Níundi febrúar

Ekkert lát er á ótíðinni. Í dag var færðin þannig að vart var hægt að komast að heiman. Í skólanum hans Nonna vantaði mikinn hluta nemenda. Kennararnir komu sumir, aðrir veikir. Um áramótin höfðu margir á orði að nú hlyti ofankoman að hætta en Nonni sagði að hún breyttist barasta í snjó. Hann spáði að  vísu að snjórinn myndi ná upp á glugga. Ofankoman og rokið hefur haldist en það hlánar alltaf það mikið á milli að snjórinn nær ekki nema upp á miðja kálfa.

 Þegar við fórum af stað í morgun hafði engin ekið götuna. Nú eru þrír Yarisar í innkeyrslunni því Kristján og Birna eru flutt til okkar í þrjá mánuði á milli íbúða. Sigga ætlaði fyrst og festi hún bílinn. Nonni og Kristján náðu að koma honum út botnlangann og þá var gatan greið í Furugerði þar sem hann festist aftur.  Enn er óljóst hvernig það fer. Nonni gat komist að skólanum en ekki upp á planið þar sem hann leggur vanalega. Nóg var af plássinu þrátt fyrir það.

Jæja nú er framundan árshátíð Káts Fólks. Nonni hefur gert fyrri parta sem hann ætlar að leyfa fólkinu að spreyta sig á að botna. Hann hefur sína botna ef ekkert betra kemur. Við erum í skemmtinefnd og þurfum því að vinna að skreytingum og fleira fyrir hátíðina. Slík störf verða aldrei íþyngjandi því þau eru látin ganga á milli og er hvert parið aðeins tvö skipti. Nú er síðari skiptið okkar. Ekki skipta öll  pörin í einu þannig að ekki myndast eyða í starfinu.

Kristján og Birna voru að kaupa sér íbúð í Dvergaborgum í Grafarvogi. Þau fá hana afhenta í apríl og eru hjá okkur þangað til. Það er góð tilbreyting.

 Það gengur vel bæði í skóla og starfi og allt gott af okkur að frétta.

 

Elsku vinir - hafið þið það gott.

 

Nonni og Sigga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband