Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 18. júní 2007
17. júní - Framhald ferðasögu
Það var þurrt en nokkur vindur þegar við vöknuðum (mis snemma) á þjóðhátíðardaginn. Við höfðum skoðað þorpið Vík kvöldið áður ókum aðeins austur fyrir það, snerum svo við heimleiðis. Við höfðum skoðað Skógarfoss deginum áður og nú fórum við að Seljalandsfossi, fórum svo sem leið liggur að Hvolsvelli, ókum inn Fljótshlíðina að Múlakoti en þar endaði bundið slitlag. Þar sáum við tjaldstæði sem okkur leist vel á og er í áskriftarkorti sem við keyptum. (Innifalið í verði kortsins að rafmagni undanskildu). Þá ókum við að Hellu og var þar brostin á blíða. Fólkið tók þátt í gleðskap dagsins í stuttermabolum. Við hjóluðum um bæinn, hlustuðum á fjallkonuna og settum við árbakkann og sóluðum okkur um stund. Héldum við í bæinn með kaffistoppi í Hveragerði - en ekkert Eden - eldhúskrókurinn í húsbílnum.
Á 17. júní hefur Hrefna systir Nonna alltaf opið hús. Við komum þangað í ferðafötunum og á húsbílnum rúmlega fjögur. Allar götur voru fullar af illa lögðum bílum vegna þjóðhátíðarhalda í nágrenninu. Við komumst við illan leik heim til hennar og gátum sem betur fer lagt á planinu framan við hús hennar. Um kvöldið buðu Elli og Sigrún okkur í mat og leystum við saman krossgátu sunnudagsblaðs moggans eins og oft áður.
Þetta er allt í bili elsku vinir og ættingjar
Ykkar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. júní 2007
16. júní 2007
Nú er dagurinn fyrir þjóðhátíðardaginn. Það er laugardagur og Sigurgeir sonur Nonna kom til landsins frá New York. Það er næstum því ár síðan við hittum þau síðast og við höfum beðið spennt. Dagsskráin var það þétt hjá þeim að okkur þótti vonlítið að hitta þau þessa helgi og notuðum tækifærið og brugðum okkur í húsbílaferð. Við ætluðum til Víkur í Mýrdal þar sem Sigga hefur ekki séð landið austan við Hellu. Við lögðum því snemma á stað og byrjuðum í AtlandsOlíu að kaupa eldsneyti. Nonni var ekki alvega með sjálfum sér því hann tók græna handfangið með 95 okteina bensíni og dældi á Díselbílinn okkar. Svona um það leiti sem hann var búinn að dæla fyrir 7500 kr. Þá tók Sigga eftir því að verðið á eldsneytinu var hærra en á skiltinu og áttaði sig á mistökunum áður en Nonni ræsti hreyfilinn. Við byrjuðum að hringja í Vöku sem benti okkur á neyðarþjónustu smurstöðvar - sem var að vísu ekki opin um helgar. Við ætluðum að hætta við ferðina og láta draga bílinn að smurstöðinni og fá þetta lagað næsta mánudag. Ekki vildi Sigga gefast upp strax og stakk upp á að við hringdum í Guðjón mág Nonna. Hann var ekki tilbúin með allar græjur þegar svona stendur á og sagði Nonni þá að það væri allt í lagi. Guðjón sagðist vilja líta á bílinn. Stakk hann upp á því að við færðum bensínið yfir á aðra bíla sem eru gerðir til að brenna slíkt eldsneyti. Það var lán í óláni að á tanknum var nærri því hreint bensín þar sem hann hafið farið á bensínstöðina á seinustu dropunum. Guðjón mætti með koppa og kirnur og garðkönnu með stút til að hella á bílinn. Hann var með nokkrar slöngur - sogaði upp bensínið og notaði hæðarmuninn til að láta það renna í ílátin. Eftir heilmikið puð hafi hann náð öllu því bensíni sem hægt var með þessari aðferð og létum við það gott heita. Drógum bílinn að tankinum aftur og settum á hann rétt eldsneyti.
Klukkan var orðin eitt þegar við lögðum af stað og héldum austur fyrir fjall. Veðurspáin hafði sagt að hann héldist þurr nema aðeins á suð vesturlandi. Við bjuggumst við að það glaðnaði yfir honum þegar við kæmum austur en það voru skúrir öðru hverju alla leiðina og mikill vindur. Jafnvel þegar við komum til Víkur þá var stöðugur úði.
Nú erum við komin hér á tjaldstæðið. Sigga eldaði fisk og í kvöldmatinn og borðuðum við það með 300 gr. af káli sem danski kúrinn segir til um. Eftir fréttir og tesopa fórum við út að hjóla um kauptúnið. Til þess þurftum við að klæða okkur í regngalla sem við höfum nýlega keypt og reyndust þeir ágætlega við þessar aðstæður. Á bakaleiðinni var vindur í fangið og regnið í andlitið en við höfðum ekki farið mjög langt og bara hressandi að koma til baka.
Einnota geisladiskur með bíómynd hélt okkur föngnum þar til við fórum að lesa og skrifa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. júní 2007
Grænland
Í gær 8. júní fórum við til Grænlands í dagsferð. Við lögðum af stað klukkan rúmlega tíu um morguninn með fokker frá Flugfélagi Íslands til Kulusukeyju við Grænland. Með okkur í för voru 19 starfsmenn og maka á skrifstofu Blindrafélagsins. Áður en ferðin hófst höfðum við farið í Hamrahlíðina og þar var hlaðið bjór á mannskapinn og samlokum. Þar sem við erum í danska kúrnum höfðum við kálið okkar með okkur, vatn og ávexti en þáðum kókflöskur í nesti. Á leiðinni út fengum við grænmetisrétt í flugvélinni sem hentaði okkur vel. A leiðinni heim var að vísu ekki grænmetisréttur en maturinn virtist passa okkur vel.
Flugvöllurinn á Kúlusuk er malarvöllur og virtist eini slétti flöturinn í þessu fjallalandi. Fjöllin voru snarbrött í sjó fram. Þegar við höfðum náð í farangur okkar fórum við fótgangandi í átt til þorpsins. Það var sagt að leiðin væri aðeins tveir kílómetrar. Vegurinn var troðningur og lá leiðin um hóla og hæðir. Þar að auki stoppuðum við á leiðinni og tókum myndir. Líklega hefur gönguferðin tekið um 40 mínútur í allt. Eftir eitt hæðardragið blasti við þorpið - húskofar sem tilt var á súlur í nokkuð brattri hlíð. Á leiðinni gengum við framhjá tveimur kirkjugörðum. Jarðvegur er þarna af skornum skammti og kisturnar eru ekki djúpt undir yfirborðinu. Krossar eru ekki merktir nöfnum. Grænlendingar telja að maðurinn samanstandi af þrennu, líkama sál og nafni og aðeins líkaminn deyi og því eigi nafnið ekki að vera á leiðinu. Í eldra kirkjugarðinum sáum við veglegan granít legstein á leiði ungs mans og var þar höggið nafn viðkomandi. Á öllu er undantekning. Líklega hafa foreldrarnir verið sigldir og séð svona í Danmörku og viljað gera eins veglega gröf barns síns eins og danskra barna.
Þegar inn í þorpið var komið voru margir á ferli. Nonni hafði komið þarna áður og fannst miklu mun fleiri vera á ferli í þetta skiptið. ágætis veður var í bæði skiptin en nú var vor en komið fram á sumar seinast og því eðlilegt að íbúarnir vildu njóta meiri útiveru nú en þá.
Eins og áður var mikil eymd að sjá á flestum sem þarna gengum um. Þó voru nokkrir á ferli nú sem báru ekki eymd og drykkjuskap utan á sér. Nonni hafði gaman að taka myndir og tók óhemju margar. Hann var stöðugt að allan tíman sem við vorum þarna. Sigga tók líka myndir og fannst athyglisvert að sjá fólkið og hversu ólíkt allt er íslandi þó ekki sé ýkja langt á milli. Það er helst hægt að lýkja þessu við svörtustu Afríku enda ekki nema ein og hálf öld síðan fólkið sem þarna bjó var á steinaldarstigi.
Áfengisvandinn er gífurlegur. Stór hluti fólksins er hreinir rónar. Samt lifir fólkið nokkuð á sjálfsþurftarbúskap, aðalega veiðum og smíðum úr því litla efni sem þarna rekur á fjörur.
Rúmlega tvö var trommudanssýning og maður á kajak sýndi listir sínar með skutul. Klukkan þrjú fórum við svo í bátsferð á milli jakanna að flugvellinum aftur og héldum heim rúmlega fjögur að íslenskum tíma en þá er klukkan tvö að Grænlenskum tíma.
Um kvöldið litum við við hjá Ella og Sigrúnu.
Nú 9. júní eru 20 ár síðan Sigga sá Kristján fósturson fyrst. Í því tilefni ætlar hann að koma í mat með Birnu sambýliskonu sína.
Semsagt allt gott að frétta elsku vinir og ættingjar.
Hafið þið það alltaf gott
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Bloggfærsla maímánaðar
Það er hart að hafa svo mikið að gera að við höfum ekki tíma til að blogga og muna svo ekki neitt.
Maí var kaldur mánuður hér á Fróni. Nonni hefur haft trjágróður í pottum síðan við fluttum hingað fyrir næstum fimm árum síðan og aldrei hefur hann farið svo illa eins og nú. Næstum helmingur af honum er dauður.
Pallurinn fyrir framan húsið okkar er útiverustaður okkar við húsið. Hann er um 70 fermetrar og þar höfum við áðurnefndan gróður. Við ætlum ekki að endurnýja gróðurinn strax. Ástæðan er sú að nágranni okkar sem í upphafi gaf okkur leyfi til að hafa pallinn að lóðarmörkum hefur andskotast út í hann síðan, enda af Engeyjarættinni, sonur Benedikts Sveinssonar sem kallaður var stjórnarformaður Íslands og höfuðið á Kolkrabbanum. Þó Nonni telji allar líkur á því að fá okkur dæmdan rétt til að halda pallinum þá hefur þessi deila farið það mikið á sálina á Nonna að við ákváðum að taka tilboði Bæjaryfirvalda um að smíða minni pall og hafa lóðina eins og aðalteikningar segja til um. Þetta verður okkur að kostnaðarlausu en á meðan þá erum við ekkert að endurnýja gróðurinn. Það kemur síðar.
Þegar ekki hafa verið veislur eða eitthvað álíka höfum við farið á húsbílnum í smá ferðir. Hann var hins vegar í viðgerð megin hluta maí mánaðar. Hann þurfti að fara á þrjá staði, einn fyrir hverja bilun. Alltaf var lofað að hann væri að verða til en vikurnar urðu þrjár. Ekki tókst að ljúka öllu. Þó beiðnin hafi verið skrifleg og ekki átti að fara á milli mála hvað væri beðið um þá gleymdist að laga viðvörunarkerfi sem fer í gang þegar bakkað er. Við eru þó komin með hann og búin að fara í tvær ferðir á honum um suðurland, í annarri gistum við í Úthlið og þeirri sem við fórum nú fyrstu helgi í júní gistum við á Flúðum.
Flúðarferðin var með félagsskapnum Kátu Fólki sem er skemmti félag sem stendur fyrir fjórum dansleikjum á ári með mat og skemmtiatriðum. Lagt var af stað frá Osta og smjörsölunni í einni halarófu 26 bíla - læðst austur fyrir fjall á um 80 km. hrað - þrengslin, fram hjá Stokkseyri og Eyrarbakka, átum nesti í þjórsárveru. Síðan héldum við þaðan upp á þjóðveg 1 og síðan Skeiðin og upp að Flúðum. Í þjórsárverum var farið í leiki með krakkana og spilað fyrir hringdönslum á harmoniku.
Aðeins voru tveir á húsbílum en nokkrir höfðu pantað gistingu á hótelinu. Flestir fóru í bæinn að balli loknu.
Um morguninn kenndi Nonni einum eldriborgara sem hann hafði hitt á myndavél sem viðkomandi var ný búinn að kaupa og kenndi einföld atriði í Photoshop. Síðan héldum við á Laugarvatn og inn í hjólhúsabyggðina þar og hittum vinnufélaga Siggu og mikla vinkonu - Helgu. Að þessu loknu skunduðum við í bæinn til að taka niður myndir á sýningu sem Nonni tók þátt í á vegum Fókuss i Ráðhúsi Reykjavíkur.
Erling og Sigrún litu við í gær enda orðið langt síðan við höfum hitt þau. Nonni og Erling fara að vísu saman í sund á mánudögum og föstudögum en margt hefur komið upp á hjá þeim báðum sem hefur komið í veg fyrir það upp á síðkastið.
En semsagt.
Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar. Fyrirgefið hvað er langt á milli blogga hjá okkur
Ykkar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2007
apríl
Elsku vinir og ættingjar.
Þið gleymið okkur vonandi ekki alfveg þó við bloggum allt of sjaldan.
Í byrjun apríl voru tvær fermingar. Þá fórum við í húsbílaferð um páskana í Húsafell og hittum þar fern vinahjón. Trimmið var þá aðalega að ganga á milli kökuboða. Um seinustu helgi var afmæli Knúts Þórs sonar sonar Nonna og fórum á tónleika með Helenu Eyjólfsdóttur. Svaka fjör. Nú erum við að fara á gömludansa ball með Kátu fólki og í gær komu hingað í súpu í brauði systkini Kristjáns heitins fyrri mans Siggu.
Nonni er að fá fyrri styrk en hann varð orðin svolítið slappur eftir veikindin í byrjun árs.
Á morgun kemur Kristján í mat ásamt mömmu Nonna.
Elsku vinir og ættingjar.
Gleðilegt sumar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. mars 2007
Vá hvað er langt síðan við skrifuðum
Það er ekki svo að það sé ekkert að gerast hjá okkur. Það er allt á fullu. Ég ætla nú ekki í þetta skipti að tíunda allar heimsóknirnar hingað og þangað til vina og ættingja í allan þann tíma sem við höfum verið löt við að blogga. Þeir sem þekkja okkur og vilja endilega ekki tapa af færslu um heimsókn verða barasta að láta okkur vita og þá gerum við sér færslu um það.
Nonni hefur sent loka verkefnið í ljósmyndaskólanum og er hann þá búinn ef það verður samþykkt.
Nú í dag vorum við í afmælisboði hjá bróðurdóttur Siggu og hittum þar ýmsa ættingja.
Í kvöld förum við að sjá leikritið Ást sem látið er vel af enda eintömir gleðismellir og söngvarar sem leika og syngja.
Svo nokkuð sé nefnt sem við höfum verið að bardúsa er passanir hjá Auðunni og fjölskyldu og Gabríelu og fjölskyldu. Eina helgina tókum við stelpurnar hennar Gabríelu í Bíó og til Hveragerðis í húsbílnum. Við spiluðum veiðimann fyrir utan Eden étandi ís. Þetta þótti stelpunum tilbreyting. Þegar Elli og Sigrún buðu okkur í dýrindis lambalæri sem Sigrún hafði eytt deginum í að elda var Nonni með í maganum og bragðaði ekki á neinu. Það eina góða við magapestir er að þær ganga fljótt yfir.
Nú eru framundan tvær fermingar í fjölskyldunni. Á morgun fermist Helgi sonur systur Nonna. Þessi helgi fer því mikið í veislur.
Nonni var að ljúka lestri bókarinnar "Sagan af Pí." Þar segir frá ferð í björgunarbáti yfir allt Kyrrahafið á yfir tvö hundruð dögum. Í byrjun eru í björgunarbátnum górilla, sebrahestur, hýena og tígrisdýr.
Spennandi saga.
En sem sagt:
Hafið þið það öll sem best elsku ættingjar og vinir.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Árin líða
Það mætti halda að við værum orðin eitthvað væmin að byrja blogg með þessum orðum. Já ef til vill, en það verður maður alltaf á áramótum og afmælisdögum. Nonni á sem sagt afmæli. Það eiga ýmsir aðrir eins og Hæstiréttur og Orator - félag laganema.
Pabbi Nonna fullyrti að það hafi ekki verið planið þó hann hafi verið lögfræðingur heldur átti Nonni að heita Ágústa og fæðast 14. febrúar á afmæli ömmu sinnar sem bar þetta nafn. Hvort hann hafi veirð stöðugt uppreisnargjarn síðan verða aðrir um að dæma.
Við höfum haft góðan og fjölbreyttan dag. Sigga vann til hádegis en Nonni var í fríi. Til hans kom kona að fá myndir vegna fyrirlestur sem hún er að halda í Noregi um aðstoðuleysi blindra barna á Íslandi. Eftir þann fyrirlestur ættum við að geta sótt um þróunaraðstoð þangað. Sjá www.skodunmin.blog.is
Eftirmiðdagurinn fór í góðan göngutúr og þetta venjulega heimilisdúttl. Tiltektir og hreinsanir. Nú í kvöld höfum við verið í kvöldmat hjá vinafólki. Yndislegt fólk og yndislegt kvöld.
Meðan við vorum þar hringdi síminn. Sandra reyndi að ná sambandi við afa sinn í tilefni afmælisins. Við skæpuðum við hana og móður hennar strax og við komum heim. sjá www.borgarholt.com
Síðan við blogguðum síðast höfum við reynt að halda tengslum við fólk. Um síðustu helgi: - Sigrúnu og Ella - Höbbu systur Nonna og vikulega heimsókn til mömmu Nonna. Hún hefur verið veik upp á síðkastið með pest.
Á miðvikudagskvöldið komu Elli og Lilja frá Ísafirði, fimmtudagskvöldið fór Sigga með Lilju á tónleika í salnum í Kópavogi. - Diddú og fjórir rúsneskir karlar - mjög gaman.
Á morgun förum við í afmæli til Sólveigar dóttur Lilju og Ella.
Annars líður okkur vel. Það er farið að birta hér á Íslandi og hitinn hefur verið vel yfir frostmarki. Það var stillt veðrið í göngutúrnum í dag loftið hreint og hressandi eftir svolitla vætu.
Elsku vinir og ættingjar
Við óskum ykkur alls hins besta og endilega látið vita einstöku sinnum að þið lesið þetta.
(Gestabók eða comment.)
Ykkar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Þorrinn miður
Nú upp á síðkastið höfum við verið óvanalega löt við að fara í heimsóknir. Enn eru þó nokkrir sem hafa þolinmæði til að heimsækja okkur eins og Elli og Sigrún sem komu sáu og sigruðu á seinast spilakvöldi okkar.
Nonni ætlaði í ljósmyndaleiðangur um þessa helgi með Fókus ljósmyndafélaginu sem hann er í. Hann vaknaði á föstudaginn með byrjunareinkenni kvefpestar og eftir hans reynslu gengur hún alltaf sinn vanagang. Við sleppum að lýsa einstökum stigum hennar. Það er alla vega ekki gott þegar hún sýnir sig að fara í útivist. Sigga var nú ósköp fegin. Hún hafði pantað miða á barnaleikritið Karíus og Baktus (Við slógum óvart inn Bakkus) fyrir okkur og börn Gabríelu og Palla. Gabríela ætlaði með í stað Nonna en vinkona Margrétar, elstu dóttur Gabríelu, fór með í staðinn.
Kristján átti afmæli á mánudaginn 5. febrúar, varð 24. ára. Þrátt fyrir nokkra kvefpest kom hann í mat daginn áður. Auðunn og fjölskylda borðuðu með okkur á miðvikudaginní síðustu viku. Á föstudaginn var fórum við með mömmu Nonna vikulega búðarferð. Enn getur hún ferðast í gegnum Fjarðarkaup og ratað á allt súkkulaðið og kexið sem hún kaupir ásamt hollustuvörum. Hún styður sig við kerruna og þegar Nonni spurði hvort hún væri þreytt þá sagði hún nei en ég finn svolítið til í bakinu. Sannleikurinn er hins vegar að hún fer áfram á viljanum. Beinagrindin er öll farin úr lagi af beinþynningu og hún segir að braki í þegar beinin nuddast saman í liðum sem tilfinnanlega skortir allt brjósk. Hún segir að þetta sé gjaldið fyrir að fá að lifa. Yndisleg jákvæðni.
Tíðin hérna er rysjótt. Frostið hefur verið meira en gengur og gerist það sem af er þessu ári en einnig hafa komið verulega heitir dagar miðað við árstíma. Nú hefur kólnað og er von að einhverja næstu daga skríði hitinn yfir frostmarkið.
Eins og annars staðar á jörðinni hlustum við á spár vísindamanna um hlýnun. Jöklafræðingur hefur dregið fram jákvæða mynd af framtíðinni fyrir okkur Íslendinga nóg vatn i virkjunum meðan jöklarnir bráðna.
Nú er pestatími. Það eru fleiri en Nonni sem verða kvefaðir. Það er faraldur á barnadeildum og fer þá stundum saman lungnabólga og RS vírus. Nonni hefur þá kenningu að óvanleg mengun á gamlárskvöld hafi ekki orðið til að bæta þetta.
Þrátt fyrir allt er sólin að hækka á lofti. Snjófölið sem var í morgun þegar við vöknuðum og léttskýjaður himininn hafa aukið á birtuna. Jafnvel dimmu dagarnir eru ekki nærri eins dimmir.
Bless kæru vinir og ættingjar sem þetta lesa
Hafið þið það alltaf gott.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Afmælisdagur Unnar Óskar og Kristjönu Óskar
Páll og Þórunn vinir okkar í Portúgal fara alltaf á kaffihús á afmælisdögum fjarstaddra ættingja. Við erum búin að fara í afmælisveislu Kristjönu sem býr í Garðabæ. Það er hins vegar lengra að fara til New York þar sem hún Unnur Ósk er og við ætlum að halda upp á afmælið hennar seinna þ.e. fara á kaffihús. Nú þegar þetta er ritað eru New York búarnir ekki á skybinu enda miður dagur enn hjá þeim þó klukkan sé að nálgast 8 að kveldi hér á skerinu.
Lífið hefur svo sem gengið sinn vanagang í Klettásnum. Nonni hefur tekið að sér að ganga með pestirnar sem koma að venju á þessum tíma og hefur Sigga harkað þær af sér.
Í síðustu viku fengum við að passa Knút í fyrsta skipti heima hjá honum meðan foreldrarnir fóru í bíó. Við fengum skyndilesningu í serímoníonum sem við hafðar eru áður en hann fer að sofa þannig að honum brigði ekki mikið við að foreldrarnir voru ekki til staðar. Það gékk ágætlega að svæfa hann og höfðum við eftir það rólegt kvöld svo rólegt að engu munaði að við drægjum ýsur þegar foreldrarnir komu heim rúmlega 10 um kvöldið.
Á föstudagskvöldið sáum við Íslensku myndina Köld slóð. Hún var mjög spennandi og vel gerð mynd. Sumir sögðu að hún væri jafnvel betri en Mýrin sem gerð var eftir sögu Arnaldar Indriðasonar. Við vorum því að vísu ekki sammála. Sagan á bak við Mýrina er miklu efnismeiri.
13. jan. fórum við í afmæli Ísaks Leós sem varð tveggja ára 11. jan. Móðir Ísaks er bróður dóttir Siggu.
Á Íslandi hefur ríkt jökul kuldi það sem af er árinu þó hitinn hafi farið aðeins yfir frostmarkið í dag. Snjór er yfir öllu sem lætur undan rigningu sem byrjaði í kvöld.
Vinarfólk okkar staldraði við í gær og rifjaði upp með okkur Siggu nokkur dansspor sem voru farin að ryðga. Þetta er liður í undirbúningi undir árshátíð hjá Kátu Fóli sem verður 10. febrúar nk.
Þá hafa vinir okkar heimsótt okkur, Nonni spilað við bridge félagana og Sigga haldið saumaklúbb. Sigga er byrgjuð á föndri með vinnufélögum sínum eftir vinnu annan hvern mánudag og byrjaði það í dag. Semsagt allt samkvæmt venju hér á fróni.
Ynnilegar kveðjur til ykkar ættingjar og vinir okkar sem þetta lesið.
Ykkar
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. janúar 2007
Nýársnótt.
Nú eru áramótin senn að ganga í garð í henni Ameríku þar sem sonur Nonna - Sigurgeir - býr ásamt fjölskyldu sinni. Þau fá ekki að njóta Íslenskrar geðveiki í sprengilátum og sakna þess. Þessi mynd er sett sérstaklega fyrir þau og aðra ættingja og vini erlendis sem ekki fá að njóta.
Við höfum haft mjög hugguleg áramót hér í Klettási 12. Auðunn og Súsanna og Kristján voru í mat. Kalkúnninn hepnaðist venju betur. Við létum hann malla í marga klukkustundir við lágan hita í gærkvöldi og brúnuðum hann rétt fyrir komu gestana með stöðugum austri yfir hann til að halda honum mátulega safaríkum. Sigga fer að vinna snemma í fyrramálið og fór að sofa rétt eftir miðnættið og sprenjurnar hafa snarlega minnkað hér í hverfinu.
Elsku vinir og ættingjar
Bestu kveðjur og óskir til ykkar allra.
Nonni og Sigga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dagbók Klettássfólksins
Nýjustu færslur
- Áfram með ferðina
- 8-12 júlí
- 4. - 8 júlí
- Byrjun júlí
- Komin heim í heðardalinn - fyrsta húsbílaferð ársins
- Sveitaball um helgina
- Fertugsafmæli grautaskólaútskrftar
- Miður maí
- Skemmtileg vika
- Hækkandi sól
- Göngutúrar og hækkandi sól
- Árshátíð og fleira
- Níundi febrúar
- Fyrsti mánuður ársins
- Gleðilegt ár og þökkum liðið
Tenglar
Tenglar
Bloggvinir okkar.
- Vinir í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Palli skrifar.
- Sigurgeir sonur Nonna og fjölskylda.
- Palli og Þórunn í Portúgal Palli og Þórunn í Portúgal. Þórunn skrifar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 787
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar