Sunnudagur, 23. mars 2008
Göngutúrar og hækkandi sól
Við fórum í klukkutíma göngutúr í Heiðmörk í dag. Við höfum gengið klukkutíma hvern dag yfir páskana og er það mikill viðsnúningur frá því sem var í vetur. Tíðin hefur verið okkar afsökun en í raun hefðum við vel getað dúðað okkur vel og farið út.
Nú er giftingin hans Auðuns afstaðin - tókst afbragðs vel Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til Ella og Sigrúnar. Eftir matinn leystum við sunnudagsgátu Moggans og spiluðum fram eftir kvöldi. Afbragðs matur og afbragðs kvöld.
Um daginn bjuggumst við við múrara sem ætlaði að laga skemmd fyrir okkur. Hann hafði ekki sagt hvenær hann komi. Nonni var heima og sofandi í rúminu kl. 8 einn morgun þegar bankað var. Nonni er voðalega þurr í augunum á morgnanna og var vart búin að opna augun þegar hann opnar dyrnar og nær ekki að líta í andlit þess sem er á tröppunum. Ert þú múrarinn sagði hann og heyrir svona lágt kurr í manninum Nær Nonni þá að opna þurr augun nægilega til að sjá milli stýranna í andlit sem hann kannaðist aðeins við.
Á tröppunum stóð Sigurgeir sonur hans sem býr í Ameríku og var sko ekkert væntanlegur. Aðeins í smá skreppi.
Múrarinn kom seinna.
Kær kveðja elsku vinir og ættingjar.
Gleðilega páska
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru vinir, gott að heyra að þið eruð hress. Til hamingju með brúðkaup ungu hjónanna, mikið væri gaman að sjá myndir frá atburðinum. Ég hefði viljað sjá andlitið á Nonna þegar hann áttaði sig á því að það var sonur hanns en ekki múrarinn sem stóð við dyrnar, örugglega ánægjulegir endurfundir.
Bestu kveðjur frá Portúgal,
Þórunn og Palli
Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.