Gleðilegt ár og þökkum liðið

Jól og áramót hafa verið róleg hjá okkur. Við vorum ein á aðfangadag, fórum í árvisst jólaboð Nonnafjölskyldu á jóladag. Við höfum ekki stundað miklar göngur og útiveru þó við höfum verið þó nokkuð í fríi því við höfum sett ótíðina fyrir okkur í þeim efnum Þó hafa myndast gloppur öðru hverju sem við höfum þá notið þeim mun betur.

Margir vinir okkar hafa heimsótt okkur eins og gengur þó það hafi verið í skorpum. Stundum tekur ein heimsóknin við af annarri sama daginn og svo líða dagar á milli. Á gamlaárskvöldi var Kristján fóstursonur í heimsókn Birna sambýliskona hans fór til foreldra sinna og hann var hér í mat og svo hittust þau á eftir.

Við átum afganga af jólasteikinni. Svona er að vera aðeins tvö í heimili. Við höfðum keypt Kalkúnabringur og eldað þær í heilu lagi í stað þess að skipta þeim og frysta hluta þeirra. Þær dugðu í jólamatinn, gamlaársmatinn og svo var afgangur fyrir Kristján að fara með heim og fyrir okkur daginn eftir. Þær voru mjög ljúffengar. Til þess að þær yrðu ekki þurrar og til þess að gefa þeim bragð var beikonsneiðum skellt inn í þær og utan um. Auk þeirra var hvítlaukur, rósmarin og best á kalkúninn krydd. Æðislegt eins og sagt er.

Nonni missti vinnuna nú fyrir nokkrum mánuðum og hefur ekkert fengið í staðinn þrátt fyrir margar umsóknir. Það stendur ef til vill í atvinnurekendum að hann segir frá því að hafa orðið þunglyndur á tímabili. Það er líklega dæmt harðar en fangavist. Hann hefur að vísu ekki sóst eftir þingsæti. Líklega er það eins jobið sem fyrrverandi fangar fá.

Þegar svona stendur á er barasta að gera gott úr hlutunum. Nonni byrjar í ljósmyndanámi í Iðnskólanum eftir áramótin. Aðal atriðið er nú að láta sér líða vel. Svo ef einhver vill fá Nonna í vinnu sem hann treystir sér til að vinna þá barasta klárar hann námið í fjarnámi.

Þegar svona stendur á getur maður sko fylgst þunglyndi, falið sig frá heiminum og farið niður á við. Með aldri fylgir "stundum" þroski þ.e. ef maður vill læra af lífinu. Það skiptir máli hvaða plötu maður spilar í huganum fyrir sjálfan sig. Maður getur spilað niðurbrotsplötuna sem segir að allt sé ómögulegt ef maður fær ekki allt sem maður vill. Maður getur líka spilað plötu þakklætis fyrir það sem maður hefur og reynt að gera best úr því. Síðari platan er hamingjuplatan en ekki sú fyrri.

Maður þarf að vísu að rífa sig upp á rassgatinu og gera það sem eykur hamingju og vellíðan til lengri tíma og spila réttu plötuna. Nonna finnst honum takast það nokkuð vel.

 

 

 

 


Allt of síðbúið blogg eina ferðina enn.

Við enduðum frásögnin í lok júlí en þá komum við heim úr ferðalagi á húsbílnum. Eftir hvíld eina helgi þ.e. verslunarmannahelgina fórum við aftur af stað. Fiskidagurinn mikli var framundan og ekki dugði annað en að koma i byrjun vikunnar til að fá stæði fyrir bílinn.

Það var orðið þó nokkuð þétt húsbíla og hjólhýsaborg á tjaldstæðinu þegar við komum. Rafmagnstengi voru af skornum skammti. Við fundum stað í jaðri hótelslóðarinnar og náðum að tengja okkur og borga upp í sundlaug. Við áttum eftir að þakka fyrir að vera á þessum stað en ekki innar á tjaldstæðinu því allar leiðir áttu eftir að teppast. það var allt stillt í vikunni. Allt fullt af fyrirhyggjusömu miðaldra fólki og eldra og hægt að fara að sofa um miðnætti. Þarna voru við hlið okkar fyrrverandi bóndi af héraði og núverandi póstverktaki. Þá hittum við hjón sem Sigga kynntist á sínum tíma á ísafirði og við höfum haldið tengslum við Elínu og Birgi en Birgir var útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði. Fórum við m.a. með þeim til Hríseyjar. lentum við þar á tali við stórleikarann Árna Tryggvason. Eftir langt spjall um ættir og fleira sem Nonni þekkir ekki haus né sporð á reyndi hann að snúa ofan af þessu með því að spyrja hvað væri markvert að sjá þarna í Hrísey. Árni sagið að ekki væri mikil ánægja af því að sjá hlutina ef saga þeirra fylgdi ekki og bauðst til þess að gerast leiðsögumaður. Eftir langar lýsingar á sögu hins ýmsustu staða fengum við okkur kaffi og með því áður en við héldum til skips.

Ekki heimsækjum við Dalvíkina nema fá hæfilegan skammt af heimboðum frá foreldrum Siggu og systkinum. Svo kom fiskidagurinn með sínum skemmtunum og fjölda ljósmynda og endaði hann með brekkusöng í smá úða. Ekki truflaði það stórkostlega flugeldasýningu enda hefðbundið að það stytti upp um stund við slíkar aðstæður.

Á sunnudaginn hitti Sigga bekkjarsystkini sín úr barnaskóla og fórum við því seint heim þann dag. Gistum við eina nótt á tjaldstæðinu á Blönduósi. Þar var Hnífsdælingur við stjórn og var það best rekna tjaldstæði sem við höfðum séð til þessa.

Þá tók vinnan við þegar heim var komið. Næsti stóratburður varð 16. september þegar við héldum til að heimsækja fjölskyldu Sigurgeirs sonar Nonna sjá www.borgarholt.com en hann býr í New York.

Við komum um kvöldið út úr flughöfninni, vorum orðin þreytt eftir langa ferð og sáum að við okkur blasti löng bið eftir leigubíl. Nonni giskar á að 200 mans hafi verið í halarófu að bíða. Við vorum svo heppin að maður fór þarna aftan að hlutunum í bókstaflegri merkingu. Hann horfði á armæðusvipinn á okkur. Hann hafði samið við mann að aka honum niður á Manhattan og bauð okkur að deila bílnum. Þetta kostaði að vísu tvöfalt það sem gulur leigubíll hefði kostað en við vorum guðs fegin að komast í ró.

Það var auðvelt að finna heimili Sigurgeirs og fjölskyldu enda hornhús og allar götur hafa auðskiljanleg númer í stað torkennilegra nafna. Dyraverðirnir vissu hver við vorum - stelpurnar hafa örugglega sagt þeim að von væri á okkur um þetta leiti. Og við drösluðum töskunum upp í lyftu og rukum upp með eldingarhraða upp á 42 hæð. Nonni heldur því fram að það taki lengri tíma að fara upp á fimmtuhæð hér í lyftum hér heima en upp á 42. hæð í New York. Quiss quiss heyrðist þegar farið var á milli hæða hraðar en við gátum talið. 20 sekúndur. lyftan opnaðist. Við bönkuðum og út koma fagnandi fjölskyldan.

Það var notalegt hjá þeim þennan tíma sem við dvöldum. Rólegt - við vorum svo sem ekki að þenja okkur að sjá allt heldur aðalleg að vera með fjölskyldunni. Nonni fór með stelpunum í bókabúð. Elín sagðist ætla að borga. Þegar þær höfðu dvalið þar nokkuð fannst Nonna bunkinn vera orðinn stór. Hann spurði hvort þetta væri ekki dýrt. Nei nei, bækur eru svo ódýrar. Líklega þrjá dollara stykkið. Ekki var minnst á spilið sem var efst og kostaði sko miklu meira. Það var svo á mömmu þeirra að skilja að afi þeirra væri auðplataður.

Það er svo sem meyrt hjartað þegar maður fær ekki að sjá barnabörnin nema endrum og eins.

Við fórum út að borða þarna í nágrenninu, skoðuðum í búðir fórum í garðinn og niður í bæ. Sóttum krakkana í skólann svo dæmi séu tekin. Mesta jammið á okkur var þegar við fórum í leikhús með fjölskyldunni, fórum síðan í reiðhjólaknúnum vagni á japanskt veitingahús þar sem réttirnir voru eldaðir á hitaplötu sem þakti megin hluta borðsins og svo var rönd fyrir diska gesta í U meðfram jöðrunum. Kokkurinn sem stóð við hitaplötuna lék alls konar eftirminnilegar kúnstir meðan hann steikti réttina.

Við fórum líka í bátsferð um árnar i kringum Manhattan.

Við fórum síðan heim 24. september. Þá tók vinnan við, eða svo héldum við. Nonna var sagt upp á fyrsta degi. Það var verið að breyta til að koma fleiri blindum í vinnu á skrifstofu, eða svo var sagt. Alltaf erfitt að lenda í svona en Nonna gengur vel að halda góða skapinu.

6 október var boð hjá einni bekkjasystur Siggu úr húsmæðraskólanum á Ísafirði en þar voru þær við nám veturinn sem Nonni var í landsprófi á Núpi 1967-8. Þær hafa haldið hópinn síðan margar og kalla samkomur sínar saumaklúbb. Daginn eftir fór Nonni ásamt Steina vini sínum upp í veiðivötn í dásamlegu veðri. Alveg einstaklega fallegir haustlitir spegluðust í sléttum vötnunum. Alveg einstakt.

Um seinustu helgi fórum við svo á ball með Kátu fólki. Við vorum í skemmtinefndinni. Það er að vísu þannig að Nonni er einn í félaginu en verður að hafa með sér maka. Sigga var hins vegar kosin í skemmtinefnd og verður að taka með sér maka. Við tókum að okkur að lesa upp gamanljóð og lék Nonni gamlan mann en Sigga tók "viðtal" við hann sem hann svaraði með ljóðinu.

Nonni hefur verið að sinna áhugamálum sínum - snattast og leita að vinnu Sigga hefur sinnt sinni vinnu og við höfum annar haft það rólegt.

Semsagt allt gott að frétta eða að minnsta kosti hér um bil allt

Hafið þið það gott elskurnar mínar.

Nonni og Sigga


Áfram með smjörið

Nú hefur dregist svolítið að segja frá ferðinni. Við ætlum að hlífa ykkur og stytta frásögnina. Við enduðum frásögnina á tjaldstæðinu að Þórisstöðum í byrjun águst. 2. ágúst vöknuðum við í blíðskapar veðri. Við tókum því rólega fram yfir mat og héldum síðan sem leið lá um Hvalfjörðinn til Reykjavíkur. Nonni stoppaði nokkrum sinnum að taka myndir og ókum við inn í Botnsdalinn eins langt og vegur leyfði. Þaðan gengum við að Glym. Að vísu sáum við aldrei fossinn. Stígurinn hvíslast áður en komið er að fossinum og tókum við vitlausan stíg sem leiddi okkur að yfirsýn yfir gilið sem fossinn er í. Sigga treysti sér ekki niður gilið til að sjá fossinn og þótti okkur líka gangan vera orðin nægjanlega löng. Héldum við heim.

 Þegar heim kom vorum við spennt að sjá hvernig smíði pallsins á lóð okkar hefði gengið. Það var ekki að sökum að spyrja. Pallurinn sjálfur var farinn að sjá dagsins ljós. Það átti eftir að saga endana af gólfborðunum og gera handrið. Okkur leist mjög vel á framkvæmdina og vorum ekki frá því að pallurinn nýttist betur svona á einu gólfi heldur en í stöllum eins og hann var þó minni væri. (Við þurftum að minnka pallinn og draga hann frá nágrannalóð vegna deilna og greiddi bærinn kostnaðinn).

Verslunarmannahelgin gekk vel í rólegheitunum.

 

Meira seinna

 

Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar

 

Nonni og Sigga


Ferðin

17. júlí - Við erum stödd á tjaldstæðinu Langbrók sem að sjálfsögðu er á Njáluslóðum í Fljótshlíðinni.

við lögðum af stað í sumarferð um landið í gærkvöldi um kl. 18. Við höfðum þá komið við í verslunum og keypt það sem vantaði að okkar mati upp á fullan búnað til ferðarinnar. Við ókum í einni lotu hingað, komum okkur fyrir og borðuðum kvöldverð um fyrir kl. átta. Eftir að hafa gengið frá eftir matinn tókum við upp stafaspil sem er í því fólgið að kasta upp stafateningum og reyna að mynda orð þvers og kruss úr stöfunum sem upp koma. hver stafur hefur ákveðið gildi og er mikilvægt að þeir stafir sem hafa hátt gildi nýtist bæði lárétt og lóðrétt þ.e. séu tvítaldir.

Eftir nokkur spil höfðum við reynt nægilega á heilasellurnar. Við keppum ekki í raun í þessu því það sem situr hjá hjálpar venjulega hinu að finna lausnir sem gefa mikið. Þeir stafir sem nýtast ekki í neitt orð dragast frá. Því er möguleik að koma út í mínus. - Alla vega fræðilega. Við vorum á bilinu 70-100 hverju kasti og voru það aðeins ásar þ.e. teningar með gildið einn (lægst) sem urðu eftir hjá okkur.

Í dag vöknuðum við snemma og vorum farin út að hjóla rétt rúmlega átta. Eftir þriggja kortera hjólatúr inn Fljótshlíðina tókum við út stóla og borð, breiddum ábreiðu á jörðina og sleiktum sólskinið.

Veðurspáin er góð fyrir Austurland á Fimmtudag. Það getur þokað á Suðausturlandi í dag og næstu nótt. Við verðum að fara í gegnum þetta til að komast í sólina.

---------------

*Sama dag um kvöldið

Nú erum við komin í Skaftafell. Veðurspáin sagði að það yrði dumbungur Suð-Austurlandi og við ætluðum austur þar sem spáð var besta veðrinu. Þegar við komum að Skaftafelli var alls staðar skýjað nema þar. Það er algengt að jökullinn hreinsi loftið einmitt á þeim stað. Við erum búinn að spila svolítið og erum að fara að horfa á video.

Frá seinustu færslu hefur það á daga okkar drifið að við lögðum af stað af seinasta tjaldstæði eftir langt spjall við hjón sem einnig voru á Hobby bíl. karlinn er trésmiður sem hefur rekið verktakafyrirtæki en er hættur flestu slíku. Bílnúmer þeirra er LG850. Eftir hádegið fórum við í sund og héldum síðan sem leið lág austur. Við höfum miða upp á það að geta sótt Moggann í sölustöðum hans hvar sem er á landinu. Stoppuðum við í Hlíðarenda og hittum þar Kára, Guðrúnu, Sigfús og syni þess síðastnefnda Kára og Bjarka. Eftir spjall við þau og mogga laus fórum við til Víkur þar sem mogginn fékkst og olía á bílinn. 25 lítrar eftir rúmlega 200 km. Í Vík hittum við Ágústu Stefánsdóttur, brúna og sællega. Hún spurði Nonna á hvaða leið við værum og sagði hann að við værum að elta sólina austur. Ég er einmitt að fara þangað sagði hún en hún var gæd í ferð með útlendingum.

Það var leiðinlegt að sjá ekki Lómagnúp í öllu sínu veldi og ekki sáum við til jökuls heldur vegna skýja. Það ýrði aðeins úr himninum á leiðinni en vart var hægt að kalla það rigningu. En eins og áður sagði birti yfir öllu þegar við komum í Skaftafell. Hér er 11 stiga hiti, sést aðeins til sólar þó dimmt sé þegar fjær dregur frá jöklinum.

Meira síðar.

------

Morgun fimmtudags 19. júlí.

Nonni hafði ýmsar áhyggjur áður en við lögðum af stað, Við höfðum aldrei farið svona ferð og langt síðan við höfðum farið í útilegu. Bíllinn reynist afbragðs vel og okkur líður eins og heima hjá okkur eftir að við höfðum aðlagað okkur að því að hlutirnir hafa sína staði hér.

Aðfaranótt miðvikudagsins gistum við í Skaftafelli eins og áður sagði. Miðvikudagurinn var bjartur þó bólstraský hafi skyggt á sól öðru hverju þá hurfu þau jafn harðan. Við nutum dvalarinnar þar fram eftir degi, sleiktum sólina og settum upp skjól og dúk á jörðina. Drógum fram legustóla og fækkuðum fötum. Þá fórum við í göngutúr upp að Svartafossi, náðum í Moggann í miðstöðina. Um þrjú leitið fórum við að undirbúa brottför og fórum um hálftíma síðar. Þá var haldið á Höfn og flýttum við ferðinni frekar til að ná í verslun á Höfn. Okkur þótti það snyrtilegt pláss en ákváðum að halda aðeins lengra í áttina til sólarinnar sem átti að vera á N-Austurlandi í dag þegar þetta er skrifað.

Það var lágskýjað á leiðinni austan við Höfn. Fjallatopparnir sáust ekki. Við stoppuðum í Berufirði, fórum út af veginum þar sem merkt var nestisstaður við Fossá. Í stað þess að leggja við borðið sem einkennir slíka staði fórum við aðeins lengra eftir vegaslóða og lögðum bílnum þar við enda vegarins þar sem hann var nokkuð láréttur,elduðum - leystum sudokur og krossgátur og lögðumst snemma til rekkju.

Nú erum við búin að ganga frá öllu, borða morgunverð og erum að leggja af stað út firðina fyrir norðan.

Síðdegis 19. júlí.

Eins og segir hér að ofan þá ætluðum við firðina til Egilsstaða. Þegar komið var að vegamótum í Breiðdal þá benti skiltið til Egilstaða upp Breiðdalsheiðina og Nonni hafði ekki fyrir því að skoða kortið. Ef við hefðum séð það þá hefðum við séð að um heiðina liggur ekki malbykaður vegur og hún er bæði brött og erfið yfirferðar - engu síður en Öxi sem við vorum að losna við. En semsagt fjögur hjól undir bílnum og áfram skrölti hann yfir heiðina og til Egilsstaða. Þar var eðliega farið beint inn á þvottaplan og hreinsað mesta rykið af og síðan í Bónus. Við töluðum við tvenn hjón í húsbílum- Önnur höfðum við hitt í Langbrók og hin töluðum við við ´fyrsta skipti. Við borðuðum á bílastæðinu fyrir utan tjaldstæðið á Egilstöðum í steikjandi hita. Þá var haldið inn í Hallormstaðaskóg. Þar spjölluðum við við fólk frá Bolungarvík. Við hjóluðum um skóginn, sleiktum sólskinið og slöppuðum af.

----

Um kvöldið þann 19. spiluðum við svolítið áður en við gengum snemma til rekju.

20. júlí.

Við förum snemma í koju og vöknum snemma. Það var skýjað fram yfir hádegi þegar birta tók í suðri fyrst og síðan færði blíðan sig yfir til okkar. Morguninn notuðum við til að losa og byrgja okkur upp. Nonni fær það virðulega hlutverk að sjá um kamarhreinsun en við hjálpuðumst við að kaupa inn. Farið var niður á Egilstaði, byrjað í Húsasmiðjunni og þar keyptum við slöngu og tengi til að geta sett á vatn. Það var frekar ógeðslegt að okkar mati að vatn til að setja á húsbíla er við hliðina á kamarhreinsistað. Við völdum frekar að fara á tjaldstæðið með okkar eigin slöngu og fjarri öllum kömrum.

Þá var keyptur inn matur m.a. tilbúnir réttir fyrir danska kúrinn. Við skiptum einum skammti í tvennt og bættum við 300 gr. af grænmeti. Eftir það fórum við í sund, lágum barasta í nudd potti um stund og héldum síðan á tjaldstæðið í skóginum. Við byrjuðum á því að setja vatn á með nýju græjunum og fórum síðan á básinn okkar og elduðum okkur það sem ofan greinir. Þó hitinn væri næstum óbærilegur, næstum 20 stig þá sleikti Sigga sólina meðan Nonni fékk sér síestu eftir matinn. Um þrjú leitið fórum við í klukkutíma hjólatúr - Eftir rækilega hvíld og stórþvott var komið að mat. Enn er sólin steikjandi heit þó gola geri dvöl útivið bærilegri.

Eftir matinn fórum við í Krikket og unnum til skiptist. Nú er klukkan orðin níu að kvöldi. Sólin byrjuð að lækka á lofti og Nonni að grúska í GPS forriti meðan Sigga tekur inn þvottinn og hengir föt á öll stólbök. Þau eru næstum því þurr og verða skáphæf í fyrramálið. Á meðan sötrum við úr sitt hvorum tebollanum.

21. júlí

Það var skýjað þegar við vöknuðum. Skyldi hann brotna upp. Nonni fylgdist með skýjunum. Sjáðu þetta dökka ský með dökka botninum. Það er einhverskonar frontur sagði Nonni spekingslega. (Þekking úr sviffluginu) Ef til vill lætur hann undan um hádegi. Hann lét ekkert undan og dökki botninn þýddi ekkert nema rigningu sem kom rétt fyrir hádegi. Við settum stóla og borð undir bílinn og hann fór barasta að rigna meira. Sólarglæta í fjarska hvarf. Við tókum okkur upp eftir hádegismat. Versluðum á Egilsstöðum. Þar hittum við Nönnu og Einar þegar við fórum inn í N1 til að sækja Moggann. Þau komu til okkar í bílinn í smá spjall og kaffi. Eftir það fórum við í sund. Þegar við vorum komin í heita pottinn byrjaði Sigga að heilsa fólki á báða bóga. Kári frændi sem bjó á Ísafirði, ( Nollari) útskírð Sigga og kona hans Anna. Einnig voru þarna Rúnar frá Dalvík og Hafdís kona hans. Þú þekkir hann sagð Sigga við Nonna sem þóttist þekkja en mundi ekki neitt. Ekki gat hann játað það að hann myndi ekkert eftir Rúnari. Nonna sýndist á svipnum á Rúnari að minni hans væri ekkert betra. Meðan Sigga var önnum kafinn í ættfræðinni læddist Nonni upp úr allt of heitum pottinum fyrir langa samræður og sólaði sig. (Sólin hlaut að hafa áhrif í gegnum skýin). Nonni hafði hitt gamlan reddara úr Hveragerði, Jón Helga sem sagðist hafa verið edrú í tvö ár 74 ára gamall. Hann geislaði jafnt og venjulega edrú jafnt sem ekki. Ný kominn úr þriggja vikna ferð til Azserbeijan og fleiri landa. Eftir sundið lögðum við af stað um firðina suður í leit að sól. Nú er dagur að kvöldi og höfum við lagt utan vegar á norðurströnd Berufjarðar rétt austan við botninn í þoku og 10 stiga hita.

 

 

 

22. júlí

Þegar við vöknuðum var lágskýjað og jafnvel þoka. Við ákváðum að taka því rólega fram yfir veðurfréttir kl. 10. Það virtist ekki von á betra veðri annars staðar. Við héldum til baka sömu leið og við komum um firðina. Við dóluðum rólega. Nonni tók nokkrar myndir af skrúðinum í minni Fáskrúðsfjarðar, myndir af gömlum húsum og gulum vita. Áður en við lögðum af stað úr Berufirðinum hafði Nonni reynta að taka myndir af seinustu leyfum af þoku í fjöllunum. Þegar við komum á Reyðarfjörð beygðum við af leið inn í bæinn. Við skoðuðum tjaldstæðið og féllum við ekkert fyrir því. Við tókum niður hjólin og hjóluðum í gegnum bæinn og til baka, um fimm kílómetra leið. Sáum við að á tveimur bensínstöðvum var fín aðstæða til að taka vatn þ.e. góðir kranar sem seta mátti græjurnar á slöngunni upp á. Fyrir á planinu sem við völdum var smárúta innréttuð sem húsbíll og eigandinn að þvo. Aftan á bílnum var málað kort af suður Evrópu. Ætli það hafi ekki verð draumur þessa þýska fólks að vera í hitanum frekar en hér. Ef til vill fara þau þangað þegar kólna fer í N- Evrópu. Á planið kom drengur sem spurði mikið um bílinn og fannst hann flottur. Hann virtist vera um 10 11 ára en svolítið seinþroska. Hann spurði hvort lengra væri til Garðabæjar en Akureyrar. Þegar Nonni hafði tekið saman slönguna þá spurði strákurinn hvað þetta væri og tók hlut upp af planinu. Það var klemman á endanum af slöngunni. Nonni þakkaði honum mikið fyrir. Við kvöddum og fórum út fyrir bæinn, lögðum á plani sem hafði verið gert út í móa utan við bæinn, borðuðum og héldum síðan í átt til Egilsstaða. Það hafði verið nokkur gola niður á fjörðunum og var það líka þegar við komum upp á Egilsstað. Þar var sól og tréin skýldu fyrir golunni. Við ákváðum að vera þar á tjáldstæðinu. Eftir að hafa komið okkur fyrir og fengið okkur ávexti í AB-mjólk hjóluðum við í sund. Eftir góða stund í heita pottinum og smá sólbað hjóluðum við til baka. Nú voru samtals hjólatúrar orðnir næstum 10 km. þennna dag sem okkur þykir hæfilegt í byrjun. Við heilsuðum aðeins upp á Rúnar og Hafdísi frá Dalvík sem voru í næstu tjaldröð við okkur á tjaldstæðinu og fórum síðan að huga að kvöldmat. Nonni fór að basla í að finna rásir á sjónvarpinu en það var sama hvað hann reyndi ekki fannst nema dauft merki um að rás væri á staðnum, hvorki mynd né hljóð. Hann hafði brasað lengi í þessu seinasta kvöld og bjóst við að merkið væri örugglega nægjanlega sterkt hér á Egilstöðum. Það var sama hvað hann reyndi, ekkert nothæft merki. Loks eftir að hafa reynt allt sem hann gat hugsað sér leit hann yfir tengingar við loftnetið en þær voru á botninum á klæðaskápnum. Þær voru í sundur. Ekki furða þótt lítið sæist. Eftir að hafa lagað þetta náðist sjónvarpið. Þá voru fréttir og veðurfréttir búnar og dagskrá ríkissjónvarpsins ekki spennandi. Annað var ekki í boði. Á meðan hafði Sigga tryllað fram mat. Við snæddum og ákváðum að horfa á einn mynddisk - myndin hét snjókakan - mjög athyglisverð mynd um morðingja sem kynnist innhverfri konu og þarf að vinna með henni um tíma.

 

Nú er 23. júlí runninn upp og góða veðrið á förum hér á austan verðu landinu. Þá er að tía sig af stað. Okkur leist betur á veðrið á Norðurlandi og stefndum þangað. Fyrst var að versla, ná i moggann. Áður en við lögðum af stað hittum við fjölskyldu Önnu heitinnar móðursystur Siggu og fjölskyldur þeirra en þau voru á tjaldstæðinu á Egilstöðum. Við lögðum síðan af stað eftir hádegi þegar við vorum búin að borða og stefndum sem leið lá að Myvatni. Það var ágætis veður en skýjað á leiðinni. Við stoppuðum lítið á leiðinni því dagleiðin átti að vera löng. Þegar að mývatni kom veltum við því fyrir okkur að gista þar. Við fórum í jarðböðin og þar hittum við Svöfu og Bjössa frá Ólafsfirði. Þegar við komum út var algjört skýfall og gerði það útslagið með það að fara lengra. Það hætti að rigna þegar við nálguðumst vatnið og var mjög fallegt við Mývatn. Nú í ár mun vatnið vera búið að ná sér eftir margra ára kísiltöku og er mý þar hámarki. Ekki jók það áhuga Siggu á að vera þar. Við stoppuðum til að taka myndir en héldum annars áfram. Við völdum okkur heppilegan blett til að drekka síðdegiskaffi og fá okkur AB mjólk með ávöxtum. Það var á hæð ofan við mývatn en engu að síður var þétt ský af mýi þar. Það var komið mjög fallegt veður ekki alveg heiðskýrt en skýin sköpuðu oft skemmtilega birtu. Við stoppuðum næst við Goðafoss og tókum þar myndir og héldum svo áfram sem leið lá í gegnum Akureyri til Dalvíkur. Rétt áður en við komum að Dalvík fengum við okkur kvöldverð og fórum svo á æskuheimili Siggu þar sem foreldrar hennar búa enn. Við lögðum bílnum á auða lóð handan götunar og sváfum þar um nóttina.

24. júlí.

Það var fallegur dagur á Dalvík. Að vísu var stinnings kaldi þegar innlögnin byrjaði og var ekki langt liðið á morguninn þegar hún hófst. Við hjóluðum engu að síður inn Svarfaðardalinn að bænum Tjörn og til baka samtals um 12 km. Það var svo sem auðvelt þegar við hjóluðum inn dalinn. Á bakaleiðinni var rokið í fangið og þar að auki nokkuð mishæðótt. Við vorum samt ekkert eftir okkur eftir þetta - við vorum kominn í þokkalegt form. Eftir matinn fórum við svo í sund. Við hittum að sjálfsögðu ættingja Siggu, systkini hennar, maka og börn. Þá heilsaði hún ýmsu fólki sem við hittum eins og gengur þegar hún kemur á æskustöðvarnar.

Um kvöldið bauð Hermína okkur í grillaðan silung sem var afbragðs góður og hentaði vel mataræði okkar. Við bættum við okkar skammti af káli. Um kvöldið fórum við í heimsókn á systkinalínuna. Fyrst til Leifs og Steinunnar en Hörður og Leifur voru á fullu að tyrfa lóðina hjá Leif. Þá fórum við til Ásu og Gunnþórs en Gunnþór var á fullu að fella miklar aspir á lóðinni og búta þær niður í hæfilega meðfærilega kubba. Síðan enduðum við hjá Siggu og Val. Sigga kona Vals bauð okkur í hádegisverð daginn eftir.

25. Nú var spáð norðanátt með versnandi veðri fyrir norðan. Við tíuðum okkur til ferðar. Við fengum fyrst dýrindis hádegismat hjá Siggu og Val. Sér sniðinn að danska kúrnum. (með smá hrásykri að vísu. ) Eftir dýrindis máltíð með kjúklingi og ís í eftirmat framleiddum af vigtarráðgjöfunum héldum við sem leið lá yfir heiðar. Áður en við fórum frá Dalvík fréttum við um tvo nýja fjölskyldumeðlimi í stórfjölskyldu Siggu. Gunnþór Gunnþórsson systursonur Siggu átti stúlku sem fæddist um kvöldið 24 og á svipuðum tíma fæddi Kristín dóttir Kára föðurbróður Siggu strák. Stúlkan hans Gunnþórs var nefnd strax Ása Eyfjörð. Við fengum ágætis ferðaveður. Við höfðum ekki borðað nóg grænmeti hjá Siggu og elduðum okkur viðbót og fengum okkur hana með venjulegum miðdegisskammti af AB-mjólk og ávöxtum þegar við stoppuðum í Skagafirðinum hjá Víðimyrarkirkju. Eftir máltíðina héldum við áfram sem leið lá yfir heiðar og stoppuðum næst í Norðurárdalnum efst þar sem við snæddum okkur kvöldmat. Við ókum yfir brú efst í Norðurárdal og héldum eftir vegi að bæjum sunnnan árinnar og lögðum utan vegar og ætluðum að gista þar. Eftir matinn þá snerist okkur hugur. Eftir smá kvöldafslappelsi þar héldum við áfram alla leið niður í Borgarnes. Við ætluðum á gamla tjaldstæðið þar en sáum þar miklar byggingarframkvæmdir. Rétt áður en við komum inn í þéttustu bygðina höfðum við séð annað tjaldstæði en ekk farið þangað af þvi við sáum ekki rafmagn þar. En hingað vorum við komin og gerðum það okkur að góðu.

26. júlí.

Eftir venjubundinn morgunmat og skoðun á tjaldstæðinu sem við höfðum gist um nóttina ókum við út að vestasta hluta Borgarness sem er Brákarey. Hún mun skírð eftir ambátt sem ól Egil Skallagrímsson upp., Við gengum stóran hring um bæinn og enduðum göngu okkar með því að banka upp hjá Jóhönnu og Gunnlaugi Ingva Sigfússyni, Halldórssonar tónskálds og málara með meiru. Móðir Gunnlaugs er systir föður Nonna.. Eftir stutt spjall við Jóhönnu var Gunnlaugur vakinn. Klukkan var að vísu að nálgast hádegi en hann afsakaði sig með því að bæði væri hann frekar morgunsvæfur og líka hitt að hann hafi þurft að bera út moggann fyrir allar aldir og lagt sig eftir það. Það var komið hádegi þegar við fórum niður á næstu hæð í sama húsi en þar býr bekkjasystir Siggu úr húsmæðraskóla en hún heitir líka Jóhanna og maður hennar heitir Jón. Við áttum góða stund með þeim og var talað um lífsins glímu. Það var orðið áliðið dags þegar við fórum þaðan, löbbuðum niður í Brákarey ókum niður á bryggju og elduðum okkur kálmeti í hádegisverð. Talið hjá Jóhönnu hinni síðari hafði verið m.a. um húsbíl og komu þau óvænt í heimsókn að skoða bílinn þegar við vorum rétt að ljúka hádegisverðinu. Eftir þetta fórum við af stað úr Borgarnesi austur norðurárdalinn að tjaldstæði að Hraunsnefi undir Hraunsnefsöxl. Þar var fyrir hjólhýsi sem Halli sonur Hrefnu systur nonna á. Þau höfðu skroppið í bæinn en komu um kvöldið á tjaldstæðið. Von var á fleiri skyldmennum Nonna daginn eftir. Við spiluðum við Sirry og Nonna þeirra Halla Yatzy fram eftir nóttu.

27. júlí.

Við notuðum morguninn til að uppgötva dásemdir staðarins að Hraunsnefi um morguninn. Þarna var heitir pottar eða að minnsta kosti volgir. Heitar sturtur og snyrtileg salerni. Við gefum þessum stað ágæta einkunn. Tjaldað er á stöllum þannig að ekki þarf að tjalda í halla og stallarnir haldast þurrir. Þegar líða tók á daginn fórum við í göngutúr upp fjallið. Þegar við höfðum gengið nokkur hundruð metra leið þá hringdi Habba systir Nonna og sagðist vera við Borgarnes. Snerum við þá við og gengum í öfuga átt út á veginn og á móti Höbbu. Hún vinkaði okkur þagar hún fór fram hjá enda Helgi sonur hennar sofandi aftur í og ekkert pláss fyrir göngulúin okkur.

Við aðstoðuðum Höbbu við að fortjaldið á tjaldvagninum hennar og síðan var spjall og huggulegheit. Um kvöldið komu svo Hrefna og Guðjón.

28. Nú fóru fleiri að tínast á tjaldstæðið. Um hádegið voru flestir komnir nema Auðunn sonur Nonna. Allir krakkar systkina hans og börn. Slegið var upp grillveislu - Grillaðir kjúklingar í brauði og káli fyrir þá sem það vildu. Það lá kuldastrengur frá austri niður Norðurárdalinn og færði Guðjón bíl sinn þannig að hann ásamt tjaldvagni Höbbu veittu skjól. Allir stólar á staðnum voru settir á milli þessa skjólveggjar og húsbílsins okkar og sólin vermdi nægjanlega til þess að þetta var allt að því frábært. Þá fóru menn að spila kubb. Nonni hafði lært reglurnar skömmu áður og reyndi að kenna þær þarna á staðnum. Menn vildu frekar nota sínar eigin reglur og slóst Nonni í leikinn. Áður en hann hófst höfðu þau Auðunn og Súsanna komið með Knút sem vakti mikla lukku hjá a.m.k. sumum á staðnum þar sem hann notaði nýlærða tækni til gangs en jafnvægisskinið og balansin var ekki betri en það að gott var að hafa mjúka bleyju á rassinum. Um kvöldið komu Gunnlaugur og Jóhanna. Það kólnaði og við settum fjölda stóla inn í fortjáld við hjólhýsi Halla og spjölluðum fram eftir kvöldi. Gústi maður Hrefnu systur Gunnlaugs kom og afsakaði konu sína - hún væri lasin.

Nonni sonur Halla spurði hvort hann mætti horfa á sjónvarpið hjá okkur en Sigga var inn í bíl að fylgjast með mynd. Nonni sagði að hún væri áreiðanlega fegin þar sem hún væri alein í bílnum. Þegar hann bankað síðan upp hjá Siggu bauð hann henni félagsskap. Margir af yngri kynslóðinni fóru í bæinn en Halli, Snorri, og fjölskyldur, Hrefna og Guðjón, Kjartan og Dísa og svo við gistum um nóttin .

29.

Nú þurftu menn að tía sig í bæinn. Allir nema við. Þegar við vöknuðum var allra besta veður en spáð var rigningu. Við notuðum morguninn til að sóla okkur eftir að Nonni hafð farið í bað og Sigga hafði útbúið morgunmat á meðan. Eftir hádegismat var orðið skýjað og við fórum í gönguferð upp fjallshlíðinu þar til mönnum fannst nóg komið - amk þeir sem óvanir voru. Þegar við vorum komin af fjallinu féllu fyrstu droparnir. Tekið var saman það sem eftir var og menn fóru að koma sér heim. Við ákváðum að fara norður þar sem meiri líkur voru á þurru veðri á næstunni. Að vísu var besta spáin á norð austurlandi og of langt þangað fyrir tvo daga en e.t.v. var nægjanlegt að fara norður fyrir heiðina. Við ókum sem leið lá að Húnavöllum. Þegar þangað var komið héldum við áfram og fórum hring sem náði alla leið að Blönduósi og síðan til baka að Húnavöllum. Staðurinn virtist huggulegur og engir á tjaldastæðinu. Við höfðum staðinn fyrir okkur. Þegar við vorum búin að borða koma að vísu annað í ljós. Einhverjr bættust við. En það var sama. Það rigndi smá en það gerði dvölin í bílnum bara huggulegri. Það er allt í lagi þó það rigni á nóttinni og kvöldinn. Við byrjuðum aðeins á sunnudagskrossgátunni í moggonum, reyndum að komast í sund en vorum aðeins of sein, rituðum dagbók seinustu daga og fórum svo að sofa

30. júlí.

Við vöknuðum upp á Húnavöllum snemma eins og venjulega. Tókum því rólega fram eftir morgni. Fórum á Blöndós að versla. Eftir það fengum við okkur hádegisverð. Við fórum í sund eftir matinn. Sundið átti ekki að opna fyrr en kl. tvö en við sáum gesti í sundi og spurðum hvort við mættum ekki eins fara ofan í. Það var leyft og lágum við í ekki brennandi heitum potti og syntum aðeins nokkur tök. Eftir sundið fengum við okkur hressingu og hjóluðum meðfram Svínavatni. Eftir það slöppuðum við af elduðum kvöldmat og horfðum á sjónvarpð um kvöldið.

31.

Við fengum okkur morgunmat - biðum eftir veðurfréttum sem staðfestu að veðurblíðan fyrir norðan var búin. Nú var að vísu hvergi spáð sól og ekki einu sinni algjörlega þurru en vesturland var skásti kosturinn. Við ókum að Hreðavatni þar sem við borðuðum með útsýn yfir vatnið. Síða fórum við í Borgarnes, fengum okkur það sem vantaði og héldum síðan að Kverná á Snæfellsnesi. Ekki var það efnilegt. Staðurinn leit ekki vel út og bóndinn á bænum sagði að sá sem hugsaði um tjaldstæðið hefði rokið í burtu án þess að tala við hann. Við hringdum í útilegukortið til þess að afla upplýsinga. Sú sem sér um það hringdi í umsjónamanninn og sagði hann að við mættum tjalda - hann hefði skroppið frá. Frakkar voru á staðnum og reyndi Nonni að tala við þá án mikils árangurs. Pappírslaust var á salerni en þar var heitt vatn og óstifluð klósett og sturta. Það var tengi fyrir rafmagn. Við lögðum bílnum og hvíldum okkur fram að kvöldmat. Eftir það hlustuðum við á í útvarpi og sjónvarpi og veðurfréttir sem boðuð gott hér fram á föstudag þegar hvöss lægð gengur yfir um morguninn með a.m.k. 25 metrum á sekúndu á suðurlandi. Við ætluðum út um kvöldið en þegar þetta er ritað er svo mikið rok að við höldum okkur inni.

1. ágúst.

Það var ekki mikið við að vera á Kverná. Við lögðum því af stað þaðan upp úr kl. 9 og héldum sem leið lá hringferð um Snæfellsnes. Við ókum í gegnum þorpin á norðan verðu nesinu og veðrið lofaði góðu. Heiðskírt og nokkur gola. Við fylltum bílinn af vatni og framkvæmdu reglulega kamarhreinsun á Ólafsvík. Það gleymdist að ná þar í Moggann og héldum við áfram út nesið. Nonni byrjaði að taka myndir fljótlega á leiðinn. Hann hefur ekki tekið mikið af myndum í ferðinni öfugt við það sem hann ætlaði sér. Það var eins og opnaðist fyrir flóðgátt, einhverja myndatökustíflu sem hafði verið. Hugsanlega hefur hann ekki hrifist eins af umhverfinu eins og á Snæfellsnesi. Þetta byrjaði rólega strax á norðanverðu nesinu. Þegar við vorum komin sunnan megin á nesið þræddum við alls kyns útkróka og tókum fjölda mynda. Ljósmyndun gefur svona ferð svo óhemju mikið. Maður einfaldlega skoðar meira í leit að myndefni. Upphaflega var ætlunin einmitt að gera þetta. Þræða króka og taka myndir. Ef til vill erum við rétt að komast í gírinn. Myndirnar tala sínu máli um það hvað við skoðuðum og hvernig ferðin gekk. Þar eru allar tímasetningar. Við skoðuðum m.a. Bárðarból, fórum niður á Malarrif þar sem við skoðuðum umhverfið og borðuðum hádegismat. Þá tókum við $myndir af Lóndröngum og jöklinum svo og af Stapafelli frá öllum hliðum. Siðan fórum við niður í þorpið Arnarstapa. Þar skoðuðum við m.a. handverksverslun heimamanna. Þá stoppuðum við hjá Rauðfeldargjá í Breiðuvík og ókum niður að Búðum. Á leiðinni stöðvuðum við og tókum myndir af litríkum fjöllunum en höfðum ekki fyrir því að skrifa niður nöfn á bæjunum. Þá tókum við myndir í Axlahyrnu og svo fjölmargar á búðum. Þá fannst Nonna nóg komið af myndatökum og héldum við sem leið lá í Borgarnes. Við stoppuðum á Vegamótum og náðum í Moggann. Þegar í Borgarnes var komið var klukkan rétt um fjögur. Nonni var orðinn þreyttur á setum í bílnum og fórum við fyrst í sund. Síðan fórum við í Samkaup að versla þar sem við hittum Jóhönnu og Gumma. Nonni stakk upp á að fara í Svínadalinn á tjaldstæði sem kísilmálmverksmiðjan rekur. Þar komum við okkur fyrir og var það mun skárra en seinasta tjaldstæði sem við gistum á. Það tilheyrði þeim tjaldstæðum sem við greiddum fyrir með útilegukortinu. Við vorum komin þangað vel fyrir kvöldmat. Tókum því rólega í fyrstu og elduðum okkur svo svínalundir með miklu grænmeti að hætti vigtarráðgjafanna. Við náðum ekki sjónvarpi. Nonni vann í myndum um kvöldið og Sigga prjónaði. Þetta hafði verið einn besti dagur ferðarinnar - sól og hlýja en svolítill vindur. Með því að leggja bílnum i skjóli við skjólbelti var hér besta veður.


07.07.07

Það eru ekki allar tölur eins. 7. júlí 2007 er sko heilög tala og fjöldi para ætlaði að gifta sig á þessum drottins degi. Þó kirkjur hafi verið pantaðar með miklum fyrirvara hefur annað hvort ástin horfið eða óþolinmæðin gripið í taumana því aðeins brota af þeim sem pöntuðu kirkjur stóðu við þá pöntun.

Við  höfum ekkert farið út úr bænum um síðustu helgi og þessa. Við vorum að undirbúa komu foreldra Siggu um seinustu helgi og njóta lífsins í borginni en svo gista þau annars staðar. Nú erum við að fara í stúdentsveislu Önnu systurdóttur Siggu en hún lauk hraðbraut á tveimur árum.

Um næstu helgi ætlar hann Guðni sonur föðurbróður Siggu að gifta sig.

Við erum mjög stapíl í danska kúrnum við Sigga. Sigga bakað köku úr orkulitlu efni, (lítill sykur) og höfum við sneið með okkur í veisluna. Þegar Hermína, Hörður, Steinunn, Kári, Guðrún og Kristján komu í mat til okkar á fimmtudaginn þá var Sigga með dísæta ostaköku fyrir þau en ávaxtadesert fyrir okkur. Fiskurinn og grænmetið sem við buðum upp á sem aðalrétt passaði inn í prógramið hjá okkur.

Elsku vinir og ættingjar

Hafið þið það alltaf gott

 

Ykkar Nonni og Sigga


Öfugur Gullfoss o.fl.

Þegar þetta er ritað er kominn miðvikudagur 27. Júní.

Eins og við höfum sagt frá var mikil spenna að sjá Sigurgeir og fjölskyldu eftir langan aðskilnað. Hins vegar var í mörg horn að líta og aðeins fá augnablik sem hafði verið ráðstafað fyrir okkur.  Við höfðum tryggt okkur fyrirfarm að þau kæmu til okkar á fimmtudaginn fyrir viku og vorum við með grillað nauta og lamba file. Auk þeirra voru Auðunn, Súsanna og Knútur (Sonur Nonna og fjölskylda) Guðjón og Hrefna (Systir Nonna og eiginmaður) og Hrafnhildur mamma Nonna.

Unnur varð eftir og aðstoðaði Nonna við að passa Knút á föstudagsmorguninn. Hún sagði að hann væri alveg eins og dúkka!!  Þau áttu góðan dag saman fyrst með Knúti, spiluðu meðan hann svaf og fóru síðan í sund saman um eftirmiðdaginn.

Um kvöldið undirbjuggum við helgarferðina á mót að Brautarholti á Skeiðum. Þar voru, Hrefna og Guðjón og Halli sonur þeirra  með fjölskyldu.  Það var svolítið hvasst á laugardaginn en hlýtt og heiðskýr himinn. Á sunnudeginum var skýjahula en hlýtt og logn. Eftir mótið fórum við með Guðjóni og Hrefnu í uppsveitirnar – fram hjá Flúðum og áfram. Gengum að Gullfossi austan megin. Stoppuðum við efstu Hvítárbrúnna og við Geysi  og síðan heim.

Biðröðin við hringtorgin við Rauðavatn náðu að Þrastalundi. Við skriðum i bæinn á 20-40 km. hraða.  

Um kvöldið komu síðan til okkar Sigurgeir og fjölskylda og kvöddu okkur.

Það hefur verið eindæma gott veður. Nonni mætti á stuttbuxum í vinnuna í gær. Nú er hlýtt en ekki mikil sól.

Þetta er nú gott í bili – elsku vinir og ættingjar.

 

Nonni og Sigga.


17. júní - Framhald ferðasögu

Það var þurrt en nokkur vindur þegar við vöknuðum (mis snemma) á þjóðhátíðardaginn. Við höfðum skoðað þorpið Vík kvöldið áður ókum aðeins austur fyrir það, snerum svo við heimleiðis. Við höfðum skoðað Skógarfoss deginum áður og nú fórum við að Seljalandsfossi, fórum svo sem leið liggur að Hvolsvelli, ókum inn Fljótshlíðina að Múlakoti en þar endaði bundið slitlag. Þar sáum við tjaldstæði sem okkur leist vel á og er í áskriftarkorti sem við keyptum. (Innifalið í verði kortsins að rafmagni undanskildu). Þá ókum við að Hellu og var þar brostin á blíða. Fólkið tók þátt í gleðskap dagsins í stuttermabolum. Við hjóluðum um bæinn, hlustuðum á fjallkonuna og settum við árbakkann og sóluðum okkur um stund. Héldum við í bæinn með kaffistoppi í Hveragerði - en ekkert Eden - eldhúskrókurinn í húsbílnum.

Á 17. júní hefur Hrefna systir Nonna alltaf opið hús. Við komum þangað í ferðafötunum og á húsbílnum rúmlega fjögur. Allar götur voru fullar af illa lögðum bílum vegna þjóðhátíðarhalda í nágrenninu. Við komumst við illan leik heim til hennar og gátum sem betur fer lagt á planinu framan við hús hennar. Um kvöldið buðu Elli og Sigrún okkur í mat og leystum við saman krossgátu sunnudagsblaðs moggans eins og oft áður.

 Þetta er allt í bili elsku vinir og ættingjar

 Ykkar

Nonni og Sigga.


16. júní 2007

Nú er dagurinn fyrir þjóðhátíðardaginn. Það er laugardagur og Sigurgeir sonur Nonna kom til landsins frá New York. Það er næstum því ár síðan við hittum þau síðast og við höfum beðið spennt. Dagsskráin var það þétt hjá þeim að okkur þótti vonlítið að hitta þau þessa helgi og notuðum tækifærið og brugðum okkur í húsbílaferð. Við ætluðum til Víkur í Mýrdal þar sem Sigga hefur ekki séð landið austan við Hellu. Við lögðum því snemma á stað og byrjuðum í AtlandsOlíu að kaupa eldsneyti. Nonni var ekki alvega með sjálfum sér því hann tók græna handfangið með 95 okteina bensíni og dældi á Díselbílinn okkar. Svona um það leiti sem hann var búinn að dæla fyrir 7500 kr. Þá tók Sigga eftir því að verðið á eldsneytinu var hærra en á skiltinu og áttaði sig á mistökunum áður en Nonni ræsti hreyfilinn. Við byrjuðum að hringja í Vöku sem benti okkur á “neyðarþjónustu” smurstöðvar - sem var að vísu ekki opin um helgar. Við ætluðum að hætta við ferðina og láta draga bílinn að smurstöðinni og fá þetta lagað næsta mánudag. Ekki vildi Sigga gefast upp strax og stakk upp á að við hringdum í Guðjón mág Nonna. Hann var ekki tilbúin með allar græjur þegar svona stendur á og sagði Nonni þá að það væri allt í lagi. Guðjón sagðist vilja líta á bílinn. Stakk hann upp á því að við færðum bensínið yfir á aðra bíla sem eru gerðir til að brenna slíkt eldsneyti. Það var lán í óláni að á tanknum var nærri því hreint bensín þar sem hann hafið farið á bensínstöðina á seinustu dropunum. Guðjón mætti með koppa og kirnur og garðkönnu með stút til að hella á bílinn. Hann var með nokkrar slöngur - sogaði upp bensínið og notaði hæðarmuninn til að láta það renna í ílátin. Eftir heilmikið puð hafi hann náð öllu því bensíni sem hægt var með þessari aðferð og létum við það gott heita. Drógum bílinn að tankinum aftur og settum á hann rétt eldsneyti.

Klukkan var orðin eitt þegar við lögðum af stað og héldum austur fyrir fjall. Veðurspáin hafði sagt að hann héldist þurr nema aðeins á suð vesturlandi. Við bjuggumst við að það glaðnaði yfir honum þegar við kæmum austur en það voru skúrir öðru hverju alla leiðina og mikill vindur. Jafnvel þegar við komum til Víkur þá var stöðugur úði.

 

Nú erum við komin hér á tjaldstæðið. Sigga eldaði fisk og í kvöldmatinn og borðuðum við það með 300 gr. af káli sem danski kúrinn segir til um. Eftir fréttir og tesopa fórum við út að hjóla um kauptúnið. Til þess þurftum við að klæða okkur í regngalla sem við höfum nýlega keypt og reyndust þeir ágætlega við þessar aðstæður. Á bakaleiðinni var vindur í fangið og regnið í andlitið en við höfðum ekki farið mjög langt og bara hressandi að koma til baka.

Einnota geisladiskur með bíómynd hélt okkur föngnum þar til við fórum að lesa og skrifa þetta.

 

 

 

 


Grænland

Í gær 8. júní fórum við til Grænlands í dagsferð. Við lögðum af stað klukkan rúmlega tíu um morguninn með fokker frá Flugfélagi Íslands til Kulusukeyju við Grænland. Með okkur í för voru 19 starfsmenn og maka á skrifstofu Blindrafélagsins. Áður en ferðin hófst höfðum við farið í Hamrahlíðina og þar var hlaðið bjór á mannskapinn og samlokum. Þar sem við erum í danska kúrnum höfðum við kálið okkar með okkur, vatn og ávexti en þáðum kókflöskur í nesti. Á leiðinni út fengum við grænmetisrétt í flugvélinni sem hentaði okkur vel. A leiðinni heim var að vísu ekki grænmetisréttur en maturinn virtist passa okkur vel.

Flugvöllurinn  á Kúlusuk er malarvöllur og virtist eini slétti flöturinn í þessu fjallalandi. Fjöllin voru snarbrött í sjó fram. Þegar við höfðum náð í farangur okkar fórum við fótgangandi í átt til þorpsins. Það var sagt að leiðin væri aðeins tveir kílómetrar. Vegurinn var troðningur og lá leiðin um hóla og hæðir. Þar að auki stoppuðum við á leiðinni og tókum myndir. Líklega hefur gönguferðin tekið um 40 mínútur í allt. Eftir eitt hæðardragið blasti við þorpið  - húskofar sem tilt var á súlur í nokkuð brattri hlíð. Á leiðinni gengum við framhjá tveimur kirkjugörðum. Jarðvegur er þarna af skornum skammti og kisturnar eru ekki djúpt undir yfirborðinu. Krossar eru ekki merktir nöfnum. Grænlendingar telja að maðurinn samanstandi af þrennu, líkama sál og nafni og aðeins líkaminn deyi og því eigi nafnið ekki að vera á leiðinu. Í eldra kirkjugarðinum sáum við veglegan granít legstein á leiði ungs mans og var þar höggið nafn viðkomandi. Á öllu er undantekning. Líklega hafa foreldrarnir verið sigldir og séð svona í Danmörku og viljað gera eins veglega gröf barns síns eins og danskra barna.

Þegar inn í þorpið var komið voru margir á ferli. Nonni hafði komið þarna áður og fannst miklu mun fleiri vera á ferli í þetta skiptið. ágætis veður var í bæði skiptin en nú var vor en komið fram á sumar seinast og því eðlilegt að íbúarnir vildu njóta meiri útiveru nú en þá.

Eins og áður var mikil eymd að sjá á flestum sem þarna gengum um. Þó voru nokkrir á ferli nú sem báru ekki eymd og drykkjuskap utan á sér. Nonni hafði gaman að taka myndir og tók óhemju margar. Hann var stöðugt að allan tíman sem við vorum þarna. Sigga tók líka myndir og fannst athyglisvert að sjá fólkið og hversu ólíkt allt er íslandi þó ekki sé ýkja langt á milli. Það er helst hægt að lýkja þessu við svörtustu Afríku enda ekki nema ein og hálf öld síðan fólkið sem þarna bjó var á steinaldarstigi.

Áfengisvandinn er gífurlegur. Stór hluti fólksins er hreinir rónar. Samt lifir fólkið nokkuð á sjálfsþurftarbúskap, aðalega veiðum og smíðum úr því litla efni sem þarna rekur á fjörur.

Rúmlega tvö var trommudanssýning og maður á kajak sýndi listir sínar með skutul. Klukkan þrjú fórum við svo í bátsferð á milli jakanna að flugvellinum aftur og héldum heim rúmlega fjögur að íslenskum tíma en þá er klukkan tvö að Grænlenskum tíma.

 Um kvöldið litum við við hjá Ella og Sigrúnu.

 

Nú 9. júní eru 20 ár síðan Sigga sá Kristján fósturson fyrst. Í því tilefni ætlar hann að koma í mat með Birnu sambýliskonu sína.

Semsagt allt gott að frétta elsku vinir og ættingjar.

 Hafið þið það alltaf gott

 

Nonni og Sigga.


Bloggfærsla maímánaðar

Það er hart að hafa svo mikið að gera að við höfum ekki tíma til að blogga og muna svo ekki neitt.

Maí var kaldur mánuður hér á Fróni. Nonni hefur haft trjágróður í pottum síðan við fluttum hingað fyrir næstum fimm árum síðan og aldrei hefur hann farið svo illa eins og nú. Næstum helmingur af honum er dauður.

Pallurinn fyrir framan húsið okkar er útiverustaður okkar við húsið. Hann er  um 70 fermetrar og þar höfum við áðurnefndan gróður. Við ætlum ekki að endurnýja gróðurinn strax. Ástæðan er sú að nágranni okkar sem í upphafi gaf okkur leyfi til að hafa pallinn að lóðarmörkum hefur andskotast út í hann síðan, enda af Engeyjarættinni, sonur Benedikts Sveinssonar sem kallaður var stjórnarformaður Íslands og höfuðið á Kolkrabbanum. Þó Nonni telji allar líkur á því að fá okkur dæmdan rétt til að halda pallinum þá hefur þessi deila farið það mikið á sálina á Nonna að við ákváðum að taka tilboði Bæjaryfirvalda um að smíða minni pall og hafa lóðina eins og aðalteikningar segja til um. Þetta verður okkur að kostnaðarlausu en á meðan þá erum við ekkert að endurnýja gróðurinn. Það kemur síðar.

Þegar ekki hafa verið veislur eða eitthvað álíka höfum við farið á húsbílnum í smá ferðir. Hann var hins vegar í viðgerð megin hluta maí mánaðar. Hann þurfti að fara á þrjá staði, einn fyrir hverja bilun. Alltaf var lofað að hann væri að verða til en vikurnar urðu þrjár. Ekki tókst að ljúka öllu. Þó beiðnin hafi verið skrifleg og ekki átti að fara á milli mála hvað væri beðið um þá gleymdist að laga viðvörunarkerfi sem fer í gang þegar bakkað er. Við eru þó komin með hann og búin að fara í tvær ferðir á honum um suðurland, í annarri gistum við í Úthlið og þeirri sem við fórum nú fyrstu helgi í júní gistum við á Flúðum.

Flúðarferðin var með félagsskapnum Kátu Fólki sem er skemmti félag sem stendur fyrir fjórum dansleikjum á ári með mat og skemmtiatriðum. Lagt var af stað frá Osta og smjörsölunni í einni halarófu 26 bíla - læðst austur fyrir fjall á um 80 km. hrað - þrengslin, fram hjá Stokkseyri og Eyrarbakka, átum nesti í þjórsárveru. Síðan héldum við þaðan upp á þjóðveg 1 og síðan Skeiðin og upp að Flúðum. Í þjórsárverum var farið í leiki með krakkana og spilað fyrir hringdönslum á harmoniku.

Aðeins voru tveir á húsbílum en nokkrir höfðu pantað gistingu á hótelinu. Flestir fóru í bæinn að balli loknu.

Um morguninn kenndi Nonni einum eldriborgara sem hann hafði hitt á myndavél sem viðkomandi var ný búinn að kaupa og kenndi einföld atriði í Photoshop. Síðan héldum við á Laugarvatn og inn í hjólhúsabyggðina þar og hittum vinnufélaga Siggu og mikla vinkonu - Helgu. Að þessu loknu skunduðum við í bæinn til að taka niður myndir á sýningu sem Nonni tók þátt í á vegum Fókuss i Ráðhúsi Reykjavíkur.

Erling og Sigrún litu við í gær enda orðið langt síðan við höfum hitt þau. Nonni og Erling fara að vísu saman í sund á mánudögum og föstudögum en margt hefur komið upp á hjá þeim báðum sem hefur komið í veg fyrir það upp á síðkastið.

 

En semsagt.

Hafið þið það gott elsku vinir og ættingjar. Fyrirgefið hvað er langt á milli blogga hjá okkur

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga.


apríl

Elsku vinir og ættingjar.

 Þið gleymið okkur vonandi ekki alfveg þó við bloggum allt of sjaldan.

 

Í byrjun apríl voru tvær fermingar. Þá fórum við í húsbílaferð um páskana í Húsafell og hittum þar fern vinahjón. Trimmið var þá aðalega að ganga á milli kökuboða. Um seinustu helgi var afmæli Knúts Þórs sonar sonar Nonna og fórum á tónleika með Helenu Eyjólfsdóttur. Svaka fjör. Nú erum við að fara á gömludansa ball með Kátu fólki og í gær komu hingað í súpu í brauði systkini Kristjáns heitins fyrri mans Siggu.

Nonni er að fá fyrri styrk en hann varð orðin svolítið slappur eftir veikindin í byrjun árs.

Á morgun kemur Kristján í mat ásamt mömmu Nonna.

 

Elsku vinir og ættingjar.

Gleðilegt sumar

 


Vá hvað er langt síðan við skrifuðum

Það er ekki svo að það sé ekkert að gerast hjá okkur. Það er allt á fullu. Ég ætla nú ekki í þetta skipti að tíunda allar heimsóknirnar hingað og þangað til vina og ættingja í allan þann tíma sem við höfum verið löt við að blogga. Þeir sem þekkja okkur og vilja endilega ekki tapa af færslu um heimsókn verða barasta að láta okkur vita og þá gerum við sér færslu um það.

Nonni hefur sent loka verkefnið í ljósmyndaskólanum og er hann þá búinn ef það verður samþykkt.

Nú í dag vorum við í afmælisboði hjá bróðurdóttur Siggu og hittum þar ýmsa ættingja.

Í kvöld förum við að sjá leikritið Ást sem látið er vel af enda eintömir gleðismellir og söngvarar sem leika og syngja.

Svo nokkuð sé nefnt sem við höfum verið að bardúsa er passanir hjá Auðunni og fjölskyldu og Gabríelu og fjölskyldu. Eina helgina tókum við stelpurnar hennar Gabríelu í Bíó og til Hveragerðis í húsbílnum. Við spiluðum veiðimann fyrir utan Eden étandi ís. Þetta þótti stelpunum tilbreyting. Þegar Elli og Sigrún buðu okkur í dýrindis lambalæri sem Sigrún hafði eytt deginum í að elda var Nonni með í maganum og bragðaði ekki á neinu. Það eina góða við magapestir er að þær ganga fljótt yfir.

Nú eru framundan tvær fermingar í fjölskyldunni. Á morgun fermist Helgi sonur systur Nonna. Þessi helgi fer því mikið í veislur.

Nonni var að ljúka lestri bókarinnar "Sagan af Pí."  Þar segir frá ferð í björgunarbáti yfir allt Kyrrahafið á yfir tvö hundruð dögum. Í byrjun eru í björgunarbátnum górilla, sebrahestur, hýena og tígrisdýr.

Spennandi saga.

En sem sagt:

Hafið þið það öll sem best elsku ættingjar og vinir.

 

Nonni og Sigga.


Árin líða

Það mætti halda að við værum orðin eitthvað væmin að byrja blogg með þessum orðum. Já ef til vill, en það verður maður alltaf á áramótum og afmælisdögum. Nonni á sem sagt afmæli. Það eiga ýmsir aðrir eins og Hæstiréttur og Orator - félag laganema.

Pabbi Nonna fullyrti að það hafi ekki verið planið þó hann hafi verið lögfræðingur heldur átti Nonni að heita Ágústa og fæðast 14. febrúar á afmæli ömmu sinnar sem bar þetta nafn. Hvort hann hafi veirð stöðugt uppreisnargjarn síðan verða aðrir um að dæma.

 Við höfum haft góðan og fjölbreyttan dag. Sigga vann til hádegis en Nonni var í fríi. Til hans kom kona að fá myndir vegna fyrirlestur sem hún er að halda í Noregi um aðstoðuleysi blindra barna á Íslandi. Eftir þann fyrirlestur ættum við að geta sótt um þróunaraðstoð þangað.  Sjá www.skodunmin.blog.is

 

Eftirmiðdagurinn fór í góðan göngutúr og þetta venjulega heimilisdúttl. Tiltektir og hreinsanir. Nú í kvöld höfum við verið í kvöldmat hjá vinafólki. Yndislegt fólk og yndislegt kvöld.

 Meðan við vorum  þar hringdi síminn. Sandra reyndi að ná sambandi við afa sinn í tilefni afmælisins. Við skæpuðum við hana og móður hennar strax og við komum heim.  sjá www.borgarholt.com 

 Síðan við blogguðum síðast höfum við reynt að halda tengslum við fólk. Um síðustu helgi: - Sigrúnu og Ella - Höbbu systur Nonna og vikulega heimsókn til mömmu Nonna. Hún hefur verið veik upp á síðkastið með pest. 

Á miðvikudagskvöldið komu Elli og Lilja frá Ísafirði,  fimmtudagskvöldið fór Sigga með Lilju á tónleika í salnum í Kópavogi. - Diddú og fjórir rúsneskir karlar - mjög gaman.

 Á morgun förum við í afmæli til Sólveigar dóttur Lilju og Ella.

 Annars líður okkur vel. Það er farið að birta hér á Íslandi og hitinn hefur verið vel yfir frostmarki. Það var stillt veðrið í göngutúrnum í dag loftið hreint og hressandi eftir svolitla vætu.

 Elsku vinir og ættingjar

 Við óskum ykkur alls hins besta og endilega látið vita einstöku sinnum að þið lesið þetta.

(Gestabók eða comment.)

 

Ykkar

 

Nonni og Sigga.


Þorrinn miður

 

Nú upp á síðkastið höfum við verið óvanalega löt við að fara í heimsóknir. Enn eru þó nokkrir sem hafa þolinmæði til að heimsækja okkur eins og Elli og Sigrún sem komu sáu og sigruðu á seinast spilakvöldi okkar.
 
Nonni ætlaði í ljósmyndaleiðangur um þessa helgi með Fókus – ljósmyndafélaginu sem hann er í. Hann vaknaði á föstudaginn með byrjunareinkenni kvefpestar og eftir hans reynslu gengur hún alltaf sinn vanagang. Við sleppum að lýsa einstökum stigum hennar. Það er alla vega ekki gott þegar hún sýnir sig að fara í útivist. Sigga var nú ósköp fegin. Hún hafði pantað miða á barnaleikritið Karíus og Baktus (Við slógum óvart inn Bakkus)  fyrir okkur og börn Gabríelu og Palla. Gabríela ætlaði með í stað Nonna en vinkona Margrétar, elstu dóttur Gabríelu, fór með í staðinn.

Kristján átti afmæli á mánudaginn 5. febrúar, varð 24. ára. Þrátt fyrir nokkra kvefpest kom hann í mat daginn áður. Auðunn og fjölskylda borðuðu með okkur á miðvikudaginní síðustu viku. Á föstudaginn var fórum við með mömmu Nonna vikulega búðarferð. Enn getur hún ferðast í gegnum Fjarðarkaup og ratað á allt súkkulaðið og kexið sem hún kaupir ásamt hollustuvörum. Hún styður sig við kerruna og þegar Nonni spurði hvort hún væri þreytt þá sagði hún nei en ég finn svolítið til í bakinu. Sannleikurinn er hins vegar að hún fer áfram á viljanum. Beinagrindin er öll farin úr lagi af beinþynningu og hún segir að braki í þegar beinin nuddast saman í liðum sem tilfinnanlega skortir allt brjósk. Hún segir að þetta sé gjaldið fyrir að fá að lifa. Yndisleg jákvæðni.

Tíðin hérna er rysjótt. Frostið hefur verið meira en gengur og gerist það sem af er þessu ári en einnig hafa komið verulega heitir dagar miðað við árstíma. Nú hefur kólnað og er von að einhverja næstu daga skríði hitinn yfir frostmarkið.
Eins og annars staðar á jörðinni hlustum við á spár vísindamanna um hlýnun. Jöklafræðingur hefur dregið fram jákvæða mynd af framtíðinni fyrir okkur Íslendinga – nóg vatn i virkjunum meðan jöklarnir bráðna.

Nú er pestatími. Það eru fleiri en Nonni sem verða kvefaðir. Það er faraldur á barnadeildum og fer þá stundum saman lungnabólga og RS vírus. Nonni hefur þá kenningu að óvanleg mengun á gamlárskvöld hafi ekki orðið til að bæta þetta.

Þrátt fyrir allt er sólin að hækka á lofti. Snjófölið sem var í morgun þegar við vöknuðum og léttskýjaður himininn hafa aukið á birtuna. Jafnvel dimmu dagarnir eru ekki nærri eins dimmir.

Bless kæru vinir og ættingjar sem þetta lesa

Hafið þið það alltaf gott.
Nonni og Sigga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dagbók Klettássfólksins

Þetta er dagbók Jóns Sigurgeirssonar og Sigríðar Harðardóttur Klettási í Garðabæ. Henni er haldið út vegna fjölmargra vina og ættingja sem eru fjarri okkur í vegalengdum mælt.

Höfundur

Sigríður Harðardóttir
Sigríður Harðardóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3267 edited 1
  • 20080524 IMG 2486
  • 20080524 IMG 2512
  • 20080524 IMG 2553
  • 20080524 IMG 2553

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband