Rétt fyrir jólin 2006

 

Nú eru að koma jól. Við höfum ekkert skrifað allan desembermánuð. Þetta

er einfaldlega vegna þess að það hefur verið svo mikið að gera.

Við vorum nánast búin að skreyta allt í byrjun aðventu og við vorum

líka snemma búin með jólakortin. Þó voru prentararnir okkar ekki eins

fljótir og þeir lofuðu og síðan mátti teygja kortin út úr þeim með

töngum. Fyrst eitt síðan 42 þá 89. Loks fengum við það sem upp á

vantaði upp í þau 160 sem við pöntuðum og tíu betur.

Einn daginn leigið Nonni studioljós og tók myndir af þeim sem höfðu

beðið um slíkt. Það var dóttir vinafólks okkar frá Ísafirði og hennar

maður. Þau voru með þrjár húfur, students-, sjúkraliða- og

sveinsprófshúfu. Þá kom samstarfskona Nonna með fimm barnabörn sín. Að

síðustu kom fjölskylda Auðuns sonar Nonna.

Þetta tók lungað úr einum laugardegi. Við tók tugi tíma vinna. Að

meðaltali tekur það Nonna tvo tíma að vinna hverja mynd.

Sátum við á síðkvöldum upp á hyllunni okkar, Sigga með saumana og Nonni

í myndvinnslunni.

Fólk var almennt ánægt með myndirnar og til þess var leikurinn gerður.

Þá er ósagt frá mikili veislu sem haldin var í Klettásnum fyrir

vinnufélaga Siggu og maka. (Þannig að Nonni fékk að vera með.) Keyptur

var tilbúinn matur sem kom í miklum einangrunarkössum. Þetta var hin besta skemmtun og þótti

fólkinu gaman að koma í skreytt húsið okkar.

Nonni var kynnir á aðventuskemmtun í Klúbbnum Geysi. Þar voru borð

hlaðin með dýrindis grísakjöti og meðlæti. Félagar og vinir þeirra

skemmtu með söng og spili. Aðgöngumiðinn var einnig happdrættismið og

fjölda vinninga.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Klúbburinn félag þeirra sem átt hafa við

geðræna sjúkdóma að stríða og styður hann félaga til eðlilegs lífs  að

nýju eftir veikindi.


Elsku ættingjar og vinir

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsællar framtíðar
og þökkum allt það liðna.

Nonni og Sigga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Sigga og Nonni, það var gaman að lesa þennan pistil og ekki drögum við það í efa að fólkið hafi verið ánægt með að koma í ykkar smekklega og jólalega hús. Það hefði verið gaman að fá að vera það með ykkur.

Við sendum innilegar jólakveðjur og vonum að árið 2007 verði ykkur gott. Þökkum innilega komuna í sumar og allt gott á liðnum árum.

Þórunn og Palli í Portúgal

Þórunn (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband