Afmæli eftir afmæli

Í dag á hann Pétur Þór sonarsonur hans Nonna afmæli. 1. nóvember er afmæisdagurinn hennar Siggu og fórum við út að borða á Pizza Hut. Sigga bakaði og það var heilmikil traffik. 3. nóvermber átti Habba systir Nonna afmæli og hélt upp á það þann 4. Jón Kristjánsson stjúpsonur Siggu átti afmæli 4. nóvember. Níunda nóvember hélt mamma Nonna upp á 60 ára brúðkaupsafmæli sitt og Sigurgeirs heitins.

 Við létum mála opnu rýmin fyrir nokkru eins og við tiunduðum á sínum tíma. Nú máluðum við svefnherbergið okkar um seinustu helgi. Við höfum haldið hrimhvíta litnum á öllu nema þeim vegg sem rúmgaflinn okkar er við og er hann milli brúnn.

Skammdegið var byrjað að hafa áhrif á Nonna. Hann keypti í fyrra lampa sem líkir eftir sólarljósi og fer hann í sólbað á hverjum morgni og hefur það mjög góð áhrif.

Sigga er að taka út sumarleyfið sitt. Hún vinnur heilmikið í handavinnu og dúllar sér í rólegheitunum heima.

Það eru alltaf nokkur  gestagangur þó síðustu vikukrnar hafi verið með rólegast móti fyrir utan afmælið., t.d. hafa Kjartan og Dísa  (bróðir nonna og mákona) komið, Auðunn, Súsann og Knútur Þór. Hrafnhildur mamma Nonna.

 Eins og við höfum sagt hér á síðunni þá bjóðum við Hrafnhildi mömmu nonna á kaffihús eða heim í mat á sunnudögum. Seinasta sunnudag hafði hún tekið fram að hún færi hvergi þar sem hún væri svo kvefuð. Við sögðumst þá bara koma í heimsókn til hennar. Þegar við komum var hún hins vegar komin í kábuna og sagðist nú ekki sleppa svona gylliboði að fara út með okkur. Það þýddi súpa og brauð á Aski.

 Elsku vinir og ættingjar.

 

Hafið þið það alltaf gott

 

Ykkar

Nonni og Sigga.

 

                                                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir í tilefni af öllum þessum afmælum. Mér sýnist engin hætta á öðru en hún Sigga sé með eitthvað í höndunum. Skemmtileg frásögnin af þeirri öldruðu, rétt hjá henni að missa ekki af því að skreppa aðeins út og fá sér eitthvað gott að borða. Bestu kveðjur frá okkur í Asuturkoti, Þórunn og Palli

Þórunn (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband