Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Gleðilegt ár og þökkum liðið
Jól og áramót hafa verið róleg hjá okkur. Við vorum ein á aðfangadag, fórum í árvisst jólaboð Nonnafjölskyldu á jóladag. Við höfum ekki stundað miklar göngur og útiveru þó við höfum verið þó nokkuð í fríi því við höfum sett ótíðina fyrir okkur í þeim efnum Þó hafa myndast gloppur öðru hverju sem við höfum þá notið þeim mun betur.
Margir vinir okkar hafa heimsótt okkur eins og gengur þó það hafi verið í skorpum. Stundum tekur ein heimsóknin við af annarri sama daginn og svo líða dagar á milli. Á gamlaárskvöldi var Kristján fóstursonur í heimsókn Birna sambýliskona hans fór til foreldra sinna og hann var hér í mat og svo hittust þau á eftir.
Við átum afganga af jólasteikinni. Svona er að vera aðeins tvö í heimili. Við höfðum keypt Kalkúnabringur og eldað þær í heilu lagi í stað þess að skipta þeim og frysta hluta þeirra. Þær dugðu í jólamatinn, gamlaársmatinn og svo var afgangur fyrir Kristján að fara með heim og fyrir okkur daginn eftir. Þær voru mjög ljúffengar. Til þess að þær yrðu ekki þurrar og til þess að gefa þeim bragð var beikonsneiðum skellt inn í þær og utan um. Auk þeirra var hvítlaukur, rósmarin og best á kalkúninn krydd. Æðislegt eins og sagt er.
Nonni missti vinnuna nú fyrir nokkrum mánuðum og hefur ekkert fengið í staðinn þrátt fyrir margar umsóknir. Það stendur ef til vill í atvinnurekendum að hann segir frá því að hafa orðið þunglyndur á tímabili. Það er líklega dæmt harðar en fangavist. Hann hefur að vísu ekki sóst eftir þingsæti. Líklega er það eins jobið sem fyrrverandi fangar fá.
Þegar svona stendur á er barasta að gera gott úr hlutunum. Nonni byrjar í ljósmyndanámi í Iðnskólanum eftir áramótin. Aðal atriðið er nú að láta sér líða vel. Svo ef einhver vill fá Nonna í vinnu sem hann treystir sér til að vinna þá barasta klárar hann námið í fjarnámi.
Þegar svona stendur á getur maður sko fylgst þunglyndi, falið sig frá heiminum og farið niður á við. Með aldri fylgir "stundum" þroski þ.e. ef maður vill læra af lífinu. Það skiptir máli hvaða plötu maður spilar í huganum fyrir sjálfan sig. Maður getur spilað niðurbrotsplötuna sem segir að allt sé ómögulegt ef maður fær ekki allt sem maður vill. Maður getur líka spilað plötu þakklætis fyrir það sem maður hefur og reynt að gera best úr því. Síðari platan er hamingjuplatan en ekki sú fyrri.
Maður þarf að vísu að rífa sig upp á rassgatinu og gera það sem eykur hamingju og vellíðan til lengri tíma og spila réttu plötuna. Nonna finnst honum takast það nokkuð vel.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru vinir, við óskum ykkur líka gleðilegs árs með góðri vinnu og mörgum frábærum ferðalögum. Við þökkum innilega fyrir elskulegar móttökur og góðan mat þegar við vorum á landinu í haust, það eru margir búnir að dást að matarstellinu sem þið lögðuð á borð fyrir okkur þá.
Innilegar kveðjur frá okkur í Austurkoti
Þórunn og Palli
Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.