Miður mars 2006

Nonni fór í ljósmyndaferð með Steina vini sínum á laugardag og kom aftur á sunnudag. Þeir fóru fyrst í Kerlingafjöll og síðan í Hveradali. Veðrið lék við hvern sinn fingur og náði Nonni vetrarmyndum sem hann er mjög ánægður með.

Fyrir ferðina höfðum við bæði verið lasin, fyrst Sigga og Síðan Nonni og var hann ekki alveg búinn að ná sér. Hann hristi af sér slenið í ferðinni.

Nonni var með mynd á sýningu í Kringlunni á vegum Fókus ljósmyndaklúbbsins og hefur tilkynnt þátttöku í síningu í ráðhúsi Reykjavíkur undir heitinu Fegurð í Fókus.

Nonni er einnig að taka myndir fyrir Blindrasýns sem er fylgirit Morgunblaðsins.

Nanna systir Stjána heitins (fyrri manns Siggu) átti afmæli um daginn. Sigga kom með veitingar í veisluna og hjálpaði til við undirbúninginn.

Í dag 10. mars komu Auðunn sonur Nonna og Súsanna tilv. tengdadóttir Nonna í mat. Súsanna er orðin all myndarleg enda á hún von á barni í maí. Sigga galdraði fram hollusturétti úr ýsu, aðeins notuð hollustuefni og smakkaðist æðislega.

Annnars allt gott af okkur kæru vinir.

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband