Mánudagur, 18. júní 2007
16. júní 2007
Nú er dagurinn fyrir þjóðhátíðardaginn. Það er laugardagur og Sigurgeir sonur Nonna kom til landsins frá New York. Það er næstum því ár síðan við hittum þau síðast og við höfum beðið spennt. Dagsskráin var það þétt hjá þeim að okkur þótti vonlítið að hitta þau þessa helgi og notuðum tækifærið og brugðum okkur í húsbílaferð. Við ætluðum til Víkur í Mýrdal þar sem Sigga hefur ekki séð landið austan við Hellu. Við lögðum því snemma á stað og byrjuðum í AtlandsOlíu að kaupa eldsneyti. Nonni var ekki alvega með sjálfum sér því hann tók græna handfangið með 95 okteina bensíni og dældi á Díselbílinn okkar. Svona um það leiti sem hann var búinn að dæla fyrir 7500 kr. Þá tók Sigga eftir því að verðið á eldsneytinu var hærra en á skiltinu og áttaði sig á mistökunum áður en Nonni ræsti hreyfilinn. Við byrjuðum að hringja í Vöku sem benti okkur á neyðarþjónustu smurstöðvar - sem var að vísu ekki opin um helgar. Við ætluðum að hætta við ferðina og láta draga bílinn að smurstöðinni og fá þetta lagað næsta mánudag. Ekki vildi Sigga gefast upp strax og stakk upp á að við hringdum í Guðjón mág Nonna. Hann var ekki tilbúin með allar græjur þegar svona stendur á og sagði Nonni þá að það væri allt í lagi. Guðjón sagðist vilja líta á bílinn. Stakk hann upp á því að við færðum bensínið yfir á aðra bíla sem eru gerðir til að brenna slíkt eldsneyti. Það var lán í óláni að á tanknum var nærri því hreint bensín þar sem hann hafið farið á bensínstöðina á seinustu dropunum. Guðjón mætti með koppa og kirnur og garðkönnu með stút til að hella á bílinn. Hann var með nokkrar slöngur - sogaði upp bensínið og notaði hæðarmuninn til að láta það renna í ílátin. Eftir heilmikið puð hafi hann náð öllu því bensíni sem hægt var með þessari aðferð og létum við það gott heita. Drógum bílinn að tankinum aftur og settum á hann rétt eldsneyti.
Klukkan var orðin eitt þegar við lögðum af stað og héldum austur fyrir fjall. Veðurspáin hafði sagt að hann héldist þurr nema aðeins á suð vesturlandi. Við bjuggumst við að það glaðnaði yfir honum þegar við kæmum austur en það voru skúrir öðru hverju alla leiðina og mikill vindur. Jafnvel þegar við komum til Víkur þá var stöðugur úði.
Nú erum við komin hér á tjaldstæðið. Sigga eldaði fisk og í kvöldmatinn og borðuðum við það með 300 gr. af káli sem danski kúrinn segir til um. Eftir fréttir og tesopa fórum við út að hjóla um kauptúnið. Til þess þurftum við að klæða okkur í regngalla sem við höfum nýlega keypt og reyndust þeir ágætlega við þessar aðstæður. Á bakaleiðinni var vindur í fangið og regnið í andlitið en við höfðum ekki farið mjög langt og bara hressandi að koma til baka.
Einnota geisladiskur með bíómynd hélt okkur föngnum þar til við fórum að lesa og skrifa þetta.
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.