Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar

Nú eru liðin 40 ár síðan Sigga lauk námi í húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Af því tilefni hittust 21 skólasystir frá þessum tíma á Ísafirði.

 Sigga tók flug til Ísafjarðar á fimmtudagsmorgun ásamt Möggu og Fjólu.

Lilja vinkona Siggu skaut skjólshúsi yfir Siggu og fór Magga með henni í heimsókn.

Á fimmtudeginum var það göngutúr og heimsóknir. Að lokum almennum vinnudegi fór Magga til Lindu – (ein skólasystra) og gisti hjá henni. Sigga gisti hjá Lilju.

 Um kvöldið fór Sigga með Lilju og Ella í Edinborgarhúsið á skemmtun með Óskari Péturssyni og Erni Árnasyni. Var það hin besta skemmtun. (Grenjandi hlátur). Eftir skemmtunina ók Elli þeim til Suðureyrar.

Morguninn eftir fór Sigga ásamt Gunnu A til Fjólu (báðar skólasystur). Sú síðarnefnda bjó hjá syni sínum. Fjóla fékk bíl lánaðan og óku þær í morgunkaffi inn í fjörð til Lindu (einnig skólasystir). Þar voru Onna, Didda, Magga, Inga Lára, Linda Erla og Inga Sæm (skólasystur)  Siðar bættust aðrar skólasystur við.

Eftir spjall og kaffi gekk Sigga ásamt Gunnu inn á Ísafjörð - klukkutíma labb. Í bænum hittu þær Stínu og Fríðu og fóru aftur til baka með þeim inn í fjörð og borðuðu hádegismat hjá Lindu.

Um þrjú leitið var tekið á móti Magneu út á flugvöll og farið þangað á gistiheimilið -þ.e. gamla elliheimilið. (hefur ekkert með aldur þeirra að gera.)

 Með kvöldvélinni á föstudeginum komu svo Maja, Unnur, Beta og Ellen frá Noregi. Nokkur spenna hafði verið um það hvort Ellen næði þeirri vél vegna stutts tíma á milli vélanna þ.e. frá Noregi og síðan vélinni til Ísafjarðar. Þetta hófst með smá brellum. Vélin til Ísafjarðar var tafin um 13 mínútur til að dæmið gengi upp.

Á föstudagskvöldið var etinn Taílenskur matur frá einni slíkri búllu á Ísafirði - sent upp á "elliheimilið". Síðan höfðu þær skemmtun hver af annarri upp á elliheimili um kvöldið.  

Á laugardagsmorgun var byrjað á göngutúr eftir morgunverð. Þá var hist í gamla skólanum sem nú er tónlistarskóli og fengu þær að skoða hann.

 Þá tvístraðist hópurinn og skoðaði Sigga bæinn. Nokkrar fóru upp sjúkrahúsið gamla með Siggu en það er bókasafn núna.

Um kvöldið var farið í Vigur. Lagt var af stað um kl. 18:30 - siglt í hálfan tíma. Kiddý eiginkona Hafsteins skipstjóra gædaði þær um eyjuna það litla sem mátti labba því varp var á fullu.

Siggi nokkur Gríms var þar að taka heimildarmynd um eyjuna. Skólasysturnar lentu inn í þeirri mynd. Mynd þessi gerir þær væntanlega heimsfrægar. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi í endaðan júní. Hver veit hvað síðan tekur við.

Eftir að deputera í kvikmynd var farið inn í veitingahúsið í Vigur og etin þar kvöldverður - blómkálssúpa - síðan lambalæri á íslenskan máta með öllu tilheyrandi - þ.m.t. Ora grænar baunir. Þá var kaffi og dýrindis marenge terta.  

 Um tíu leytið um kvöldið var haldið heim. Sigga fór þá inn í Edinborgarhúsið ásamt nokkrum örðum "stelpum" - beint á barinn (barasta af því það var stúdentsveisla í aðalsalnum.)

 Þarna biðu þær eftir hinum sem aldrei komu. Sigga hitti þarna fjöldann allan af fólki sem hún þekkti frá því hún bjó á Ísafirði. Hinar þekktu líka nokkra. Hinar sem ekki komu voru upp á "elliheimilinu" og fór Sigga og þær sem með henni voru þangað laust eftir miðnætti.

Spjallað var fram eftir nóttu og dreypt á einhverju sem ekki skal tíundað. 

 Á sunnudaginn fór hópurinn að tvístrast. Pakka varð niður og gengið frá herberginu fyrir hádegi. Klukkan fjögur kom Sigga heim og fékk að sjá að Nonni hafði ekki verið algjörlega aðgerðarlaus á meðan. Alltaf nóg að gera í húsinu.  

Elsku vinir og ættingjar 

 Bestu kveðjur

Ykkar vinir og ættingjar

 Sigga og Nonni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, þetta var skemmtileg frásögn og frábærar myndir. Dömurnar úr grautarskólanum virðast hafa notið hverrar mínútu sem þær voru saman.

Ég óska ykkur góðrar ferðar og skemmtunar með Kátu fólki, vonandi fáið þið gott veður. Annars skiptir það ekki mestu máli heldur að vera með góðu og kátu fólki.

Kveðja

Þórunn 

Þórunn E Guðnadóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:31

2 identicon

Sigga mín! Takk fyrir síðast, góður hittingur þetta hjá okkur

Rændi einni myndinni frá þér, þessari þar sem við bíðum eftir Magneu.

En við sjáumst alla veganna í Norge 2013??

Kv. úr blíðunni vestra, Stína.

Stína (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband