Nóvemberlok

Nú fer að líð að jólum.  Það hefur verið algjört vetrarríki hér á hinu kalda Íslandi. Frostið hefur farið langt niður fyrir -10 gráður hér í byggð og enn kaldara inn til landsins. Um síðustu helgi fórum við á skemmtun með starfsfélögum Nonna í Skíðaskálan í Hveradölum. Það var þá sem byrjaði að kyngja niður snjó. Við fórum á bíl. Um kl. 10:30 spurði Klara starfsfélagi Nonna um hvort ekki væri möguleiki að komast heim. Nonni svarðai: "Ef Sigga er til að koma heim þá er ég það" og Sigga var til. Um það leiti sem við komum heim um kl. 11 byrjaði að kyngja niður snjó og var nokkur vindur með snjókomunni. Við vorum því fegin að hafa komist heim fyrir þann tíma. Aðrir fóru með rútum og komust allir klakklaust í bæinn. Einhverjir sem ekki létu sér nægja að hætta leik þá er hæst hann stóð og fóru á öldurhús í Reykjavík áttu í einhverjum erfiðleikum vegna veðurs. Það var svo í fréttum að það hafi þurft að senda rútu í miðbæinn til að bjarga fólki eftir að leigubílar hættu að ganga vegna ófærðar. Það var svo ekki fyrr en morguninn eftir að hafist var handa að hreinsa göturnar.

Við höfum fengið heimsóknir vina okkar og ættingja. Eitt kvöldið litu Sigrún og Elli inn, Auðunn, Súsanna og Knútur komu í mat, Óli og Iðunn vinafólk okkar leit við og ræddu við Siggu meðan Nonni var að spila Bridge með félögum sínum. Óli kom svo aftur í dag og leit yfir og sagði fyrir um loka hönd á myndvinnslu sem Nonni vann fyrir hann fyrir jólakort hans.

Við létum setja tvær myndir í innrömmun nýlega og vorum að sjá árangurinn í dag. Önnur myndin er útsaumsmynd eftir Siggu og hin er mynd sem var á heimili afa Nonna og er erftir Sigfús Halldórsson. Við erum mjög ánægð með árangurinn. Snjomynd_i_november

 Annars hefur tíminn farið í snjómokstur, þrif, afslappelsi, sjónvarpsgláp og hobby sinnu.

Elsku viniri og ættingjar

Bestu óskir frá okkur í Klettásnum

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband