Laugardagur, 31. mars 2007
Vá hvað er langt síðan við skrifuðum
Það er ekki svo að það sé ekkert að gerast hjá okkur. Það er allt á fullu. Ég ætla nú ekki í þetta skipti að tíunda allar heimsóknirnar hingað og þangað til vina og ættingja í allan þann tíma sem við höfum verið löt við að blogga. Þeir sem þekkja okkur og vilja endilega ekki tapa af færslu um heimsókn verða barasta að láta okkur vita og þá gerum við sér færslu um það.
Nonni hefur sent loka verkefnið í ljósmyndaskólanum og er hann þá búinn ef það verður samþykkt.
Nú í dag vorum við í afmælisboði hjá bróðurdóttur Siggu og hittum þar ýmsa ættingja.
Í kvöld förum við að sjá leikritið Ást sem látið er vel af enda eintömir gleðismellir og söngvarar sem leika og syngja.
Svo nokkuð sé nefnt sem við höfum verið að bardúsa er passanir hjá Auðunni og fjölskyldu og Gabríelu og fjölskyldu. Eina helgina tókum við stelpurnar hennar Gabríelu í Bíó og til Hveragerðis í húsbílnum. Við spiluðum veiðimann fyrir utan Eden étandi ís. Þetta þótti stelpunum tilbreyting. Þegar Elli og Sigrún buðu okkur í dýrindis lambalæri sem Sigrún hafði eytt deginum í að elda var Nonni með í maganum og bragðaði ekki á neinu. Það eina góða við magapestir er að þær ganga fljótt yfir.
Nú eru framundan tvær fermingar í fjölskyldunni. Á morgun fermist Helgi sonur systur Nonna. Þessi helgi fer því mikið í veislur.
Nonni var að ljúka lestri bókarinnar "Sagan af Pí." Þar segir frá ferð í björgunarbáti yfir allt Kyrrahafið á yfir tvö hundruð dögum. Í byrjun eru í björgunarbátnum górilla, sebrahestur, hýena og tígrisdýr.
Spennandi saga.
En sem sagt:
Hafið þið það öll sem best elsku ættingjar og vinir.
Nonni og Sigga.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.