Hækkandi sól

 Nú er tími falskra loforða.

Ég kalla það fölsk loforð þegar veðrið lætur eins og vorið sé komið og svo kemur kuldakast og gróðurinn sem trúði loforðinu fær á sig skell svikanna. Ég finn alltaf til með krókusunum sem þurfa að lifa af frost og snjó vegna svikinna loforða. Trén fara að láta kræla á sér og fyrstu laufin eru brún í toppinn vegna þess sama. Sígrænu jurtirnar deyja oft í þessari baráttu frosts og funa.

Það rifjast upp fyrir Nonna þegar hann Auðunn sonur hans var um sex ára og rauk út á stuttbuxum á sumardaginn fyrsta. Það var glaða sólskin og mamma hans kallaði á eftir honum að hann gæti ekki farið svona út. Hann svaraði um hæl: Mamma en það er komið sumar.

Það er annars gott af okkur að frétta. Lífið hefur gengið sinn vanagang. Kristján og Birna búa enn hér í forstofuherberginu og fer lítið fyrir þeim. Þau vinna mikið og stunda æfingar, (bæði tónlistar og líkamsæfingar.) hitta félagana o.þ.l. Á hlaðinu eru þrír Yarisar sem lagt er skipulega eftir því sem menn fara til vinnu og skóla á morgnanna.

Allir áfangar sem Nonni er í eru símatsáfangar þ.e. ekkert lokapróf. Gefið er fyrir verkefni og tímapróf. Nú er komið að lokaverkefnum í nokkrum áföngum og því þyngist róðurinn. Skólinn hættir líka óvenju snemma - líklega vegna sumardagsins fyrsta og er eins og sumir kennarar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Sigga er að hekla gardínur í húsbílinn - svona til að auka enn hlýleikann og gera hann persónulegri. Planið er að njóta hans í sumar. Þá hefur hún verið að prjóna bæði dúkkuteppi og barnateppi sem hún hefur gefið.

Semsagt allt gott að frétta af okkur

 

Hafið þið það alltaf gott elsku vinir og ættingjar

 

Nonni og Sigga.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það er alltaf gaman að heyra hvað þið eruð að bralla, sitjið greinilega ekki aðgerðarlaus frekar en fyrri daginn. Það er ekki spurning að húsbíllinn verður heimilislegri þegar heklaðar gardínur eru komnar fyrir gluggana. Ég er búin að skoða myndirnar frá brúðkaupinu, á síðunni hanns Sigurgeirs þetta hefur verið mjög fallegt. Gangi ykkur vel í prófunum og með handavinnuna, bestu kveðjur frá vinum ykkar í Portúgal,

Þórunn og Palli

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband