Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Fimmti feb 2006
Nú í dag á hann Kristján sonur Siggu 23ja ára afmæli. Hann er fluttur að heiman fyrir nokkru, býr í leigusambýli með þremur öðrum ungmennum á svipuðu reki.
Kristján kom í mat í kvöld ásamt Hrafnhildi mömmu Nonna og Ellu og Sævari, vinafólki okkar. (Ella er æskuvinkona Siggu frá Dalvík).
Nonni fékk tvo boðsmiða í Smárabíó hjá verslun Odda. Við nýttum þá þannig að við buðum vinum okkar á bíó þ.e. Ella og Sigrúnu en þau höfðu boðið okkur slíkt fyrir stuttu.
Í gærkvöldi sáum við "Ég er mín eigin kona" í Iðnó. Eini leikarinn er Hilmar Snær og bregður hann sér í tugi gerfa. Sýningin stóð frá 8 um kvöldið til korter í ellefu með tuttugu mínútna hléi. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat haldið dampi í svo löngu stykki.
Nú er gróður hérna á pallinum okkar byrjaður að taka við sér eins og kominn væri maí. Hitinn er kominn að frostmarki eftir hlýindakafla. Vonandi lífir gróðurinn af.
Eftir að hafa verið í hálfgerðu hýði yfir veturinn erum við byrjuð að fara í gönguferðir og sund. Í sundi látum við nuddstúta í heitupottunum vinna á allri vöðvabólgu og þreytu og komum endurnærð út.
Það er semsagt allt gott hérna í Klettásnum. Sigga saumar og Nonni vinnur í myndum - alltaf nóg fyrir stafni.
Bless í bili kæru vinir
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.