Laugardagur, 2. ágúst 2008
Áfram með ferðina
Á sunnudaginn 13. júlí komum við heim frá Selfossi - við ætluðum að vera lengur í ferðinni en okkur þótti það ekki spennandi vegna rigningar. Sigurgeir sonur Nonna kom heim frá Ameríku og dró það okkur frekar en ekki í bæinn. Fyrst fórum við í sumarbústað Óla og Iðunnar - stoppuðum þar til rúmlega 17 og héldum síðan í bæinn. Fórum fyrst heim og síðan borðuðum við á Aski. Þar var allt fullt og þurftum við að bíða nokkuð. Á meðan á biðinni stóð tókum við tali hjón sem dvalið höfðu lengi í Noregi og voru hér í stuttri heimsókn. Þegar komið var að okkur taldi þjónninn að við værum saman og samþykktum við það. Höfðum við ánægjulega stund með þeim Siggu og Gunnari. Gunnar er málmsmiður og vinnur við Olíuborpalla.
Á mánudaginn 14. júlí töluðum við Elínu og var að samkomulagi að Sandra fengi að gista hjá okkur um nóttina. Fyrsti forgangur hjá henni var að hitta Bertu Maju vinkonu sína. Sandra hafði nýlega kvatt hana og farið til Ameríku og vissi Berta ekki af þessari ferð hennar. Mamma Bertu bauð Söndru inn í herbergi Bertu og lét Bertu ekki vita af hvað biði hennar þegar hún færi þangað upp. Það var stórt spurningarmerki í svip Bertu að sögn þegar hún sá Söndru í herberginu.
Mánudagurinn fór í snatt. M.a. með mömmu Nonna og fl. um kvöldið (mánudags) ók mamma Bertu Söndru til okkar og gisti hún á dýnu við rúm okkar um nóttina. Á þriðjudag þurftum við að fara með húsbílinn á verkstæði til að láta setja á hann markísu sem við höfðum pantað. Sandra skottaðist með okkur. Nonni þurfti síðan að fara í sjúkraþjálfun og voru þær Sandra og Sigga í rólegheitum á meðan og Sigga bakaði pönnukökur. Kristján Geir kom síðan rétt fyrir kvöldmat og sótti Söndru og fór með hana til Stokkseyrar. Um kvöldið ætluðum við í bíó en fengum ekki miða. Litum við þess í stað við hjá Hrefnu og Guðjóni. (systur Nonna og mági.)
Á miðvikudaginn sóttum við m.a. húsbílinn, versluðum inn í Bónus með smá kaffisopa á Kaffi París og undirbjuggum síðan kvöldmat, en Kristján og Birna ætluðu að borða með okkur. Á fimmtudaginn fór Sigga í kaffi í vinnuna sína með Helgu og Nonni borðaði með Steina á Kaffihúsi. Nonni fór síðan í sjúkraþjálfun og síðan var rólegt kvöld heima. Föstudagsmorgun fórum við bæði í hársnyrtingu um morguninn. Eftir hádegi fórum við í jarðaför Péturs Leifs Péturssonar, bróður Elínar tengdadóttur Nonna. Pétur Leifur var aðeins 46 ára þegar hann lést.
Eftir jarðarför og erfidrykkju skutumst við á Selfoss til Elínar og Birgis. Laugardaginn var brúðkaup Bjarna Kjartanssonar, bróðursonar Nonna. Gift var í Bústaðarkirkju og veislan var í turninum, hæsta húsi á Íslandi . Falleg athöfn og mikil og góð veisla. Maturinn alveg einstakur.
Þá er komið að Sunnudeginum. 20. Júlí, Við mættum rétt fyrir hádegi á 101 til að kveðja fjölskyldu Sigurgeirs þ.e. Sigurgeir og Elínu ásamt Söndru. Hin börnin þ.e. Unnur og Pétur ætluðu að vera áfram á Íslandi, Unnur hjá ömmu sinni á Stokkseyri og Pétur hjá föðurfólki sínu fyrir norðan. Það komu fleiri - Kristján og Heba, Marta, foreldrar Bertu Maju og systir (ásamt Bertu) og Pétur Guðfinns. Öllum var boðið upp á hádegissnarl. Við Sigga fengum okkur humarsúpu. Þetta var mjög hugguleg stund. Um kvöldið borðuðu Iðunn og Óli hjá okkur og var spilað fram til kl. 1 eftir miðnætti.
Á mánudeginum 21. Júlí komu þeir Pétur Guðfinnsson og Pétur Þór Ágústsson ( sonarstjúpsonur Nonna) í mat í hádeginu . Við lögðum síðan af stað norður í land um miðjan daginn, eftir að hafa sótt gas fyrir bílinn og annað sem þurfti til að undirbúa ferðinni. Við tókum olíu ó Borgarnesi, stoppuðum á Baulu og keyptum okkur ís og héldum síðan sem leið lá á Blönduós. Við vorum komin þangað um átta leytið um kvöldið og snæddum þá loks kvöldverð. Okkur þótti tjaldstæðið ekki eins snyrtilegt eins og fyrir ári síðan þegar við gistum þar seinast. Það getur verið að álagið hafi verið meira og við höfum hitt illa á.
Þriðjudaginn 22. Fórum við af stað upp úr hádeginu. Lögðum bílnum út á varnargarð við héraðsvötnin í Skagafirði ekki langt frá Bólu. Við tókum nokkrar myndir og héldum síðan ferðinni áfram til Akureyrar. Fyrst litum við við hjá Ellu og Sævari, Ella var ein heima og sýndi hún okkur garðinn við hús þeirra. Þau fluttu norður í nýtt einbýlishús fyrir þremur árum og höfðu standsett garðinn í sumar. Feikilega flott allt hjá þeim.
Rétt fyrir kl. 4 um eftirmiðdaginn kom Sævar heim með yfirmenn frá Vegagerðinni. Eftir innlitið fórum við á tjaldstæðið að Hrafnagili, fórum í sund eftir kvöldmat. Stuttu eftir sundið komu Sigrún og Elli í heimsókn og spiluðu Kana fram yfir miðnætti. Veðurspáin er góð fyrir þann tíma sem við verðum hér fyrir norðan. Það var að vísu rigning á leiðinni norður en í morgun
23. Júlí var brakandi sólskin og 21 stiga hiti. Nonna fannst svolítið heitt í lognmollunni en Sigga kann að njóta slíks. Sóluðum við okkur fram yfir hádegi. Fórum svo í hjólatúr. Nonni hafði fylgst með skýjabökkum fram í firði eins og það heitir víst hér fyrir norðan innst í dal (Eyjafirði) Þegar við höfðum hjólað um þrjá kílómetra benti Nonni á að farið væri að rigna innst í firðinum (dalnum) og stakk upp á að við snerum við til að verða á undan rigningunni. Þegar við komum til baka hafði regnið nálgast. Tókum við því saman stóla, borð jarðdúk og markísu. Við vorum að pakka saman seinustu hlutunum þegar regnið byrjaði að hallast yfir okkur.
Þá var haldið til Akureyrar, verslað og litið í heimsókn til Ölmu og Ægis (Ægir er móðurbróðir Siggu). Fórum við síðan til Dalvíkur, Bjuggum um okkur á tjaldstæðinu, elduðum okur kvöldverð. Eftir hann lituðum við við hjá foreldrum Siggu og erum nú að hugga okkur við þessi bloggskrif og hannyrðir.
Elsku vinir og ættingjar
Njótið lífsins og hafið það gott.
Ykkar Nonni og Sigga
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru vinir, það er sannarlega nóg að gera hjá ykkur, auðséð að þið nýtið tímann vel.
Gott er að heyra af góða veðrinu á Íslandi þesa dagana, þið eigið það nú inni eftir frekar leiðinlegan vetur.
Njótið lífsins áfram og komið heil heim eftir þessa ferð.
Bestu kveðjur
Þórunn og Palli
Þórunn Elísabet (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 19:08
Heil og sæl kæru hjón. Þið hafið aldeilis nóg fyrir stafni. Erum enn á sama stað þegar þið megið vera að.
Kveðja
Jóhanna og Gunnlaugur
Jóhanna og Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.