Afmæli Hermínu

Mamma hennar Siggu varð 80 ára þann 28. þm. sama dag og hún Sandra (borgarholt.com) varð sjö ára. Við gátum ekki heimsótt hana Söndru því það er svo langt til hennar. Hún býr í New York. Því gerðum við það næst besta og brugðum okkur norður fyrir heiðar í veislu sem Sigga og systkini hennar héldu mömmu sinni í Mímisbrunni, félagsaðstöðu eldri borgara á Dalvík. Við héldum af stað eftir vinnu á fimmtudaginn, föstudagurinn fór í undirbúning afslappelsi og síðan var veislan kl. 3 á laugardag. Sunnudagurinn fór að mestu í aksturinn heim. Fórum um hádegi og komum um kl. 6.

 Veðrið var ágætt fyrir norðan og á báðum leiðum en mun hafa verið hryssingslegt hér fyrir sunnan meðan við vorum norðan heiða.

 Nonni tók nokkrar myndir í veislunni sem verða birtar hér á blogginu síðar.

 Það er alltaf yndislegt að koma norður. Þar búa foreldrar og systkini Siggu og okkur er tekið þar með kostum og kynjum.

Sandra hringdi á afmælisdaginn sinn í afa sinn og var það nú aldeilis sárabót fyrir að geta ekki skroppið til hennar.

Jæja elsku vinir og ættingjar. Við skulum bara hafa þetta stutt í dag. Klukkan er orðin margt og við erum að fara að sofa.

 

Hafið þið það alltaf gott og gæfan fylgi ykkur.

 

Ykkar Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það er gott að heyra frá ykkur, myndirnar þínar Nonni, eru mjög fallegar. Bestu kveðjur og hamingjuóskir með afmæli Siggu.

Þórunn og Palli

Þórunn (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband