Árin líða

Það mætti halda að við værum orðin eitthvað væmin að byrja blogg með þessum orðum. Já ef til vill, en það verður maður alltaf á áramótum og afmælisdögum. Nonni á sem sagt afmæli. Það eiga ýmsir aðrir eins og Hæstiréttur og Orator - félag laganema.

Pabbi Nonna fullyrti að það hafi ekki verið planið þó hann hafi verið lögfræðingur heldur átti Nonni að heita Ágústa og fæðast 14. febrúar á afmæli ömmu sinnar sem bar þetta nafn. Hvort hann hafi veirð stöðugt uppreisnargjarn síðan verða aðrir um að dæma.

 Við höfum haft góðan og fjölbreyttan dag. Sigga vann til hádegis en Nonni var í fríi. Til hans kom kona að fá myndir vegna fyrirlestur sem hún er að halda í Noregi um aðstoðuleysi blindra barna á Íslandi. Eftir þann fyrirlestur ættum við að geta sótt um þróunaraðstoð þangað.  Sjá www.skodunmin.blog.is

 

Eftirmiðdagurinn fór í góðan göngutúr og þetta venjulega heimilisdúttl. Tiltektir og hreinsanir. Nú í kvöld höfum við verið í kvöldmat hjá vinafólki. Yndislegt fólk og yndislegt kvöld.

 Meðan við vorum  þar hringdi síminn. Sandra reyndi að ná sambandi við afa sinn í tilefni afmælisins. Við skæpuðum við hana og móður hennar strax og við komum heim.  sjá www.borgarholt.com 

 Síðan við blogguðum síðast höfum við reynt að halda tengslum við fólk. Um síðustu helgi: - Sigrúnu og Ella - Höbbu systur Nonna og vikulega heimsókn til mömmu Nonna. Hún hefur verið veik upp á síðkastið með pest. 

Á miðvikudagskvöldið komu Elli og Lilja frá Ísafirði,  fimmtudagskvöldið fór Sigga með Lilju á tónleika í salnum í Kópavogi. - Diddú og fjórir rúsneskir karlar - mjög gaman.

 Á morgun förum við í afmæli til Sólveigar dóttur Lilju og Ella.

 Annars líður okkur vel. Það er farið að birta hér á Íslandi og hitinn hefur verið vel yfir frostmarki. Það var stillt veðrið í göngutúrnum í dag loftið hreint og hressandi eftir svolitla vætu.

 Elsku vinir og ættingjar

 Við óskum ykkur alls hins besta og endilega látið vita einstöku sinnum að þið lesið þetta.

(Gestabók eða comment.)

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega til hamingju með daginn Nonni minn, það hefur verið eins og venjulega hjá ykkur, mjög góður dagur. Ég segi eins og Graca vinkona okkar, það er fínt að eiga afmæli, það táknar að maður er á lífi.

Hafið það gott kæru vinir,  kveðja frá Austurkoti, Palli og Þórunn

Þórunn og Palli (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 691

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband