Árshátíð og fleira

Það fór harður diskur í tölvunni hennar Siggu. Ég bið því alla sem þetta lesa að senda okkur upplýsingar tölvupóstföng o.þ.l. svo við getum komið okkur upp tenglalistum aftur.

  •  Við vorum í gær á árshátíð Káts fólks. Við vorum í skemmtinefndinni og gekk allt vel sem betur fer. Nonni stóð fyrir botnakeppni og var afraksturinn harla litill. Ein i yngri kantinum var þó nægilega sleip í þessari list til að geta tekið við verðlaunum fyrir kveðskapinn. Ella vinkona okkar plataði dóttur sína að koma með nokkrar vinkonur sínar sem æfa saman raddaðan söng og gerðu þær stormandi lukku. Við höfðum unnið að skreytingum lengi fyrir skemmtunina og voru þær nánast gerðar úr engu. Rósir gerðar úr kreppappír, greinar málaðar með silfurlit og skreyttar bleikum borðum, vasar þaktir álpappír með greinum í o.s.fr. Allt tókst þetta mjög vel.

Það hefur hlánað og verið ferðafært utandyra í dag. Dagurinn hefur farið í göngutúr, tiltekt og uppsetningu á nýju tölvunni hennar Siggu.

 

Við óskum ykkur alls hins besta elsku vinir og ættingjar

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það er hvimleitt þegar diskarnir í tölvunum gefa sig, en alltaf má fá annað skip.....

það er gott að heyra að þið komist ferða ykkar þrátt fyrir snjó, krapa eða svell. Færðin er betri hjá okkur og nú erum við búin að kaupa okkur far til Madeira í byrjun mars, þar ætlum við að hafa það gott í nokkra daga.

Mikið hefði verið gaman að vera með ykkur á hjónaballinu, þar var greinilega glaumur og gleði. 

Bestu kveðjur frá okkur Palla,

Þórunn 

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband