Mánudagur, 22. janúar 2007
Afmælisdagur Unnar Óskar og Kristjönu Óskar
Páll og Þórunn vinir okkar í Portúgal fara alltaf á kaffihús á afmælisdögum fjarstaddra ættingja. Við erum búin að fara í afmælisveislu Kristjönu sem býr í Garðabæ. Það er hins vegar lengra að fara til New York þar sem hún Unnur Ósk er og við ætlum að halda upp á afmælið hennar seinna þ.e. fara á kaffihús. Nú þegar þetta er ritað eru New York búarnir ekki á skybinu enda miður dagur enn hjá þeim þó klukkan sé að nálgast 8 að kveldi hér á skerinu.
Lífið hefur svo sem gengið sinn vanagang í Klettásnum. Nonni hefur tekið að sér að ganga með pestirnar sem koma að venju á þessum tíma og hefur Sigga harkað þær af sér.
Í síðustu viku fengum við að passa Knút í fyrsta skipti heima hjá honum meðan foreldrarnir fóru í bíó. Við fengum skyndilesningu í serímoníonum sem við hafðar eru áður en hann fer að sofa þannig að honum brigði ekki mikið við að foreldrarnir voru ekki til staðar. Það gékk ágætlega að svæfa hann og höfðum við eftir það rólegt kvöld svo rólegt að engu munaði að við drægjum ýsur þegar foreldrarnir komu heim rúmlega 10 um kvöldið.
Á föstudagskvöldið sáum við Íslensku myndina Köld slóð. Hún var mjög spennandi og vel gerð mynd. Sumir sögðu að hún væri jafnvel betri en Mýrin sem gerð var eftir sögu Arnaldar Indriðasonar. Við vorum því að vísu ekki sammála. Sagan á bak við Mýrina er miklu efnismeiri.
13. jan. fórum við í afmæli Ísaks Leós sem varð tveggja ára 11. jan. Móðir Ísaks er bróður dóttir Siggu.
Á Íslandi hefur ríkt jökul kuldi það sem af er árinu þó hitinn hafi farið aðeins yfir frostmarkið í dag. Snjór er yfir öllu sem lætur undan rigningu sem byrjaði í kvöld.
Vinarfólk okkar staldraði við í gær og rifjaði upp með okkur Siggu nokkur dansspor sem voru farin að ryðga. Þetta er liður í undirbúningi undir árshátíð hjá Kátu Fóli sem verður 10. febrúar nk.
Þá hafa vinir okkar heimsótt okkur, Nonni spilað við bridge félagana og Sigga haldið saumaklúbb. Sigga er byrgjuð á föndri með vinnufélögum sínum eftir vinnu annan hvern mánudag og byrjaði það í dag. Semsagt allt samkvæmt venju hér á fróni.
Ynnilegar kveðjur til ykkar ættingjar og vinir okkar sem þetta lesið.
Ykkar
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki viss hvort við erum góð fyrirmynd í því að fara á kaffihús þegar einhver ættingi á afmæli, þær vilja setjast á mann terturnar. En okkur finnst við vera aðeins nær fólkinu okkar þegar við erum á kaffihúsinu, aðeins vegna hanns eða hennar sem á afmæli. Það er fróðlegt að lesa frásögnina af pössuninni, það eru ekki vandræði að passa þennan pilt. Foreldrarnir geta greinilega notið þess að fara á bíó án þess að hafa áhyggjur af litla kút (Knút). Einhverstaðar verða pestirnar að fá að grassera, Palli tók eina að sér um jólin og hún heldur sér fast í hann en kærir sig ekkert um að koma til mín. Þetta er líklega bara "karlapest" sem er í gangi núna. Bestu kveðjur til ykkar kæru vinir, Þórunn og Palli í Portúgal
Þórunn og Palli (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.