Þorrinn miður

 

Nú upp á síðkastið höfum við verið óvanalega löt við að fara í heimsóknir. Enn eru þó nokkrir sem hafa þolinmæði til að heimsækja okkur eins og Elli og Sigrún sem komu sáu og sigruðu á seinast spilakvöldi okkar.
 
Nonni ætlaði í ljósmyndaleiðangur um þessa helgi með Fókus – ljósmyndafélaginu sem hann er í. Hann vaknaði á föstudaginn með byrjunareinkenni kvefpestar og eftir hans reynslu gengur hún alltaf sinn vanagang. Við sleppum að lýsa einstökum stigum hennar. Það er alla vega ekki gott þegar hún sýnir sig að fara í útivist. Sigga var nú ósköp fegin. Hún hafði pantað miða á barnaleikritið Karíus og Baktus (Við slógum óvart inn Bakkus)  fyrir okkur og börn Gabríelu og Palla. Gabríela ætlaði með í stað Nonna en vinkona Margrétar, elstu dóttur Gabríelu, fór með í staðinn.

Kristján átti afmæli á mánudaginn 5. febrúar, varð 24. ára. Þrátt fyrir nokkra kvefpest kom hann í mat daginn áður. Auðunn og fjölskylda borðuðu með okkur á miðvikudaginní síðustu viku. Á föstudaginn var fórum við með mömmu Nonna vikulega búðarferð. Enn getur hún ferðast í gegnum Fjarðarkaup og ratað á allt súkkulaðið og kexið sem hún kaupir ásamt hollustuvörum. Hún styður sig við kerruna og þegar Nonni spurði hvort hún væri þreytt þá sagði hún nei en ég finn svolítið til í bakinu. Sannleikurinn er hins vegar að hún fer áfram á viljanum. Beinagrindin er öll farin úr lagi af beinþynningu og hún segir að braki í þegar beinin nuddast saman í liðum sem tilfinnanlega skortir allt brjósk. Hún segir að þetta sé gjaldið fyrir að fá að lifa. Yndisleg jákvæðni.

Tíðin hérna er rysjótt. Frostið hefur verið meira en gengur og gerist það sem af er þessu ári en einnig hafa komið verulega heitir dagar miðað við árstíma. Nú hefur kólnað og er von að einhverja næstu daga skríði hitinn yfir frostmarkið.
Eins og annars staðar á jörðinni hlustum við á spár vísindamanna um hlýnun. Jöklafræðingur hefur dregið fram jákvæða mynd af framtíðinni fyrir okkur Íslendinga – nóg vatn i virkjunum meðan jöklarnir bráðna.

Nú er pestatími. Það eru fleiri en Nonni sem verða kvefaðir. Það er faraldur á barnadeildum og fer þá stundum saman lungnabólga og RS vírus. Nonni hefur þá kenningu að óvanleg mengun á gamlárskvöld hafi ekki orðið til að bæta þetta.

Þrátt fyrir allt er sólin að hækka á lofti. Snjófölið sem var í morgun þegar við vöknuðum og léttskýjaður himininn hafa aukið á birtuna. Jafnvel dimmu dagarnir eru ekki nærri eins dimmir.

Bless kæru vinir og ættingjar sem þetta lesa

Hafið þið það alltaf gott.
Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 691

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband