nauðsynlegt er í slíka útgerð.

 Annars hefur þetta verið svona venju samkvæmt Kristján og Birna og Auðun og Súsanna með Knút hafa komið í mat - annars hefur þetta verið sambland af vinnu og afslappelsi

 Núna í gær hringdi til Nonna blaðamaður sem hafði einhvernveginn komist að deilunni sem við eigum um pallinn hér á lóðinni. Þó við hefðum alls ekki óskað okkur að gera þetta mál að blaðamáli fannst Nonna skárra að svara blaðamanninum heldur en að hann skrifaði einhverja frétt út í loftið.

Það reyndist líklega best því hann hafði fengið í hendur bréf til bæjarins með orðalagi sem Nonni vildi gjarnan skíra svo ekki yrði af því misskilningur.  Nonni gætti þess að ekki kæmi fram sá pirringur sem er út í stjórnvöld að hafa ekki afgreitt þetta mál þau fjögur ár sem það hefur verið í gangi.  Það vinnst ekki neitt með þvi að heyja slík mál í blöðunum.

 Í gærkvöldi komu hingað Ásgeir kórfélagi Nonna og samfélagi í Geysi og Sigrún kona hans. Snæddu þau með okkur kvöldmat og spjölluðu við okkur fram eftir kvöldi. Var af því hin mesta skemmtun enda langt um liðið síðan við fórum til þeirra í sumarbústað þeirra í Borgarfirði.

 

Elsku vinir og ættingjar

Þakka ykkur fyrir að fylgjast með okkur.

Megi heilsa gleði og hamingja umlykja ykkar líf.

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband