Miður mars

Við skruppum til Selfoss í gær. Veðrið var gott, rétt innan við 10 stig og hálfskýjað. Þegar við komum til baka var þoka yfir öllu hér í Reykjavík og er henni rétt að létta. Stefnir í kulda og trekk eins og alltaf verður þegar fer að hitna á meginlandi Evrópu.

 Vinkona Siggu frá Ísafirði tók okkur í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og var því dagurinn algjör dekurdagur. Farið héðan rúmlega 11, borðað á SubWay og síðan nudd og lúr fram eftir degi.

Eftir spaugstofuna kom hemmi gunn þá kom bíomynd og síðan settum við DVD disk í. Sjaldgæft hjá okkur að eyða heilu kvöldi barasta í sjónvarpið en allar reglur hafa undantekningar.

 Nú er Sunnudagur og kl. er 13:30. Sigga hefur verið í vinnu í morgun en Nonni hefur verið að leysa krossgátu, skoða myndir sem Halli systursonur Nonna var að setja á vefinn http://apt.mbl.is/~snorri/halli/    oþl. Nú förum við með Hrafnhildi mömmu nonna á kaffihús.

Bless í bili kæru vinir og ættingjar

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband