17. júní - Framhald ferðasögu

Það var þurrt en nokkur vindur þegar við vöknuðum (mis snemma) á þjóðhátíðardaginn. Við höfðum skoðað þorpið Vík kvöldið áður ókum aðeins austur fyrir það, snerum svo við heimleiðis. Við höfðum skoðað Skógarfoss deginum áður og nú fórum við að Seljalandsfossi, fórum svo sem leið liggur að Hvolsvelli, ókum inn Fljótshlíðina að Múlakoti en þar endaði bundið slitlag. Þar sáum við tjaldstæði sem okkur leist vel á og er í áskriftarkorti sem við keyptum. (Innifalið í verði kortsins að rafmagni undanskildu). Þá ókum við að Hellu og var þar brostin á blíða. Fólkið tók þátt í gleðskap dagsins í stuttermabolum. Við hjóluðum um bæinn, hlustuðum á fjallkonuna og settum við árbakkann og sóluðum okkur um stund. Héldum við í bæinn með kaffistoppi í Hveragerði - en ekkert Eden - eldhúskrókurinn í húsbílnum.

Á 17. júní hefur Hrefna systir Nonna alltaf opið hús. Við komum þangað í ferðafötunum og á húsbílnum rúmlega fjögur. Allar götur voru fullar af illa lögðum bílum vegna þjóðhátíðarhalda í nágrenninu. Við komumst við illan leik heim til hennar og gátum sem betur fer lagt á planinu framan við hús hennar. Um kvöldið buðu Elli og Sigrún okkur í mat og leystum við saman krossgátu sunnudagsblaðs moggans eins og oft áður.

 Þetta er allt í bili elsku vinir og ættingjar

 Ykkar

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 691

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband