Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Byrjun febrúar 2006
Það er komið nýtt ár og jól og dimmir haustmánuðir síðan við skrifuðum síðast. Hann Sigurgeir sonur Nonna hafði á orði að líklega værum við enn á Netkaffinu sem við enduðum seinustu færslu.
Yfir aðventuna og jólin var húsinu breytt í jólahús. Teknir voru svona 4 rúmmetrar af jólaskrauti í kössum og nokkuð af lausu dóti. Myndir voru teknar af veggjum og settar upp útsaumsmyndir sem Sigga hefur búið til seinustu 20-30 árin.
Vinkona Siggu benti á hana og kom blaðakona Morgunblaðsins og ritaði grein um handavinnukonuna Siggu. Hún fékk nokkrar hringingar í framhaldinu m.a. beiðni um kennslu. Auðvitað stangaðiis það á við vinnuna hennar svo hún þáði ekki boðiið.
Annars gengur líðið sinn vana gang. Nonni er í Fókus og hann er í karlakórnum. Mikill tímii fer í myndvinnslu. Nú er verið að vinna úr afrakstri sumarsins og einnig hefur hann farið nokkrar vetrarferðir.
Þá er það að rækta vini og ættingja. Mamma Nonna kemur yfirleitt á Sunnudögum, Systkinin skipta með sér dögum vikunnar til að hafa tilbreytingu fyrir hana. Þá koma Auðunn sonur Nonna og Súsanna kærasta hans. Kristján fór að heiman fyrir jólin og kemur reglulega við. Ekki búinn að gleyma gamla settinu. Þá er að fylgjast með Borgarholti.com og hafa samband. Fara til og taka á móti Kára föðurbróður Siggu og Guðrúnu konu hans. Gabríellu stjúpdóttur Siggu og fjölskyldu og svona mætti lengi telja.
Við ætlumekki að þreyta ykkur með meiru í bili.
Vonandi kemur næsta færsla eftir styttri bið en þessi .
Sigga og Nonni.++
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.