Lok september 2006

Þriðjudaginn í lok september buðum við Auðunni og Súsönnu á Pizza Hut og að sjálfsögðu fylgdi hann Knútur með þó hann hafi ekki fengið pizzu. Auðunn er nýbyrjaður í vinnu hjá Securitas. Hann vinnur í sjö daga og hefur frí í sjö. Þetta var frí vika hans og því ætluðum við að bjóða þeim heim. Það var hins vegar ekki hægt því allt var undirlagt heima hjá okkur. Verið var að mála opna rýmið og húsgögnin saman í kös á miðju gólfinu og allt í málningarlykt.

Eftir þetta höfum við verið að vinna á draslinu. Við höfðum tekið niður flesta nagla því við ætluðum að breyta myndröðuninni. Bæði erum við hrifin af tilbreytingu og líka vorum við aldrei fyllilega sátt við upphaflegu röðunina. Við höfðum ekki gefið okkur nægjanlegan tíma til að raða myndum í upphafi enda þá um margt að hugsa.

Við breyttum líka röðun húsgagna – höfum fækkað stórum hlutum í setustofunni og þannig létt svolítið á. Hún virkar rýmri á eftir. Við höfum lokið uppsetningu stærstu myndanna en nokkrar af smærri myndunum eru enn óuppsettar. Við þurfum aðeins lengri tíma til að finna þeim stað.

Mamma Nonna átti afmæli á laugardaginn 30. sept. Systkini Nonna héldu henni boð hjá Höbbu systur Nonna. Sigga gerði eftirrétt og notaði til þess m.a. ber sem Hörður pabbi hennar hafði týnt. Dísa mákona Nonna gerði forréttinn sem var melóna með hrá skenku. Habba sá svo um aðalréttina og var aðaluppistaða þeirra fiskur.

Við fórum á sunnudaginn var í heimsókn til vinafólks okkar í sumarbústað í Vaðnesi í Grímsneshreppi. Heiður himin var. Það andaði aðeins af norðri og var 11 stiga hiti. Alveg einstakt í byrjun október.

Á heimleiðinni fengum við okkur snarl á Sub Way á Selfossi, heimsóttum Hrafnhildi mömmu Nonna.

Elsku vinir og ættingjar nær og fjær.

Þetta eru helstu atburðir liðinnar viku.

Þakka ykkur fyrir að fylgjast með okkur og hafið þið það alltaf gott.

Ykkar


Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf dálítið rask þegar verið er að mála og breyta til, en lengi getur gott batnað og er ég viss um að þið hafið raðað öllu smekklega upp. Ég hlakka til að sjá myndir af því. Bestu kveðjur frá Palla og mér,
Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband