Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Páskar 2006
12. apríl kom hann Knútur Þór Auðunsson í heiminn, fjórða afabarn Nonna. Hann kom alveg á óvart því hann átti að hvíla rólegur í móðurkviði í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Hann var 11,5 mörk og 47 cm líklega stór miðað við fæðingartíma. Við vorum að fara til Dalvíkur með flugi rétt fyrir kl. átta um kvöldið. Nonni hafði pantað vöggu strax og fréttist að von væri á honum í heiminn fyrr en upphaflega var planað. Eftir vinnu var allt á seinustu stundu. Það þurfti að ná í vögguna, klæði á hana og koma henni til Höbbu systur Nonna auk þess að sem það þurfti að snúast ýmislegt fyrir ferðina og pakka niður. Allt gékk þó upp nema að sjá Knút litla sem þá þegar hafði verið nefndur.
Við fórum í fermingu á Dalvík. Árný dóttir Hermínu dóttir Ásu systur Siggu var fermd á skýrdag. Nonni tók að sér myndatöku bæði af undirbúningi veislunnar og í veislu og fermingu. Börn Hermínu eru auk Árnýjar þau Breki og Agla. Þau ásamt fjölskylduföðurnum Arnari búa í Hamborg. Börnin eru miklir tónlistarsnillingar og léku á fiðlur og frænka þeirra lék á lágfiðlu. Fermingarbarnið lék í messunni sígilt verk með undirspili á orgel. Þetta var hægt þar sem hún fermdist ein og um almenna guðþjónustu var að ræða.
Nonni tók mikið magn mynda og á eftir að vinna úr þeim. Hann skilar þeim af sér í almbúm sem hann lætur gera hjá erlendu fraköllunarfyrirtæki (shutterfly.com).
Það er eins og áður þegar við förum til Dalvíkur. Matarveisla eftir matarveislu. Systkini Siggu tjalda því besta fyrir okkur. Við gistum hjá foreldrum Siggu í góðu yfirlæti. Annars stunduðum við hannyrðir (Sigga) bókalestur um myndvinnslu og bíla (Nonni) göngutúra og afslappelsi.
Það skyggði að vísu á annars ágæta páskahelgi að Jónína ein besta vinkona Siggu á Ísafirði lést á föstudaginn langa. Þetta kom að vísu ekki á óvart - vitað var að hverju stemdi en hún hafði barist við krabba í 11 ár með góðu hléi þó. Nú erum við búin að panta miða vestur en Jónína verður jörðuð á laugardaginn kemur.
Þegar við komum heim var eitt af okkar firstu verkum að líta á Knút Þór. Alltaf verður afahjartað meirara og meirara með aldrinum og er ekki frá því að Nonni hafi vatnað músum. Ekki mátti nema annað okkar vera hjá honum í einu og héldum við honum bæði. Nonni tók tvær myndir og hefði tekið fleiri ef ekki hefði þurft að taka tillit til fleiri fyrirbura á staðnum.
Elsku vinir og ættingjar
Þakka fyrir að fylgjast með okkur og hafið þið það alltaf sem best.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.