Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Páskar 2006
12. apríl kom hann Knútur Þór Auðunsson í heiminn, fjórða afabarn Nonna. Hann kom alveg á óvart því hann átti að hvíla rólegur í móðurkviði í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Hann var 11,5 mörk og 47 cm líklega stór miðað við fæðingartíma. Við vorum að fara til Dalvíkur með flugi rétt fyrir kl. átta um kvöldið. Nonni hafði pantað vöggu strax og fréttist að von væri á honum í heiminn fyrr en upphaflega var planað. Eftir vinnu var allt á seinustu stundu. Það þurfti að ná í vögguna, klæði á hana og koma henni til Höbbu systur Nonna auk þess að sem það þurfti að snúast ýmislegt fyrir ferðina og pakka niður. Allt gékk þó upp nema að sjá Knút litla sem þá þegar hafði verið nefndur.
Við fórum í fermingu á Dalvík. Árný dóttir Hermínu dóttir Ásu systur Siggu var fermd á skýrdag. Nonni tók að sér myndatöku bæði af undirbúningi veislunnar og í veislu og fermingu. Börn Hermínu eru auk Árnýjar þau Breki og Agla. Þau ásamt fjölskylduföðurnum Arnari búa í Hamborg. Börnin eru miklir tónlistarsnillingar og léku á fiðlur og frænka þeirra lék á lágfiðlu. Fermingarbarnið lék í messunni sígilt verk með undirspili á orgel. Þetta var hægt þar sem hún fermdist ein og um almenna guðþjónustu var að ræða.
Nonni tók mikið magn mynda og á eftir að vinna úr þeim. Hann skilar þeim af sér í almbúm sem hann lætur gera hjá erlendu fraköllunarfyrirtæki (shutterfly.com).
Það er eins og áður þegar við förum til Dalvíkur. Matarveisla eftir matarveislu. Systkini Siggu tjalda því besta fyrir okkur. Við gistum hjá foreldrum Siggu í góðu yfirlæti. Annars stunduðum við hannyrðir (Sigga) bókalestur um myndvinnslu og bíla (Nonni) göngutúra og afslappelsi.
Það skyggði að vísu á annars ágæta páskahelgi að Jónína ein besta vinkona Siggu á Ísafirði lést á föstudaginn langa. Þetta kom að vísu ekki á óvart - vitað var að hverju stemdi en hún hafði barist við krabba í 11 ár með góðu hléi þó. Nú erum við búin að panta miða vestur en Jónína verður jörðuð á laugardaginn kemur.
Þegar við komum heim var eitt af okkar firstu verkum að líta á Knút Þór. Alltaf verður afahjartað meirara og meirara með aldrinum og er ekki frá því að Nonni hafi vatnað músum. Ekki mátti nema annað okkar vera hjá honum í einu og héldum við honum bæði. Nonni tók tvær myndir og hefði tekið fleiri ef ekki hefði þurft að taka tillit til fleiri fyrirbura á staðnum.
Elsku vinir og ættingjar
Þakka fyrir að fylgjast með okkur og hafið þið það alltaf sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Miður mars
Við skruppum til Selfoss í gær. Veðrið var gott, rétt innan við 10 stig og hálfskýjað. Þegar við komum til baka var þoka yfir öllu hér í Reykjavík og er henni rétt að létta. Stefnir í kulda og trekk eins og alltaf verður þegar fer að hitna á meginlandi Evrópu.
Vinkona Siggu frá Ísafirði tók okkur í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og var því dagurinn algjör dekurdagur. Farið héðan rúmlega 11, borðað á SubWay og síðan nudd og lúr fram eftir degi.
Eftir spaugstofuna kom hemmi gunn þá kom bíomynd og síðan settum við DVD disk í. Sjaldgæft hjá okkur að eyða heilu kvöldi barasta í sjónvarpið en allar reglur hafa undantekningar.
Nú er Sunnudagur og kl. er 13:30. Sigga hefur verið í vinnu í morgun en Nonni hefur verið að leysa krossgátu, skoða myndir sem Halli systursonur Nonna var að setja á vefinn http://apt.mbl.is/~snorri/halli/ oþl. Nú förum við með Hrafnhildi mömmu nonna á kaffihús.
Bless í bili kæru vinir og ættingjar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Nýr staður - gamla bloggið
Elsku vinir og ættingjar.
Þið eruð núna komin á nýju síðuna okkar Nonna og Siggu. Það var hún þórunn í Austurkoti sem benti okkur á að myndir væru hættar að sjást á www.folk.is Við höfðum að vísu ekkert margar myndir en það er ófært að sleppa þeim og þess vegna skiptum við um stað. Ég veit ekkert hvort við verðum duglegri eða latara eða barasta alveg eins dugleg að blogga eftir breytinguna. Við lofum bót og betrun og svo sjáum við til
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Miður mars 2006
Nonni fór í ljósmyndaferð með Steina vini sínum á laugardag og kom aftur á sunnudag. Þeir fóru fyrst í Kerlingafjöll og síðan í Hveradali. Veðrið lék við hvern sinn fingur og náði Nonni vetrarmyndum sem hann er mjög ánægður með.
Fyrir ferðina höfðum við bæði verið lasin, fyrst Sigga og Síðan Nonni og var hann ekki alveg búinn að ná sér. Hann hristi af sér slenið í ferðinni.
Nonni var með mynd á sýningu í Kringlunni á vegum Fókus ljósmyndaklúbbsins og hefur tilkynnt þátttöku í síningu í ráðhúsi Reykjavíkur undir heitinu Fegurð í Fókus.
Nonni er einnig að taka myndir fyrir Blindrasýns sem er fylgirit Morgunblaðsins.
Nanna systir Stjána heitins (fyrri manns Siggu) átti afmæli um daginn. Sigga kom með veitingar í veisluna og hjálpaði til við undirbúninginn.
Í dag 10. mars komu Auðunn sonur Nonna og Súsanna tilv. tengdadóttir Nonna í mat. Súsanna er orðin all myndarleg enda á hún von á barni í maí. Sigga galdraði fram hollusturétti úr ýsu, aðeins notuð hollustuefni og smakkaðist æðislega.
Annnars allt gott af okkur kæru vinir.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Byrjun mars - sumarbústaður o.fl.
Síðustu helgi fórum við í sumarbústað nálægt Laugarvatni. Heitur pottur og veður eins og það gerist best að vori. Við keyptum hljóðbókina Góða dátann Svejk - hvíldum okkur og gengum. Elli og Lilja frá Ísafirði komu í heimsókn og fóru í pottinn með okkur og borðuðu snarl um kvöldið. Þetta var mjög hugguleg helgi sem endaði í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð hjá Elínu á Selfossi.
Annars gengur lífið sinn vana gang. - Við erum að plana ferð til útlanda - Englands og Portúgal í byrjun júní og Nonni reiknar með að fara upp á hálendið í myndaferð um næstu helgi. Við erum að keppast við að hafa það gott.
Kær kveðja elsku vinir og ættingjar.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Leikhúsferð og fleira á konudaginn
Við höfum aldeilis haft nóg að gera síðustu daga. Sigurgeir sonur Nonna, kona hans Elín og börnin Pétur, Unnur og Sandra komu til Íslands. Þau borðuðu hjá okkur bæði á þriðjudagskvöldið og laugardagsmorgun áður en þau flugu út. Þá hefur Nonni farið í ljósmyndaleiðangur upp á Hellisheiði til að ná frostmyndum við borholur Orkuveitunnar. Ein myndanna verður sýnd í Kringlunni frá og með fimmtudeginum næsta. Þá varð Nonni 55 ára og hefur verið stanslaus gestagangur í tvo daga vegna þess. Eftir að Sigurgeir fór komu systkini Nonna og systkinabörn og Kári og Guðrún, Steini (Icerock) og mamma Nonna. Nú í dag hafa komið Halli - systkinabarn Nonna og fjölskylda (kona og þrjú börn) Habba systir Nonna og Friðrik hennar maður og Sigrún og Elli vinafólk og Kristján Einar sonur Siggu. Við höfum farið tvisvar í leikhúsið og séð Sölku Völku 16. feb og daginn eftir á Túskildingsóperuna. Ása systir Siggu og dóttir hennar Kristín fóru til Bretlands og gistu bæði fyrir ferðina og eftir hjá okkur. Steini hefur aðstoðað Nonna við að vinna mynd fyrir sýninguna og lét hann prenta hana með sinni. Sýndi hann okkur árangurinn fyrir veisluna og erum við ánægð með árangurinn.
Nóg í bili.
Kær kveðja kæru vinir.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Fimmti feb 2006
Nú í dag á hann Kristján sonur Siggu 23ja ára afmæli. Hann er fluttur að heiman fyrir nokkru, býr í leigusambýli með þremur öðrum ungmennum á svipuðu reki.
Kristján kom í mat í kvöld ásamt Hrafnhildi mömmu Nonna og Ellu og Sævari, vinafólki okkar. (Ella er æskuvinkona Siggu frá Dalvík).
Nonni fékk tvo boðsmiða í Smárabíó hjá verslun Odda. Við nýttum þá þannig að við buðum vinum okkar á bíó þ.e. Ella og Sigrúnu en þau höfðu boðið okkur slíkt fyrir stuttu.
Í gærkvöldi sáum við "Ég er mín eigin kona" í Iðnó. Eini leikarinn er Hilmar Snær og bregður hann sér í tugi gerfa. Sýningin stóð frá 8 um kvöldið til korter í ellefu með tuttugu mínútna hléi. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat haldið dampi í svo löngu stykki.
Nú er gróður hérna á pallinum okkar byrjaður að taka við sér eins og kominn væri maí. Hitinn er kominn að frostmarki eftir hlýindakafla. Vonandi lífir gróðurinn af.
Eftir að hafa verið í hálfgerðu hýði yfir veturinn erum við byrjuð að fara í gönguferðir og sund. Í sundi látum við nuddstúta í heitupottunum vinna á allri vöðvabólgu og þreytu og komum endurnærð út.
Það er semsagt allt gott hérna í Klettásnum. Sigga saumar og Nonni vinnur í myndum - alltaf nóg fyrir stafni.
Bless í bili kæru vinir
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Byrjun febrúar 2006
Það er komið nýtt ár og jól og dimmir haustmánuðir síðan við skrifuðum síðast. Hann Sigurgeir sonur Nonna hafði á orði að líklega værum við enn á Netkaffinu sem við enduðum seinustu færslu.
Yfir aðventuna og jólin var húsinu breytt í jólahús. Teknir voru svona 4 rúmmetrar af jólaskrauti í kössum og nokkuð af lausu dóti. Myndir voru teknar af veggjum og settar upp útsaumsmyndir sem Sigga hefur búið til seinustu 20-30 árin.
Vinkona Siggu benti á hana og kom blaðakona Morgunblaðsins og ritaði grein um handavinnukonuna Siggu. Hún fékk nokkrar hringingar í framhaldinu m.a. beiðni um kennslu. Auðvitað stangaðiis það á við vinnuna hennar svo hún þáði ekki boðiið.
Annars gengur líðið sinn vana gang. Nonni er í Fókus og hann er í karlakórnum. Mikill tímii fer í myndvinnslu. Nú er verið að vinna úr afrakstri sumarsins og einnig hefur hann farið nokkrar vetrarferðir.
Þá er það að rækta vini og ættingja. Mamma Nonna kemur yfirleitt á Sunnudögum, Systkinin skipta með sér dögum vikunnar til að hafa tilbreytingu fyrir hana. Þá koma Auðunn sonur Nonna og Súsanna kærasta hans. Kristján fór að heiman fyrir jólin og kemur reglulega við. Ekki búinn að gleyma gamla settinu. Þá er að fylgjast með Borgarholti.com og hafa samband. Fara til og taka á móti Kára föðurbróður Siggu og Guðrúnu konu hans. Gabríellu stjúpdóttur Siggu og fjölskyldu og svona mætti lengi telja.
Við ætlumekki að þreyta ykkur með meiru í bili.
Vonandi kemur næsta færsla eftir styttri bið en þessi .
Sigga og Nonni.++
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar