Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 16. júní 2006
Daginn fyrir þjóðhátíð
Við vorum að burðast heim með mat fyrir vikuna. Nú fer Elín til NY í fyrramálið. Við verðum ekki á bíl og því betra að fylla allar hyrslur af mat. Ekkert gaman að bera vatnsflöskurnar þessa kílómetra upp í móti sem eru í næstu hverfisverslun.
Börnin eru í skólunum. Próf eru búin svo það er ekki mikið fyrir þau að gera, sérstaklega er lítið fyrir Pétur. Hann var þriðji hæsti í bekknum sínum í frönsku. Það er nú sérstaklega gott þar sem hann hefur lært hana í eitt og hálft ár á móti því að félagar hans byrjuðu að læra hana á fyrsta ári í skóla.
Sandra les fyrir okur á kvöldin heimaleisturinn sinn í skólanum. Hún er í 6 ára bekk og ætti að vera að byrja að lesa en er fluglæs og les heilu bækurnar á hverjum degi. Það er ákaflega gaman að heyra breska framburðinn hennar.
Á miðvikudaginn tókum við lest alla leið yfir í Suður Kennsíngton sem er vestan við miðborgina. Fyrst tókum við yfirborðslest yfir í City og síðan neðanjarðarlest til Kensington. Við skoðuðum hluta vísindasafns sem þar er. Það er bæði stórt og margskipt og tekur marga daga að skoða það allt. Við skoðuðum náttúruhluta þess með risaeðlubeinum, uppstoppuðum fuglum og vistkerfiskennslu hluta. Það var bæði gaman að ferðast þangað og skoða safnið. Í gær fórum við niður í bæ hér í Greenwich og borðuðum og sportuðum okkur um stund og gengum síðan heim. Elín ók okkur niður eftir og var með okkur mestan hlutan af tímanum. Við skoðuðum m.a. markað sem verður um helgina. Búið var að setja upp bása og nokkrir voru byrjaðir að selja..
Daginn sem við fórum í vísindasafnið var dumbungur en mátulega heitt. Við fórum með regnhlíf en þurftum ekki nað nota hana.
Nú er sólskin og hiti og spáð hlínandi það sem eftir er. Það er hádegi og best að fara að krækja sér í orku til að geta haldið áfram að hafa það gott hér í Greenwich.
Kæru vinir og ættingjar
hafið þið það gott hvar sem þið eruð.
Ykkar Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. júní 2006
Í ró í London
Það er óhætt að segja að við séum í góðu yfirlæti hér í London. Það er yndislegt að vera hér í Highmoreroad á heimili Sigurgeirs og Elínar þo Sigurgeir hafi aðeins komið hér yfir helgina frá New York. Hitinn hefur verið mikill, næstum of mikill. Þegar maður heyrir hins vegar hitatölurnar frá Íslandi, allt niður að frostmarki þá nýtu maður bara veðurblíðunnar 32 stig eru sko betra en 2-10. Það er dumbungur í dag og það komu hitaskúrir í gær jafnvel svo miklar að það var eins og vera undir sturtu á fullu. Það er´mjög gott að hér væti svolítið því farið er að gæta vatnsskorts og mönnum ráðlagt að spara vatn eins og kostur er. Ekki má þvo bíla með slöngu og ekki á að vökva garða.
Sigga heklar og heklar. Hún er nú í því að hekla mátulegar pakningar utan um Tissú- pakka. Sandra bað hana að hekla handa sér tösku og hannaði Sigga eina slíka í hvelli og daginn eftir var tilbúið heklað dömuveski með heklaðri tölu á lokinu. Glæsilegt.
Við höfum ekkert farið í miðborg London. Við höfum dvalið hér í Highmoreroad - dundað okkur við hekl, lestur og sjónvarp - ásamt ferðum á matsölustaði, göngur í Greenwich garðinum og kík í búðir niður í miðborg Greenwich. Nonni keypti tvær bækur í búð sem selur hverja á 2 pund (um 280 kr. eftir nýjasta og versta genginu.). Önnur var gagnrýni á Bandaríkin og hin var mótleikur við píkusögur fyrir karlmenn. (tippasögur). Í fyrri bókinni var m.a fjallað um kosningasvindl Bush í Florida og þeirri síðari er fjallað um reðursafnið á íslandi og gerð ítarleg rannsókna á því hvort stærðin skipti máli. Að sjálfsögðu er þetta uppbyggileg lesning sem lætur flesta líða vel með það sem þeir hafa. Nonni notar alltaf tækifærið í útlöndum og kaupir nokkur ljósmyndablöð. Þau sem kosta tvö til þrjú pund hér kosta um 1200 - 1500 kr. á Íslandi. Mörg fyrir verð eins.
Í dag er ætlunin að nota veðrið þ.e. að ekki er allt of heitt til þess að ganga og njóta umhverfisins.
Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar
Kær kveðja frá Greenwich
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. júní 2006
Komið til London
Á fimmtudaginn áttunda vöknuðum við snemma og vorum lögð af stað frá Stóradal kl. 5:45. (sjá Storidalur.blogspot.com) Við ókum til Porto og tókum þaðan vél til London. GPSinn var bilaður og því þurftum við að treysta á leiðbeiningar sem Páll hafði látið okkur í té. Hann sagði að við gætum varla villst og það var satt. Með hans góðu leiðbeiningum komumst við alla leið áfallalaust. Við komum það snemma að við þurftum að bíða eftir að bílaleigan opnaði. Við ókum inn á svæðið sem bílaleigan hafði og kom nokkru síðar öryggisvörður og rak okkur út. Það hafði einhver spaugari opnað svæðið í heimildarleysi. Hann gerði þetta þó aðeins væru 10 mínútur þar til svæðið átti að opna. Við fórum þvi aðeins út fyrir og inn aftur þegar starfsmenn mættu á staðinn fimm mínútur síðar. Bílaleigan skaffaði okkur ferð út á völl í smárútu. Við vorum nr. 30 í bókunarröðinni og vorum því í forgangi að fara inn í vélina næst á eftir barnafólki. Við völdum sæti í fremstu röð' - við neyðarútgang. Það var því gott að við höfðum næstum engan handfarangur með því við neyðarútgang má ekki hafa neitt undir sætum og lítið pláss er í geymsluhólfunum yfir sætunum.
Ferðin til London gékk áfallalasut. Við tókum hraðlest til Liverpool station Sigurgeir sagði okkur að umferðaröngþveitið væri svo mikið við Liverpool að auðveldara væri að fara með leigubíl frá Standstead flugvelli en að taka hann frá Liverpoolstadion. Þetta var rétt og verðið svipað.
Nú erum við í góðu yfirlæti hjá Sigurgeiri, Elínu og börnunum að Higmoreroad 7 í London. Við komum hingað í fyrradag og höfum notið þess að vera með fjölskyldunni. Sigurgeir kom í gær frá New York sérstaklega vegna komu okkar hingað. Hann vinnur þar mikið enda stefnir fjölskyldan þangað. Nú er unnið að fullu að fá skóla fyrir krakkana og samastað. Ekkert auðvelt er að finna 5 herbergja íbúð á Manhattan eins og þau ætluðuð sér.
Við komum hingað um tvöleitið. Við fórum síðan í blómagarð í Greenwhichpark með fjölskyldunni. Síðan borðuðum við saman í Higmorroad máltíð sem Elín töfrði fram. Við tókum þvi rólega um kvöldið. Á föstudaginn fórum vð í göngutúr um bæinn meðan stelpurnar voru í skólanum. Sigga fékk í bakið og við keyptum handa henni ibúfen pilllur og áburð. Hún er næstum góð núna. Um eftirmiðdag kom Sigurgeir og þau ´tóku okkur á Kínverskan veitingastað þar sem við snæddum fjölda rétta með prjónum. Reglulega flottur staður.
Hér er yfir þrjátíu stiga hiti. Ekki hefur rignt mikið seinustu árin hér í suður Englandi. Vatnskorur er og bannað að sprauta vatni á bíla til að þvo þá en hver fylgist með. Enn er heimilt að vökva golfvelli en bráðum verður það bannað. Á meðan njótum við stöðugs sólskins. Sem betur fer er vindur svo ekki verður allt of heitt. Elin kallaði það jafnvel rok í gær þó ekki teldist það mikið heima á Íslandi.
Elsku vinir og ættingjar
Hafið þið það alltaf gott
Ykkar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. júní 2006
Annar í hvítasunnu í Portúgal.
Það er alltaf betra og betra hér í Portugal. Nú er þetta í þriðja skiptið sem við erum hér og erum við byrjuð að þekkja okkur nægjanleg til til þess að geta notið þess. Við erum á litlum Citroen og höfum farið upp í fjöllin með Þórunni og Palla (Í gær), Á ströndina í dag og í fyrradag fórum við að sjá land sem Guðmundur Ragnarsson og frú hafa keypt hér í hundrað km. fjarlægð. Palli sagði það hreint út að honum litilst ekkert á þetta. Stærðin er 5000 fermetrar af skógi, vínvið og villigróðri. Húsið er komið að hruni og er spurningin hvort borgi sig að rífa það eða endurreisa. Nonna leist ekki alveg eins illa á þetta - sá vissa rómantík en samsinnti að mikið verk væri fyrir höndum. Sigga samþykkti álit Palla. Það eru hins vegar ekki við sem eigum að búa þarna og ef þau láta sig dreyma um mikla vinnu við að endureisa stað eyðibýli í Portúgal þá er það þeirra.
Þórunn og Sigga hafa að sjálfsögðu skoðað markaðinn og þó við ætlum að sleppa yfirvikt á heimleiðinni (megum hafa samtals 30kg en vorum með innan við 20 kg. þegar við komum) þá er ekki hægt annað en að kaup pínulítið skraut og svona ýmislegt smávegis.
Hér hefur annars verið yfir 30 stig þegar heitast er á daginn en á morgnanna og kvöldin er skaplegt veður. Það er alltaf hægt að fara í goluna á ströndinni. Grasa vinkona Þórunnar og Palla hefur látið sjá sig enda er hún svolítil útlendingasnobb. Hún hefur einnig boðið okkur inn í lúxusvilluna sína sem er upp á tvær hæðir og kjallari (sem er ekkert niðurgrafinn að framan) ca 170 fermetrar hver hæð. Hurðir eru í ljósum viði. Í kringum glugga og inn í falsinum eru granítflísar. Smekklegar rústbrúnar flísar á gólfum. Okkur finnst valið á flísum á baði aðeins of dökkt og einnig er eldhúsinnréttingin mjög dökk. Þetta er þeim mun bagalegra þar sem Portugalir hleypa helst ekki sólarljósi inn í hús sín og tíma ekki að tendra almennileg ljós.l
Grasa ætlar að hylja gluggana með hvítum léreftsgardínum þó eiginmaður hennar kvarti yfir því að þá komii ekki einu sinni sólarljós inn á kvöldin. Ekki á að vera hægt að draga frá.
Þau heita Matthild og Manuel nágrannar Palla og Þórunnar. Bæði eru þau mjög alþýðleg og inndæl. Manúel hefur ekki sætt sig við að Nonni skilur ekki Portúgölsku og bætir við orðræðuna sæmilegu magni af bendingum þar til Nonni skilur hann.
Við erum búin að læra að segja góðan daginn, gott kvöld, góða nótt, takk fyrir og stór og lítill kaffi með eða án mjólkur. Það er þetta mikilvægasta.
Þetta er nú orðið nóg í bili.
Elsku vinir og ættingjar
Hafið þið það gott
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. júní 2006
Portugal.
Við lögðum af stað í gær í ferðalag til Porugals. Við flugum fyrst til Gatvik í London. Vorum komin þangað kl 15 á London tíma. Svo þurftum við að taka leigubíl þaðan yfir á Standsteðflugvöll. Við vorum 2og 1/2 tíma þangað með leigubíl, það var mikil umferð. Við vorum komin þangað rétt fyrir kl 18. Vélin til Porto átti að fara kl 18.30. en sem betur fer rétt náðum við henni með því að hlaupa restina. Hún fór í loftið kl 19.15. Við vorum komin kl 22.00. Svo fórum við að ná í bílaleigubílinn sem við tókum okkur á leigu í 8 daga. Við vorum komin til Þórunnar og Palla kl 00.30 sem búa í Austurkoti. Við sváfum mjög vel hjá vinum okkar. Það er búið að vera yndislegt veður í dag það fór upp í 33 gráður. Við fórum í bíltúr í dag til Aveiro með Þórunni og Palla. Fórum að skoða æðislegan flottan garð og löbbuðum um þar. Síðan fengum við okkur ís og íste eftir göngutúrinn. Eftir að við komum heim í Austurkot þá gaf Palli okkur gott kaffi. Síðan komu Grasa og dóttir hennar í heimsókn þær eru vinkonur Þórunnar og Palla. Þær borðuðu með okkur kvöldmat. Sem sagt þetta er búið vera yndislegur tími hjá okkur hér í Porugal.
Elsku vinir og ættingar bestu kveðjur.
Sigga og Nonni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. maí 2006
Enn í kulda
Þetta kuldakast sem ég hef sagt frá er það versta í yfir hundrað ár. Að vísu nær snjórinn hér fyrir sunnan ekki nema í miðjar Esjuhlíðar þó nokkur korn hafi fallið hér niður á láglendið.
Við vorum að kveðja Gabríelu og stelpurnar hennar, Margréti sem verður 11 ára 7. júni, Elísabetu Emmu verður 6 ára í ágúst og Krisjönu Ósk sem varð fjögurra ára í janúar.
Þær komu hér og snæddu hjá okkur grillað svínakjöt, pilsur, grænmeti, kartöflur og banana með súkkúlaði. Með grillmatnum var svo salat og kaffi fyrir konurnar á eftir. Eftir matinn var tekinn veiðimaður, horft á DVD mynd og annað eins og hverri líkaði best.
Þegar liðið tók að geyspa var haldið heim. Sólin vermdi pallinn það mikið að hægt var að sitja úti smá stund þó hinum megin í við húsið réði norðan garrinn ríkjum.
Sigga hefur yfirleitt vaknað fyrir allar aldir á morgnanna og er ekkert lát á því. Hún fer ásamt þremur til fjórum samstarfskonum sínum í göngutúr áður en hún hefur vinnu kl. átta að morgni. Á meðan sefur Nonni á sínu græna eyra. Gigtarlæknirinn sagði fátt hvað væri hægt að gera við slitgigtinni sem hrjáir Nonna en hann sagði að hreyfing væri af hinu góða. Nonni á sem sagt að hætta að vorkenna sér og fara að byggja sig upp. Læknirinn sagði að liðirnir væru gerðir til þess að hreyfa sig. Oft hefur reynst vel að byrja slík átök í útlöndum og nú eru aðeins sjö dagar í ferð okkar til Portúgal og Bretlands.
Á morgun er uppstigningardagur eða uppstingingar dagur eins og ´Dani sem ´hingað fluttist hélt að hann héti því íslendingar notuðu þennan dag til þess að stinga upp kartöflugarðana meðan þeir enn nentu slíku. Við stefnum á leikritið "Viltu finna milljón þá um kvöldið. Nonni hefur verið að undirbúa brúðkaupsmyndatöku með Halla systursyni sínum. Spennandi verkefni.
Í gær fór Sigga í jarðarför bróðursonar Stjána heitins fyrra manns hennar.
Jæja elsku ættingjar og vinir
Hafið þið það alltaf gott
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. maí 2006
Kuldaskastið í lok maí
Íslenska veðráttan er alltaf söm við sig. Þessar fáu plöntur sem eru svo lífsseigar að geta tórt á þessu skeri vakna til lífsins í lok apríl og byrjun maí. Það kemur gott veður, sólin er hátt á lofti og allt virðist vera í himna lagi. Þá kemur þessi hefðbundni kuldakafli eftir miðjan maí sem stendur oft fram undir 17. júní. Maður er alltaf jafn bjartsýnn og fer að líta til sumarblómanna og aldrei lærir maður að aðeins þær allra sterkustu geta lifað af seinni hlutann af maí.
Nonni var út á palli að reyna að vefja rósirnar í plast. Þær höfðu kalið næstum niður að rót en samt voru komin ný skot á þeim litlu stilkbútum sem lifðu af veturinn. Í gærnótt var næturfrost. Nonni fór út kl. 5 um nóttina og vætti plönturnar í von um að svolítil klakabrynja gæti bjargað þeim. Þær virðast enn lifandi og nú ætlar Nonni að sofa nóttina og nota plastpoka í stað vatnsins.
Veðurglöggir menn á Dalvík sem spáð hafa bæði fyrir góða veðrinu og þessum kuldakafla segja að komið verði fram yfir sjómannadag áður en þessum ósköpum linnir. Ég veit að þessi frásögn gerir vini okkar í útlöndum bara ánægðari með lífið þar. þeir fá þá síður einhverjar rómantískar hugmyndir um hvernig landið er.
Stöð 2 bauð okkur með öllum börnum sem við gátum komist yfir í húsdýragarðinn. Við fórum með dætrum Gabríelu og Palla. Þrátt fyrir skíta kulda hvassviðri og 4 stig á C° Þá var allt fullt í garðinum. Allir vilja fá eitthvað fyrir ekkert. Ekki komust stelpurnar í nein alvöru tæki þær gátu farið út í víkingaskipið og leikið sér þar smá stund, gengið um garðinn í mannþrönginni og fengið kók og pulsu. Þetta var samt ágætt enda allir kapp klæddir. Eftir þetta fórum við heim og Sigga bakaði pönnukökur. Gabríela kom. Stelpurnar náðu að dreifa dóti um allt húsið og borða heilmikið og taka nokkra veiðimenn. (spilið) með sérstöku afbrigði. Þetta afbrigði er þannig að þegar allir slagirnir eru komnir þá má sá sem röðin er komin að geta sér til um slagi hinna. Geti hann rétt þá má hann reyna aftur. Geti hann ekki rétt má næsti reyna. Sá sem á enga slagi dettur út. Þarna reynir á minnið og þegar fækkar í hópnum auðveldast leikurinn. Sigurvegarinn stendur uppi með alla slagina. Það var mikill hlátur og gleði af þessum leik. Ekki gátu stelpurnar verið í mat. Við buðum þeim aftur á móti í grill á miðvikudaginn kemur.
Við ætluðum með hana Hrafnhildi mömmu Nonna á kaffihús í dag eins og við gerum gjarnan á sunnudögum. Hún var svo slæm í bakinu að við sátum frekar með henni í stofunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Við heimsóttum bæði hana Sísi sem er hárgreiðsludaman okkar og færði hún okkur þær slæmu fréttir að hún ætlar að búa í París í vetur og því verðum við að láta okkur nægja þá næst bestu á stofunni.
Við litum við hjá Kára og Guðrúnu eftir að hafa verið hjá mömmu Nonna og höfum eytt síðustu klukkustundum helgarinnar hér heima við skúríngar og afslappelsi. M.a. sáum við eina hugljúfa ameríska ástarmynd sem endaði VEL. og okkur líður vel á eftir.
Í gær sáum við myndina Prime í bíó. Þá var Eurovision og aðeins tvenn hjón í salnum. Nonna fannst myndin ekkert æði. Sigga naut hennar betur. 37 ára kona skildi og kynntist 23ja ára manni og þau verða ástfangin. Ekki er það svosem í frásögu færandi nema hvað að strákurinn er sonur sálfræðings konunar. Sálfræðingurinn hefur ekki hugmynd um hver ástmaðurinn er og hvetur konuna til þess að njóta lífsins. Að sjálfsögðu kemur sannleikurinn í ljós........ og svo og svo...
Jæja! Nóg í bili elsku vinir og ættingjar.
Ykkar vinir og ættingjar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. maí 2006
Á inrásardaginn 10. maí 2006
Það var á þessum degi 1940 sem breskur her réðist á litla Ísland. Íslenskir karlmenn þurftu að þola samkeppni um konurnar sem margar hverjar þykja allt sem útlenskt er betra.
Sem betur fór þá voru margar sem féllu ekki alveg fyrir þessu og þess vegna hefur Íslendingum haldið áfram að fjölga sem aldrei fyrr.
Það er svo sem tíðindalaust hér á skerinu. Sólin hefur leikið við okkur, vorverkin eru á fullu. Nonni hefur verið að bera á pallinn fúavörn, ganga frá í bílskúrnum svona innansleikjur sem aldrei hafa verið kláraðar. Þá er að sinna gróðrinum, klippa dauðar greinar og fær pottana á pallinum þannig að sólin leiki um plönturnar. Endanlegan stað fá þær svo þegar pallaolían þornar. Nonni hefur einnig verið að vinna myndir sem Halli tekur af fasteignum fyrir Remax. Á meðan hafa húsverkin verið á Siggu könnu.
Síðustu helgi fórum við í heimsókn til Sigrúnar og Ella og spiluðum eins ot stundum áður. Nonni lofaði Ella að segja ekki hvernig fór til að vera ekki að monta sig neitt. Sannleikurinn er sá að Nonni hefur oftast tapa.
Við fréttum það í vikunni að breytingar væru í vændum hjá Sigurgeiri syni Nonna og hans fjölskyldu. Við látum þau segja sjálf nánar frá því sjá: Borgarholt.com.
Allt er annars gott að frétta og okkur og okkar. a.m.k. hvað við best vitum.
Elsku vinir og ættingjar
Hafið þið það sem allra best.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. maí 2006
Verkalýðsdagsblog
Í dag marseraði verkalýður landsins rúinn vígtönnum sínum og barðist fyrir fyrir bættum kjörum útlendinga sem kunna að villast til þessa kalda lands. Við Klettássfólkið höfum unnið hörðum höndum við tiltekt og vorverk á milli tíðra heimsókna í þetta hús.´Bílskúrinn þurfti viðamikla hreinsun eftir veturinn tjaran á gólfinu þurfti sterkustu efni myglublettir voru yfir dyrunum byrjaði Nonni á því að hreinsa og sparsla. Hann ætlar að mála myglustaðinn með Epoxy tveggja þátta gólflakki svo hamast megi á honum með lútsterkum sápulegi ef myglan vogar sér þar aftur. Þá hafa gestir komið Guðrún og Kalli - Sigrún og Elli, Hrefna og Guðjón, Kjartan og Dísa, Hrafnhildur mamma nonna og fleiri. Þá fórum við í heimsókn til Auðuns, Súsönnu og Knúts Þórs eins og sést á myndabók tileinkuð þeim hér á vefnum. (Guðrún er systkinabarn við fyrri mann Siggu og maður hennar er Karl Bergman úrsmiður. Sigrún og Elli eru vinafólk okkar en Sigga kynntist Ella í félagsskap ekkla og fráskilinna, Hrefna er systir nonna og Guðjón er hennar maður - Kjartan er bróðir Nonna og Dísa hans kona.)
Þetta hefur semsagt verið löng en einstaklega góð helgi.
Kæru vinir og ættingjar.
Hafið þið það alltaf gott.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. apríl 2006
Allt í rólegheitum 27. apríl.
Lífið gengur sinn vanagang hér í Klettásnum. Veðrið er að verða skaplegt og stundum mjög fínt vorveður. Sumir hafa á orði að sumarið sé komið. Það er eins og menn muni aldrei að sumarið er aldrei öruggt fyrr en eftir 17. júní. Það er allan veturinn að koma og fara og verður það fram eftir þessu vori nú sem oftast áður. Gróðurinn sem var byrjaður að bruma á miðjum vetri hefur áttað sig á því að flas er sjaldnast til fagnaðar. Í gær fimmtudag var saumaklúbbur og bridge. Nonni vinnur myndir fyrir Halla systurson sem hann tekur fyrir fasteignasölu. Fermingaralmbúmið hennar Árnýjar er nú loks tilbúið sjá myndir. Knútur litli hans Auðuns sonar Nonna fékk teppi frá Siggu eins og önnur nýfædd "fyrstubörn" í fjölskyldunni.
Elsku vinir og ættingjar
Við óskum ykkur alls hins besta
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar