Laugardagur, 12. apríl 2008
Skemmtileg vika
Það hafa verið strjálar færslur í vetur. Þó veturinn hafi verið mjög góður þá hefur hann ekki verið að sama skapi tilbreytingaríkur. Við höfum ekki tíundað nákvæmlega hvað Nonni hefur verið að læra þó það sé margt spennandi eða hvað Sigga hefur verið að gera í vinnunni enda er það mest trúnaðarmál. Nonni er núna að vinna í lokaverkefnum í sumum fögum og hefur lokið öðrum. Allt símatsáfangar. M.a. er hann að gera stuttmynd með hópi þ.e. þremur stúlkum og Halla frænda sínum. Mjög spennandi. Við fórum í Óperuna á miðvikudaginn í boði bankans. Óperan hefur árlega sýningu með nemendum og þeim þannig veitt tækifæri að vinna í raunverulegu umhverfi með stuðningi fagfólks. 70 umsóknir bárust um þær 6-8 aðalsöngvara. Einnig var fjölmennur kór í sýningunni og hljómsveit einnig skipuð afbragðs nemendum. Cosi Fan Tutti eða allar eru þær eins eftir Mozart. Við skemmtum okkur einstaklega vel. Frábær söngur og leikur og uppfærsla. Mjög skemmtileg gamanópera. Þá var haldið upp á afmæli pappa Nonna sem lést fyrir þremur árum. það var haldið hjá Kjartani bróður hans og kom allur ættleggurinn þ.e. þeir sem voru á landinu. Alveg einstakt kvöld. Þá fórum við í matarboð til vinafólks á fimmtudagskvöldið. Æðislega fín fiskisúpa. Þá var seinasta laugardag ball hjá Kátu Fólki einnig alveg frábært. Nú í dag er afmælisboð hjá Knúti sonarsyni Nonna. Hann er tveggja ára í dag. Þá fer Sigga í leikhús með stelpunum hennar Gabríelu og Gabríelu (stjúpdóttur Siggu) að sjá Gosa. Nonni vinnur að stuttmyndagerð á meðan. Við urðum að sleppa fermingarboði að Bakka í Svarvarðardal þar sem systurdóttir Siggu er að ferma elsta son sinn. Maður getur sko ekki verið alls staðar.
Elsku vinir
Allt gott af okkur að frétta eins og sést á þessari upptalningu
Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar
Ykkar Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl elskurnar mínar, þið eruð greinilega á kafi í samkvæmislífinu fyrir utan afmælisboð, skóla og vinnu. Gott að heyra að það er allt í lagi hjá ykkur.
Bestu kveðjur úr kotinu í Portúgal,
Þórunn og Palli
Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.