Föstudagur, 4. júlí 2008
Byrjun júlí
Jæja - frá hverju á að segja ykkur kæru vinir og ættingjar nú í byrjun júlí.
Sigurgeir sonur Nonna hefur verið á landinu með fjölskyldu sína -þau ætluðu að vera löngu farin en vinna Sigurgeirs hjá Glitni tafði þau.
Í stað þess að vera á stöðugu húsbílaferðalagi höfum við tekið túra og skottast með dætrum Sigurgeirs á milli.
Þegar þau komu fyrir nærri því þremur vikum vorum við í Grindavík. Heimsóttum við m.a. vini okkar þar sem sýndu okkur plássið og buðu okkur í kaffi.
Við misstum því af því þegar Sigurgeir kom beint úr flugi í heimsókn - aðeins og sein. Sandra fór til Bertu Maju vinkonu sinnar og Unnur til ömmu Hebu (fyrri konu Nonna). Við hræddumst því að fá lítið að sjá þær.
Með þolinmæði breyttist þetta. Við buðum öllum til veislu - grill með fjölskyldunni, Auðunni, syni Nonna og fjölskyldu ( Súsönnu og Knúti), Ömmu Hebu og Kristjáni hennar manni, (hann er kallaður Kristján afi af barnabörnunum.). Sólin skein og menn gátu borðað úti.
Þá fórum við á mót í félagsskap sem við erum í að Brautarholti á Skeiðum. Unnur var með okkur og var margt gert fyrir unglinga. Sérstaklega þótti henni gaman að kynnast frænku sinni en sonardóttir Hrefnu, systur Nonna var þar með ömmu sinni og afa, ásamt vinkonu og náði Unnur góðu sambandi við þær.
Þá var Halli sonur Hrefnu ásamt fjölskyldu.
Í vikunni á eftir fékk Nonni góða daga með Söndru og vinkonu hennar Bertu Maju. Þær vildu fara í húsbílnum hérna innanbæjar og lét Nonni það eftir þeim. Nonni verslaði m.a. inn og bauð þeim upp á skyndibita í Smáralindinni.
Um seinustu Helgi fórum við svo á ættarmót Pálsættarinnar að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Kristján heitinn fyrri maður Siggu er af þeirri ætt og telst því Sigga nú vera hluti ættarinnar. Þar voru Kristján og Birna (fóstursonur og sambýliskona) og var mál manna að mótið hefði verið vel heppnað þó bæði væri kalt og hvasst.
Sandra hefur gist hjá okkur og er hún lögst til hvílu þriðju nóttina í röð þegar þetta er skrifað þegar fyrstu mínútur 4. júlí hafa runnið sitt skeið. Við höfum farið í sund og húsdýragarðinn með hana og bakað hana en svo kallar hún þá aðferð sem hún sækist mjög í að láta strjúka á sér bakið.
Sigga hefur verið rúmlega viku í sumarleyfi. Við ætluðum að vera allt leyfið á flakki en heimsókn fjölskyldu Sigurgeirs setti strik í þann reikning. Nú förum við væntanlega út úr bænum á morgun.
En semsagt elsku vinir og ættingjar Allt gott af okkur. Við óskum ykkur alls hins besta Ykkar vinir og ættingjar Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru vinir, margt fer öðruvísi en ætlað er og getur samt verið skemmtilegt. Það var gaman fyrir ykkur að vera samvistum við fjölskyldurnar allar og hafa það gott saman. Við höfum haft gesti í viku en þau fara á morgun, svo þá verðum við aftur ein í kotinu. Við erum með áætlun á prjónunum um að ferðast svolítið en það fer allt eftir veðri og vindum, gott að geta bara skellt sér á stað þegar veðurútlit er gott. Njótið vel þess sem eftir lifir sumars, heyrumst svo fljótleg, kveðja frá kotbændum í suðri,
Þórunn og Palli
Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.