Öfugur Gullfoss o.fl.

Þegar þetta er ritað er kominn miðvikudagur 27. Júní.

Eins og við höfum sagt frá var mikil spenna að sjá Sigurgeir og fjölskyldu eftir langan aðskilnað. Hins vegar var í mörg horn að líta og aðeins fá augnablik sem hafði verið ráðstafað fyrir okkur.  Við höfðum tryggt okkur fyrirfarm að þau kæmu til okkar á fimmtudaginn fyrir viku og vorum við með grillað nauta og lamba file. Auk þeirra voru Auðunn, Súsanna og Knútur (Sonur Nonna og fjölskylda) Guðjón og Hrefna (Systir Nonna og eiginmaður) og Hrafnhildur mamma Nonna.

Unnur varð eftir og aðstoðaði Nonna við að passa Knút á föstudagsmorguninn. Hún sagði að hann væri alveg eins og dúkka!!  Þau áttu góðan dag saman fyrst með Knúti, spiluðu meðan hann svaf og fóru síðan í sund saman um eftirmiðdaginn.

Um kvöldið undirbjuggum við helgarferðina á mót að Brautarholti á Skeiðum. Þar voru, Hrefna og Guðjón og Halli sonur þeirra  með fjölskyldu.  Það var svolítið hvasst á laugardaginn en hlýtt og heiðskýr himinn. Á sunnudeginum var skýjahula en hlýtt og logn. Eftir mótið fórum við með Guðjóni og Hrefnu í uppsveitirnar – fram hjá Flúðum og áfram. Gengum að Gullfossi austan megin. Stoppuðum við efstu Hvítárbrúnna og við Geysi  og síðan heim.

Biðröðin við hringtorgin við Rauðavatn náðu að Þrastalundi. Við skriðum i bæinn á 20-40 km. hraða.  

Um kvöldið komu síðan til okkar Sigurgeir og fjölskylda og kvöddu okkur.

Það hefur verið eindæma gott veður. Nonni mætti á stuttbuxum í vinnuna í gær. Nú er hlýtt en ekki mikil sól.

Þetta er nú gott í bili – elsku vinir og ættingjar.

 

Nonni og Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir, það er aldeilis nóg að gera hjá ykkur, og okkur líka það er óratími síðan ég hef farið á flakk um bloggheiminn. En nú eru síðustu gestir sumarsins farnir frá okkur svo það ætti að vera nægur tími til að vafra.

Kær kveðja frá okkur í Austurkoti

Þórunn og Palli

Þórunn (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband