Fimmti feb 2006

Nú í dag á hann Kristján sonur Siggu 23ja ára afmæli. Hann er fluttur að heiman fyrir nokkru, býr í leigusambýli með þremur öðrum ungmennum á svipuðu reki.

Kristján kom í mat í kvöld ásamt Hrafnhildi mömmu Nonna og Ellu og Sævari, vinafólki okkar. (Ella er æskuvinkona Siggu frá Dalvík).

Nonni fékk tvo boðsmiða í Smárabíó hjá verslun Odda. Við nýttum þá þannig að við buðum vinum okkar á bíó þ.e. Ella og Sigrúnu en þau höfðu boðið okkur slíkt fyrir stuttu.

Í gærkvöldi sáum við "Ég er mín eigin kona" í Iðnó. Eini leikarinn er Hilmar Snær og bregður hann sér í tugi gerfa. Sýningin stóð frá 8 um kvöldið  til korter í ellefu með tuttugu mínútna hléi. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat haldið dampi í svo löngu stykki.

Nú er gróður hérna á pallinum okkar byrjaður að taka við sér eins og kominn væri maí.  Hitinn er kominn að frostmarki eftir hlýindakafla. Vonandi lífir gróðurinn af.

Eftir að hafa verið í hálfgerðu hýði yfir veturinn erum við byrjuð að fara í gönguferðir og sund. Í sundi látum við nuddstúta í heitupottunum vinna á allri vöðvabólgu og þreytu og komum endurnærð út.

Það er semsagt allt gott hérna í Klettásnum. Sigga saumar og Nonni vinnur í myndum - alltaf nóg fyrir stafni.

Bless í bili kæru vinir

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband