Fyrsti mánuður ársins

Menn spurðu sig fyrir áramót hvort ekki tæki að linna veðurofsanum þegar yfir áramótin kæmi. Það er ekki alla daga ofstopastormur en mjög marga. Nú spáir hann 12 stiga gaddi og þá ætti aðeins að minnka rokið.

 Eins og við sögðum ykkur seinast er Nonni á fullu í náminu og líkar alveg ákaflega vel. Hann vildi gjarnan hafa verið svona áhugasamur þegar hann var ungur að berjast í skóla. Það er þó öruggt að allt sem hann gerði annað en að læra hefur nýst einhversstaðar.

Við fórum í fimmtugsafmæli á Mýrarnar um daginn og vorum við svo heppin að það var fært þangað. Þegar við þáðum boðið höfðum við gert fyrirvara um að það þyrfti að vera fært. Jóhanna - (kona Gunnlaugs Ingva  - sem er aftur sonur Stellu er systir Sigurgeirs föður Nonna) hélt upp á afmælið sitt. Nú erum við að undirbúa árshátíð hjá Kátu fólki en við erum þar í skemmtinefnd. Sigga er að sauma hringapúða fyrir brúðkaup Auðuns og Súsönnu (sonar Nonna og tengdadóttur tilvonandi) og á milli prjónar hún teppi fyrir öll börnin sem eru að fæðast.

Við keyptum okkur nýja borðstofustóla á útsölu í Tekkhúsinu. Þeir sem eru viðkvæmir í baki m.a. Nonni eiga erfitt með að sitja í þeim sem við eigum nú. Þá getum við hjónin ef til vill setið saman við matarborðið þó Nonni fái skyndilega í bakið þegar fréttir eru í sjónvarpinu og þurfi að setjast fyrir framan það. :-)

Elsku vinir og ættingjar

 

Hafið þið það gott á þorra og alltaf

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það er gott að heyra að ykkur líður vel og hafið nóg fyrir stafni. Það var sérlega góð hugmynd hjá Nonna að fara í skóla, og gott að heyra að honum gengur vel. Sigga er auðvitað á kafi í handavinnu, hvað annað? Vonandi fer nú að draga úr vetrarhörkunum hjá ykkur, við erum búin að fá smjörþefinn af vorinu en það er samt eitthvað í að það sé alkomið.

Innilegar kveðjur frá okkur í Austurkoti

Þórunn og Palli 

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband