Leikhúsferð og fleira á konudaginn

Við höfum aldeilis haft nóg að gera síðustu daga. Sigurgeir sonur Nonna, kona hans Elín og börnin Pétur, Unnur og Sandra komu til Íslands. Þau borðuðu hjá okkur bæði á þriðjudagskvöldið og laugardagsmorgun áður en þau flugu út. Þá hefur Nonni farið í ljósmyndaleiðangur upp á Hellisheiði til að ná frostmyndum við borholur Orkuveitunnar. Ein myndanna verður sýnd í Kringlunni frá og með fimmtudeginum næsta. Þá varð Nonni 55 ára og hefur verið stanslaus gestagangur í tvo daga vegna þess. Eftir að Sigurgeir fór komu systkini Nonna og systkinabörn og Kári og Guðrún, Steini (Icerock) og mamma Nonna. Nú í dag hafa komið Halli - systkinabarn Nonna og fjölskylda (kona og þrjú börn) Habba systir Nonna og Friðrik hennar maður og Sigrún og Elli vinafólk og Kristján Einar sonur Siggu. Við höfum farið tvisvar í leikhúsið og séð Sölku Völku 16. feb og daginn eftir á Túskildingsóperuna. Ása systir Siggu og dóttir hennar Kristín fóru til Bretlands og gistu bæði fyrir ferðina og eftir hjá okkur. Steini hefur aðstoðað Nonna við að vinna mynd fyrir sýninguna og lét hann prenta hana með sinni. Sýndi hann okkur árangurinn fyrir veisluna og erum við ánægð með árangurinn.

Nóg í bili.

Kær kveðja kæru vinir.

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband