Þriðjudagur, 10. október 2006
Geðheilbrigðisdagurinn 10. október
Það er geðheilbrigðisdagurinn í dag. Í tilefni hans var sýning á verkum fólks sem hefur átt við slíkan vanda að etja í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin var aðeins tvo daga um seinustu helgi og hafði Nonni þar ljósmynd frá Þingvöllum framkallaða á striga.
Við höfum farið á skemmtanir í félagsskap sem heitir "Kátt fólk".
Félagsskapurinn gengur ekki út á neitt annað en að halda gömludansaböll fjórum sinnum á ári. Krafist er formlegs klæðnaðar (svört jakkaföt, slaufur og síðkjólar) og er óheimilt að karlmenn fari úr jakkanum á meðan skemmtun stendur. Skemmtanirnar eru áfengislausar og ekki er reykt í salnum. Hreint loft og ælulausar skemmtanir.
Við fórum sem sagt á slíka skemmtun á laugardaginn og sóttum um aðild að félaginu. Það má maður gera eftir að hafa sótt tvær skemmtanir sem gestur einhvers og fengið góð meðmæli.
Nú er Blindrasýn, blaði Blindrafélgsins, sem dreift er sem fylgiriti Moggans að verða full mótað.
Flestar myndirnar eru aðfengnar. Þó er forsíðan og tvær myndir inn í blaðinu eftir Nonna. Starfsfélagar í Blindrafélaginu eru hæst ánægðir yfir myndunum er alltaf gaman að einhverjir sýni verkum mans áhuga.
Sigga hefur verið að sauma nýjar gardínur í stofuna. Eins og við höfum sagt frá hér áður þá létum við mála opna rými hússins og röðuðum húsgögnum og myndum upp á nýtt. Sigga hafði keypt gardínur í Rúmfatalagernum fyrir lítið í fyrra en þær hlupu í þvotti. (Einnota gardínur). Tók hún sig því til og keypti efni í nýjar og erum við hæst ánægð með þær.
Sigga sækir um þessar mundir námskeið í geðsjúkdómum í tengslum við vinnuna sína.
Nonni hefur verið að kenna á Photoshop í Klúbbnum Geysi. Hann hefur haft námskeiðið einu sinni og voru nemendur mjög góðir. (Tóku vel við) Hann reiknar með að hafa námskeiðið tvö þrjú skipti í viðbót.
Við erum byrjuð á vetrardundinu - áhugamálum sem liggja í lægð yfir sumarið . Nonni er að vinna í myndum og Sigga er með handavinnu. Að vísu leggur Sigga aldrei frá sér handavinnuna þó hún sé aðeins minni yfir sumarið.
Eins og fyrri daginn.
Elsku vinir og ættingjar og aðrir sem lesa þessi orð.
Hafið þið það gott og leitið sífellt gleðinnar.
Ykkar
Nonni og Sigga
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru vinir, takk fyrir góðar kveðjur. Við erum á fullu að leita gleðinnar á ferðalagi um Portúgal og Spán, okkur hefur orðið vel ágengt með það. Verðum líklga komin aftur í Austurkot um næstu helgi. Það er alltaf gaman að heyra hvað þið eruð að bralla, engin lognmolla í Klettásinum. Bestu kveðjur, Þórunn og Palli
Þórunn (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.